8.9.2022 | 18:35
Drottningin öll
Síðustu klukkutímana hefur Sky News mallað í Himnaríki, fyrst til að bíða fregna af heilsu drottningar og svo til að sjá hvernig hennar hefur verið minnst - alveg eins og ágústnótt eina árið 1997 þegar Díana prinsessa lést eftir bílslysið. Alveg sama hvað mér finnst almennt um konungdæmi hef ég alltaf borið mikla virðingu fyrir Elísabetu drottningu sem varð drottning 25 ára gömul og til dauðadags. Ég skrifaði einhvern tíma grein um hana fyrir Vikuna og gat ekki annað en fyllst aðdáun á henni þegar ég las mér til um hana á meðan greinin var í vinnslu.
Þegar ég bjó í London árið 1976 datt mér einhvern veginn aldrei í hug að fara að skoða höllina, kannski var það ekki í boði þá en ég man mest eftir fréttum af landhelgisdeilunni og kurteisi Breta við þessa íslensku au pair-stúlku þrátt fyrir vafasamt þjóðernið. Breska konungsfjölskyldan var ekki sérlega mikið í fréttum og ég fann ekki fyrir mikilli dýrkun á henni en þá var Díana prinsessa svo sem ekki komin til sögunnar - þau voru samt virt og vinsæl. Breskur kunningi tjáði mér að það þætti mjög fínt að vinna í Buckingham-höll og eldhússtúlkur þar töluðu ekki við hvern sem væri ... konungsfjölskyldan þætti þó nokkuð alþýðleg en vissulega háð ströngum reglum og aldagömlum siðum. Elísabet þótti nánast of alþýðleg að mati háaðalsins fyrir að borða morgunverð sinn upp úr Tupperware-dollum, í stað þess að nota almennileg hnífapör og gulldiska ...
Höllin er gjörsamlega rosaleg ... í henni eru 775 herbergi. Nítján salir, 52 herbergi fyrir hefðardúllurnar og gesti þeirra, 188 starfsmannaherbergi og 78 baðherbergi. Um þúsund starfsmenn sjá um að elda, þvo, þrífa, kemba hesta, þrífa eftir hundana, strauja rúmföt, fægja silfur, reyta arfa og allt þar á milli. Margir fara í langa og stranga þjálfun fyrir starf og allir skrifa undir þagnareið.
Það þykir fyrst og fremst fínt að vinna í Buckinghamhöll og launin eru lág eftir því hjá flestum. Ég skrifaði ábyggilega um hryllingsjólagjafir sem starfsmenn fá, en það er jólabúðingur, fullur af hnetum, döðlum, möndlum og rúsínum löðrandi í víni. Vinnudagur getur verið mjög langur, frá morgni til næstum miðnættis en aðrir rólegri á milli. Það eru skýrar reglur um hvenær dags hvert verk er unnið og hversu langan tíma það tekur. Það fór klukkustund í að strauja rúmföt drottningar og um tuttugu mínútur að búa um rúm hennar dag hvern. Það eru notaðar reglustikur til að leggja á borð.
Þriggja ára þjálfun þarf til að verða hallarþjónn. Einn slíkur lét hafa eftir sér að þjálfunin hafi verið líklega það næsta sem hann komst því að vera í herþjálfun án þess að bera byssu. Hann lærði að bursta skó, strauja einkennisbúninga og margt fleira.
Nú er Karl orðinn konungur og spurning hvort hann velji sér að heita t.d. Georg eða Vilhjálmur (algeng nöfn á kóngum) eða verði bara Karl áfram. Hvort hann leyfi hvítlauk í höllinni eða hann verið áfram á bannlista.
Merkileg kona Elísabet og hennar verður sárt saknað af mörgum. Ég vonaði að hún yrði alla vega jafnlanglíf og móðir hennar var, rúmlega 100 ára, en að ná 96 ára aldri er ansi vel af sér vikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 8. september 2022
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 297
- Sl. sólarhring: 309
- Sl. viku: 438
- Frá upphafi: 1529355
Annað
- Innlit í dag: 251
- Innlit sl. viku: 375
- Gestir í dag: 244
- IP-tölur í dag: 240
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni