3.10.2023 | 16:56
Morgungestir og misskilningur vegna myndbirtingar ...
Óvæntur morgunverður snæddur í himnaríki í morgun. Fékk veður af þessu um áttaleytið í morgun, stillti klukkuna á hálftíu og var orðin spikk og span þegar þau komu um tíuleytið. Þú hefur breyst, sagði Kamilla en hún hefur ekkert hitt mig síðan FYRIR RÚM (FR). Þú ert orðin eitthvað svo há og grönn, gaf hún greinilega í skyn og vildi meina að líkamsburður minn væri breyttur, fegurri og meira fjaðrandi, sýndist mér á augnaráði hennar. Hún er læknir og ætti að hafa vit á þessu. Gerry hennar er listamaður og virtist líka fullur aðdáunar, hefur afskaplega gott listamannsauga, ef svo er. Það munaði minnstu að þau byðu mér í gönguferð þar sem ég er farin að geta gengið meira en fimm sentimetra án þess að fá í bakið en ég var fljót að stoppa það, þótt ég geti nú gengið út í bókabúð og til baka án þess að þurfa að leggjast á hitapoka sem ég gerði iðulega FR. Mæli með að fá sér gott rúm, þetta extra stífa RB-rúm hefur bæði yngt mig og fegrað á innan við mánuði. Ýkjulaust.
Tók mynd af Gerry og setti á Snappið á meðan Kamilla skar í sundur rúnnstykkin frammi í eldhúsi, tók svo mynd af þeim saman til að setja á bloggið. Það rigndi yfir mig snappskilaboðum; Hvaða myndarmaður er þetta? Úhú, flott hjá þér ... Góð ... Bíddu, bíddu, eitthvað sem þú þarft að segja mér!
Nei, krakkar mínir, ég fer alltaf afskaplega leynt með alla mína kærasta og skyndigaura* (*föstudagar, mjólkurkælir, Einarsbúð) og birti ekki myndir af þeim á samfélagsmiðlum, í allra mesta lagi brúðkaupsmyndir og bara ef ég er enn skotin í þeim eftir athöfnina. Ég er meira að segja með leynilyftu í Himnaríki, kalla hana Amor, hún er á bak við ísskápinn (já, smávesen) en hefur aðstoðað mig við að halda orðspori mínu sem meinlaus kattakerling.
Þessi viðbrögð segja mér samt að aðdáendur mínir (u.þ.b.30) á snappinu vilji mögulega eitthvað ögn meira æsandi en myndir af flottum köttum, æðislegum Eldum rétt-mat og mögnuðum öldum við Langasand en á Langasandi sjást reyndar oft karlkynsskokkarar, berir að ofan, sem er það næsta sem margar konur komast kynlífi eftir fimmtugt. Að sjálfsögðu tala ég ekki af reynslu. Auðvitað hef ég tekið myndir uppi í rúmi en þar sjást bara fjörugir en oftast sofandi ofsasætir kettir og bækur, reyndar nokkuð oft SPENNUbækur ... alveg spurning um að ég færi mig á næsta stig og fjölgi þannig snappvinum upp í 40. Þarf bara að hugsa hvað ég geri, ekki óttast, það verður ekkert of djarft. Ég er dama.
Fyrir tíu í morgun kláraði ég ansi hreint fína bók sem ég byrjaði á í gær, hún heitir Grátvíðir og er eftir Fífu Larsen. Bókin er vel skrifuð og líka það spennandi að ég vakti allt of lengi yfir henni, eða fram á nótt. Annars hefði ég sennilega sagt morgunverðargestunum að koma fyrr ... Bókin gerist á Ítalíu og segir frá íslenskri konu, ekkju sem býr með ungum syni sínum og ítölskum tengdaföður. Lögreglan hefur samband við hana eftir að lík af konu finnst og með miða þar sem símanúmer þeirrar íslensku var skrifað. Segi ekki meira - mæli hástöfum með. Og konan sem les (Sigrún Hermannsdóttir) er virkilega góð.
Vinkona mín vinnur á frekar stórum vinnustað en um 50 samstarfsmenn hennar sitja nú heima með covid-19. Það er ýmislegt gert til að halda mér í landi og koma í veg fyrir Glasgow-ferðina. Vonandi verður covid ekki eitt af því. Daginn sem ég flýg út verður nefnilega KVENNAFRÍDAGUR! Ætli verði þá bara karlkynskrúttmolar í öllum störfum á Leifsstöð? Vonandi eru til nógu margir flugmenn (kk) og flugliðar (kk) svo allar konurnar geti tekið sér frí.
Stráksi er alla vega búinn að fá frí í skólanum og mér var fyrirgefið þótt ég hefði óvart valið ranga viku (haustfrí vikunni á undan), ég lofaði að vera dugleg að kenna honum sitt af hverju nytsamlegt í ferðinni. Hann kemur alltaf miklu lífsreyndari og klárari úr hverri ferð og með enn betri enskukunnáttu. Nú þarf ég meðal annars að kenna honum að nota skoskan framburð til dæmis við buxnakaup. Maður segir víst ekki tráses, heldur trúsars ... sönn saga.
Ég heyrði undarlegt hljóð áðan. Hvað ertu að gera? spurði ég stráksa sem var víst að sveifla hurðinni að herbergi sínu til að búa til vind (lofta út). Leysa vind með hugarorkunni, svaraði hann. Hér eru prumpbrandarar fullkomnnaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. október 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 122
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 1525653
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni