10.11.2023 | 21:06
Skafandi og skutlandi nágrannar frá Himnaríki ...
Frá jarðsögu-, eldgosa- og hamfaralegu tilliti er mjög gott að búa á Akranesi, skilst mér, þekki eina sem á eintóma ættingja í jarð-, veðurfræðinga- og eldgosakreðsunni, möguleg flóð kannski hér en sérlega litlar líkur á eldgosi við bæjarfótinn. En við finnum vel fyrir stærri skjálftunum á Reykjanesskaga. Ég vorkenni mér nú samt ekkert mikið, hugsa bara til elsku Grindvíkinga, þetta hlýtur að vera ansi óþægilegt, svo vægt sé til orða tekið. Svefnlaus fyrrinótt hjá þeim eins og mér, mér tókst þó að halda mér vakandi við íslenskuítroðið í gær. Þvílíkur munur var svo að vakna í morgun eftir nægan svefn sl. nótt. Svo hófust lætin. Nú hef ég ekki tölu á jarðskjálftum sem hafa tröllriðið öllu hér í Himnaríki og hrætt kettina mína, brotið glerið á innrammaðri mynd af Kór Langholtskirkju og fylgifiskum þar sem við vorum stödd í Flórens í júní 1985, ef ég man rétt. Myndinni hafði ég tyllt upp á hillu í stofu og hún hrundi niður við einn stóran. Í einhverjum af þeim fyrri datt pakki með tepokum á gólfið í eldhúsinu. Óþægilegt en ekkert miðað við það sem er í gangi hinum megin við hafið, í 56 kílómetra fjarlægð í beinni línu. Elsku Grindvíkingar, ég væri orðin ansi strekkt á taugum í þeirra sporum (varlega orðað). "Kristallarnir" á lampanum mínum úti í glugga hafa dinglað nánast látlaust í dag og kvöld, eins og ljósakrónurnar þarna hinum megin. Áður en stráksi fór í helgargistingu spurði hann mig til öryggis hvort við myndum deyja, hann náði nokkrum stórum hér heima, en var samt ekki sérlega áhyggjufullur. Hann er í sundi í þessum skrifuðum orðum, og nýtur lífsins. Ég er komin með jarðskjálftariðu, kíki reglulega á lampann þegar ég hristist, hann er ekki alltaf á sama máli.
Nágrannakona mín frá Úkraínu, kattahvíslari með meiru, vinnur ekki langt frá mínum vinnustað og hefur skutlað mér undanfarna morgna í vinnuna. Í morgun biðum við í frosnum bílnum eftir því að miðstöðin hitaði rúðurnar svo sæist út, en allt í einu birtist sjálfur Valur nágranni sem skóf rúðurnar með ljóshraða, eða á innan við hálfri mínútu.
Ef ég flyt í bæinn, sem gæti alveg orðið, svona ef ég tími ... þá ætla ég að taka hvern einasta nágranna hússins með mér (og Hekls Angels og Ingu og fleiri). Þeir vita ekki af því en mér tekst einhvern veginn að sannfæra þá um nauðsyn þess að við höldum áfram að búa öll saman. Það hlýtur að hækka fasteignaverð til muna að geta auglýst svona góða nágranna.
Myndin (þessi gula) sýnir hinn frábæra Val (að skafa) sem flýtti för okkar til muna í morgunsárið.
Það var hroðalega hált í morgun og ekki hafði það skánað í hádeginu. Ég hét því eiginlega að ef ég slyppi óbrotin heim myndi ég halda mig inni þar til í vor. Svo sá ég að spáð er hlýrra veðri næstu daga svo ég endurskoða það. Strætó ók ofboðslega hægt (næstum 10 mínútum á eftir áætlun) sem er hið eina rétta í svona ástandi, það var eins og ísfilma yfir öllum götum og gangstéttum. Sem betur fer er nokkuð um gras hérna sem óhætt er að ganga á, en ég kveið bara fyrir því að ganga yfir hlaðið, bílaplanið fyrir utan himnaríki. En ... sennilega var Valur búinn að salta því þar var nákvæmlega engin hálka! Eða kraftaverk, auðvitað.
Facebook-fréttir:
Ansi hreint margir hafa deilt tíu ára gömlum flökkustatus á íslensku í dag um að þeir gefi Facebook alls ekki leyfi til að nota myndir þeirra ... o.s.frv. Færri brandarar fyrir vikið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. nóvember 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 28
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 1525559
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni