Blekkingar á Bastilludegi ...

MisskilningurEins og margir vita flutti viss frændi minn (Halldór fjandi) til Frakklands fyrir nokkrum árum. Rúmlega níræð móðir hans kom sér upp því sem henni fannst vera hæfilegar áhyggjur af syni sínum. Þær jukust svo til muna eftir að Pútín réðst inn í Úkraínu. Á Bastilludaginn, 14. júlí síðastliðinn, var að vanda mikið um flugelda og læti í Frakklandi sem varð til þess að fjandi fékk eina af sínum ömurlegu hugmyndum um að hrekkja (flýta fyrir arfi kannski?). Hann slökkti ljósin, hringdi myndsímtal í móður sína mitt í öllum látunum, talaði lágt, nánast hvíslaði og lést vera lafhræddur því nú hefði Pútín ráðist á Frakkland.  Sprengjuhávaðinn í bakgrunni gerði auðvitað ekkert nema staðfesta orð hans.

 

Mynd: „Þegar ég sagði ykkur að eyða Högurði meinti ég ekki af Facebook!!!“

 

Fjandi hefur hrekkt mig mikið, pínt og kvalið í gegnum tíðina. Oft í gegnum Facebook ... sem hataði húmorinn hans, munið, og notaði tækifærið þegar hann óskaði landsþekktum matargúrú gleðilegra jóla og kallaði hana heillina sem er dauðasök samkvæmt Zuckerberg. Hann hafði áður fengið viðvörun eftir að hann gerði grín að nýnasistum, illilega misskilið af fb-gervigreindinni, og þegar fjandi sýndi sitt rétta eðli og skrifaði HEIL-lin í jólakveðjuna, þurfti ekki frekar vitnanna við. Hann er á Twitter (hogurdur) og ég íhuga alvarlega nú eftir „starfslokin“ að bæta tístinu við annað sem ég er með; Facebook, Bloggið, OnlyFansSnapchat og Instagram. Kannski hef ég tíma fyrir Pinterest líka og kemst þá loksins í samband við Strætó bs. Tapað-fundið hjá Strætó á Pinterest og tilkynningar um vegaframkvæmdir einmitt á Twitter. Fjölmörgum flugum kálað. 


Bloggfærslur 2. ágúst 2022

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 351
  • Sl. sólarhring: 354
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 1529409

Annað

  • Innlit í dag: 296
  • Innlit sl. viku: 420
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 280

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband