Drottningin öll

ElísabetSíðustu klukkutímana hefur Sky News mallað í Himnaríki, fyrst til að bíða fregna af heilsu drottningar og svo til að sjá hvernig hennar hefur verið minnst - alveg eins og ágústnótt eina árið 1997 þegar Díana prinsessa lést eftir bílslysið. Alveg sama hvað mér finnst almennt um konungdæmi hef ég alltaf borið mikla virðingu fyrir Elísabetu drottningu sem varð drottning 25 ára gömul og til dauðadags. Ég skrifaði einhvern tíma grein um hana fyrir Vikuna og gat ekki annað en fyllst aðdáun á henni þegar ég las mér til um hana á meðan greinin var í vinnslu.

Þegar ég bjó í London árið 1976 datt mér einhvern veginn aldrei í hug að fara að skoða höllina, kannski var það ekki í boði þá en ég man mest eftir fréttum af landhelgisdeilunni og kurteisi Breta við þessa íslensku au pair-stúlku þrátt fyrir vafasamt þjóðernið. Breska konungsfjölskyldan var ekki sérlega mikið í fréttum og ég fann ekki fyrir mikilli dýrkun á henni en þá var Díana prinsessa svo sem ekki komin til sögunnar - þau voru samt virt og vinsæl. Breskur kunningi tjáði mér að það þætti mjög fínt að vinna í Buckingham-höll og eldhússtúlkur þar töluðu ekki við hvern sem væri ... konungsfjölskyldan þætti þó nokkuð alþýðleg en vissulega háð ströngum reglum og aldagömlum siðum. Elísabet þótti nánast of alþýðleg að mati háaðalsins fyrir að borða morgunverð sinn upp úr Tupperware-dollum, í stað þess að nota almennileg hnífapör og gulldiska ...

 

buckingham-palaceHöllin er gjörsamlega rosaleg ... í henni eru 775 herbergi. Nítján salir, 52 herbergi fyrir hefðardúllurnar og gesti þeirra, 188 starfsmannaherbergi og 78 baðherbergi. Um þúsund starfsmenn sjá um að elda, þvo, þrífa, kemba hesta, þrífa eftir hundana, strauja rúmföt, fægja silfur, reyta arfa og allt þar á milli. Margir fara í langa og stranga þjálfun fyrir starf og allir skrifa undir þagnareið.

Það þykir fyrst og fremst fínt að vinna í Buckinghamhöll og launin eru lág eftir því hjá flestum. Ég skrifaði ábyggilega um hryllingsjólagjafir sem starfsmenn fá, en það er jólabúðingur, fullur af hnetum, döðlum, möndlum og rúsínum löðrandi í víni. Vinnudagur getur verið mjög langur, frá morgni til næstum miðnættis en aðrir rólegri á milli. Það eru skýrar reglur um hvenær dags hvert verk er unnið og hversu langan tíma það tekur. Það fór klukkustund í að strauja rúmföt drottningar og um tuttugu mínútur að búa um rúm hennar dag hvern. Það eru notaðar reglustikur til að leggja á borð.

Þriggja ára þjálfun þarf til að verða hallarþjónn. Einn slíkur lét hafa eftir sér að þjálfunin hafi verið líklega það næsta sem hann komst því að vera í herþjálfun án þess að bera byssu. Hann lærði að bursta skó, strauja einkennisbúninga og margt fleira.

 

Nú er Karl orðinn konungur og spurning hvort hann velji sér að heita t.d. Georg eða Vilhjálmur (algeng nöfn á kóngum) eða verði bara Karl áfram. Hvort hann leyfi hvítlauk í höllinni eða hann verið áfram á bannlista.

Merkileg kona Elísabet og hennar verður sárt saknað af mörgum. Ég vonaði að hún yrði alla vega jafnlanglíf og móðir hennar var, rúmlega 100 ára, en að ná 96 ára aldri er ansi vel af sér vikið.


Bloggfærslur 8. september 2022

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 297
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 1529355

Annað

  • Innlit í dag: 251
  • Innlit sl. viku: 375
  • Gestir í dag: 244
  • IP-tölur í dag: 240

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband