Algjör umbreyting ... og mál málanna

HlustaSkjótt skipast veður í lofti - nú er ég að tala um fremur langdregna ástarsögu (vægast sagt) sem ég var við það að gefast upp á eftir 11 klukkutíma hlustun. Fyrsti kossinn kom klukkustund síðar (sbr. blogg gærdagsins) og upp úr því fór að hitna í kolunum. Ég hélt að ímyndunarafl lesandans fengi að ráða restinni þegar kom: Og þá leystist veröld hennar upp - eins og það væri ekki nóg. Nei, aldeilis ekki, þetta var rétt að byrja. Bókin breyttist mjög skyndilega í harðkjarna erótík, sem er mjög vægt orðalag. Þau hvíldu sig varla, borðuðu ekki, fóru varla í sturtu, gáfu sér rétt tíma til að fara í flugvél og fljúga heim og héldu þá áfram ... Eiginlega frekar lærdómsríkt samt en aðallega vandræðalegt þar sem ég var ekki ein heima. Ég lá um hríð náföl undir sæng með símann og hlustaði. Var ég þá svona spennt? Nei, auðvitað ekki, vildi bara heyra hvernig færi.

 

Myndin lýsir ástandi gærdagsins alls ekki. Ég er bara ekki sérlega góð í að gúgla myndir sem eiga við.

 

Tortilla-turnÞegar klukkan var langt gengin í sjö í gær og garnirnar farnar að gaula í steríó í Himnaríki, neyddi ég mig til að slökkva á Storytel og staulaðist svo fram í eldhús, heit og rjóð eftir sængina yfir mér um hábjartan dag. Ég stakk upp á því við stráksa að hann færi í langa gönguferð fyrir matinn, það væri svo gott veður, og svo gaman og hollt ... Hann var meira en til í það og þegar ég sá út um baðgluggann að hann var kominn út á Höfðabraut hélt ég áfram að hlusta. Það reyndist mjög flókið að elda. Halda einbeitingu við Eldum rétt-uppskriftina, hlusta á verulega djarfar lýsingar og fylgjast með því hvort stráksi væri að koma heim. Ekki auðveldaði að ég var að elda turn, tortilla-turn, ekki gott fyrir hugrenningatengslin. Eftir að stráksi kom heim og við borðuðum ansi hreint ljúffengan tortilla-turninn hef ég ekki getað hlustað á bókina. Mér finnst hann sitja um mig og birtast óvænt á fimm mínútna fresti, og alltaf þegar ég er við það að ýta á play. 

Tryggði þetta ástarsögurugl rómantíska drauma síðastliðna nótt? Nei, aldeilis ekki. Mig dreymdi bara hesta, heilu stóðin.

 

Kisuguð rostykVið stráksi ætlum í bæinn á eftir og kettirnir undirbúa sig undir ástarorð á úkraínsku. Þeir dá og dýrka Svitlönu og Rostyk sem eru óspör á klapp, knús, leik og nammi. Eins og allir vita er ég mikið fyrir að hafa plan B í öllu.

Allir dallar fullir af kattamat, dugir eflaust í nokkra daga, þeir búnir að fá blautmat í dag, Keli lyfin sín.

Vatnsbrunnurinn ekki bara fullur af hreinu vatni, heldur eru líka tvær fullar skálar í vaskinum í eldhúsinu, svona ef rafmagnið færi af og brunnurinn stoppaði. Og allt þrátt fyrir svona góða og mikla pössun.

 

Nú, ef eitthvað ... þá gætu þeir bjargað sér í nokkra daga. Þá er ég að tala um ef ég þyrfti til dæmis að komast gangandi upp á Akranes, það þarf að gera ráð fyrir öllu! Lífstíðarbann í strætó er ólíklegt en hvað veit ég ...

 

AÐ MÁLI MÁLANNA:

 

Vitið þið hvern er best að tala við til að skipuleggja tónleika með Skálmöld hér á Akranesi? Miðað við fyrirspurn mína á feisbúkk eru þeir til í að koma, elsku yndin. Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum væri tilvalið (fyrir bíllausa kerlu). Orðið frekar langt síðan ég sá Jethro Tull hér og löngu seinna Dúndurfréttir, eða skömmu fyrir covid.

 


Bloggfærslur 7. október 2023

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 122
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 1525653

Annað

  • Innlit í dag: 111
  • Innlit sl. viku: 680
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 103

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Ásgeir Sigurvinsson
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka
  • Gleðilegt sumar ... bless, hálka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband