16.10.2023 | 13:19
Samviskubit eftir símtal ...
Risaeðlusíminn minn hoppaði reiðilega á skrifborðinu í morgun sem vissi ekki á gott. Ein af systrum mínum var í símanum, átti brýnt erindi við mig og virtist örg.
Meiri apakötturinn sem þú getur verið! hreytti hún út úr sér án þess að heilsa. Ég starði á símann, jú, þetta var kurteisa systir mín, sú sem biður rykið afsökunar um leið og hún þurrkar af. Ef ég var apaköttur í hennar huga hlaut ég að hafa gert eitthvað ófyrirgefanlegt. Áður en ég gat stunið upp: Spegill, hélt hún áfram:
Þessi maður sem þú ákvaðst af heimsku þinni í gær að væri netbófi af því að hann spurði þig kurteislega hvernig þú hefðir það, ertu með öllum mjalla? Hver gerir eiginlega slíkt?
Loks komst ég að: Já, en hann var ókunnugur og ekkert endilega íslenskur þótt hann bæri íslenskt nafn, svindlarar vinna svona - ef hann er meinlaus þá er þetta ekki rétta aðfer-
Ef þú ætlar einhvern tímann að ganga út þarftu virkilega að hugsa þig um hvernig þú ferð með karlmenn, sama hvaða aðferðum þeir beita við að næla í þig, svindli eða svínaríi. Svaraðu þessum manni og segðu honum að þú hafir það fínt, spurðu hann svo hvernig hann hafi það! Svoleiðis gerir almennilegt fólk. Systir mín var farin að öskra.
Ef hann biður um símanúmerið mitt? (Þekkt svindl)
Þá gefur þú honum það, hann vill bara heyra í þér ömurleg óhljóðin, það gefur auga leið, gargaði hún.
En ef hann er bófi og svindlari?
Örstutt þögn. Þá tekur þú því bara af kvenmennsku. Þú hefur ekki marga kosti í ástamálum, komin á þennan aldur. Ég myndi segja að þú þurfir að vera ánægð með allt karlkyns úr þessu, ef hann andar er það nógu gott fyrir þig.Þú ert ekki í aðstöðu til að gera kröfur. Býrð á landsbyggðinni, átt fullt af köttum og hatar það sem allt eðlilegt fólk elskar.
Hata ... bíddu, hvað?
Gönguferðir, sundferðir og pottferðir, fara á fyllirí í sumarbústað, fara á fyllirí, horfa á sjónvarp, borða gamaldags íslenskan mat. Nefndu það! Og svo hlustar þú á SKÁLMÖLD!!! Við systur þínar sex eða sjö höfum rætt inngrip, koma og taka þig í gegn ... ef það væri ekki svona langt upp á Skaga. Við höfum allar kynnst mönnum okkar á þorrablótum, í sundi, í heitum pottum, sumarbústaðaferðum, svo fátt eitt sé nefnt. Svo kemur huggulegur maður sem hafði fyrir því að sækja um fb-vináttu við þig og spyr þig á nútímalegan máta hvernig þú hafir það og þú nánast bítur af honum hausinn, risaeðlan þín!
Þetta er skelfilegt, veinaði ég. Ég lofa að gjörbreyta mér. Hvenær verður næsta þorrablót? Halló, halló?
Símtalið varð ekki lengra því þarna vaknaði ég og var með logandi samviskubit. Þarna var undirmeðvitundin greinilega að reyna að koma fyrir mig vitinu, skynsöm að vanda. Ég er eflaust búin að missa af þessum manni en ég er byrjuð að breyta mér, bjó til hræring í hádegismat, (úr gömlum hafragraut og súru skyri, við stráksi maulum lundabagga með kaffinu og það verður þverskorin kæst ýsa með súrsaðri hamsatólg í kvöldmatinn, eftir að ég kem heim úr sundi og heitum potti. Súrtunna er komin út á svalir og til að sýna hversu tilbúin ég er til að breytast mun ég auglýsa eftir leifum af súrmat frá þarsíðasta hausti til að slafra í mig í vetur. Góðir tímar í nánd, miklar breytingar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. október 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 122
- Sl. sólarhring: 135
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 1525653
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni