Hraunverulegt samsæri prjónafólks

2. þáttaröð hafinNæsta þáttaröð hafinGosið á Reykjanesskaga, II. hluti, Merardalir, 2 mánuðir eða 200 ár? Hraunveruleikasjónvarp, eins og það gerist best, eins og sumir orða það, eða hin árlega peysusýning, eins og ég kalla það. Svo virðist sem flestir jarðeðlisfræðingar eigi maka sem bæði hannar og prjónar flottar peysur sem hannyrðafólk á Facebook heldur ekki vatni yfir og vill fá uppskriftina. Fylgikvilli eldgosa, hnussar öfundsjúki heklarinn í Himnaríki sem kann bara að hekla sjöl, trefla og gardínur og dauðlangar í flotta lopapeysu fyrir veturinn. Jú, jú, með jarðeðlisfræðingamynstri, alveg eins. Sennilega eru veðurfræðingar frekar illa giftir því þeir eru yfirleitt ekki í útprjónuðum peysum. 

 

Ég er með eins konar móðurauga fyrir útsýninu mínu yfir hafið og milli klukkan eitt og tvö í dag varð mér litið út um gluggann og fannst eitthvað skrítið í gangi fyrir ofan staðinn þar sem gaus í fyrra, ögn til vinstri þó, nær Keili. Þá var bara að opna gluggann með mbl-vefmyndavélinni og sjá, komið þetta fína gos. Sem vonandi þýðir að jörð hætti alfarið að skjálfa. Missti af þeim síðasta (4,2) sem kom kl. 12 á hádegi í dag, akkúrat þegar ég stóð við kaffivélina og mátti fara að nærast, eða eitthvað að atast. Mæli með þessari aðferð fyrir jarðskjálftahrædda, eða að vera á hreyfingu þegar stórir skjálftar ríða yfir ...

Beðið um súpu Oliver Twist-syndrome

Eitt er mjög, mjög skrítið, eiginlega ógnvekjandi þótt ég eigi að heita öllu vön. Þegar Hilda systir var í sumarbústað með tveimur vinkonum sínum, ónefndum systrum sem voru með okkur í Austurbæjarskóla, fór að gjósa á Reykjanesskaga eftir 800 ára hlé. Sá atburður átti sér stað á síðasta ári, eins og einhverjir muna. 

 

Í dag hófst annað eldgos þegar þessar þrjár konur eru staddar úti á Tenerife, SAMAN á nýjan leik, rétt rúmu ÁRI SEINNA og ... nákvæmlega níu dögum fyrir afmælið mitt. Þessi tilviljun, ef tilviljun skyldi kalla, vekur mér óhug. Ég reyndi að segja sjálfri mér að gosið væri mögulega falsfrétt, runnin undan rifjum Þórólfs sem ætlar að bólusetja okkur með fjórða skammtinum í haust án þess að við verðum vör við það. Ekki viss samt um að ég hafi trúað mér. Mér finnst þó trúlegt að falsgosið tengist prjónakonum á einhvern hátt. Follow the money, á kannski vel við í þessu samhengi?!?

 

 

MYND: SAMSKOT Á TENERIFE: Heimildarkona mín ytra náði mynd af systur minni þar sem hún var að safna fé til að komast fyrr heim til Íslands og þannig koma í veg fyrir að fari að gjósa í Kötlu, Heklu og Bárðarbungu. Hún bar sig vel að öðru leyti og var komin í mikið jólaskap.


Bloggfærslur 3. ágúst 2022

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 377
  • Sl. viku: 493
  • Frá upphafi: 1529435

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband