3.11.2023 | 22:33
Bækur, ótalin skref og árgangsmót
Bókabúðin allra besta hér á Akranesi var með skemmtilegan viðburð í dag, þá kom sjálfur Gunnar Helgason og kynnti bókina sína, Bannað að drepa. Stráksi var mjög spenntur svo ég keypti áritað eintak ... sem hann vonandi gleymir hratt því hann fær hana í jólagjöf. Keypti tvennt sniðugt handa honum úti í Glasgow og þarf að finna svona fimm hluti í viðbót, minna má það ekki vera. Hann er svo brjálæðislega mikið jólabarn og á innilega skilið að fá margar, margar jólagjafir.
Bækurnar hans Gunnars eru hver annarri betri. Mamma klikk og hinar, líka fótboltabækurnar og svo þessar, um það sem er bannað, þær eru víst alveg frábærar. Stráksa fannst skrítið að sjá Gunnar þar sem við þekkjum tvíburabróður hans, hann Ása ... og þeir eru alveg eins! sagði hann hlessa. Nei, leiðrétti ég hann. Ási er nú ólíkt huggulegri. Stráksi flissaði, þeir eru eiginlega alveg ofboðslega líkir. Báðir sætir og fyndnir, við sættumst á það. Ég ætla að laumast til að lesa Bannað að drepa, fyrir jólin. Svo held ég að hinar tvær Bannað að ... séu á Storytel, þá er nú aldeilis hægt að byrja á þeim.
Ég keypti til viðbótar þrjár bækur á lækkuðu verði, jólagjafir sem ég þarf helst að pakka inn núna svo ég stelist ekki í þær. Þetta eru svakalega góð bókajól, mig langar í alla vega 25 bækur. Svo á ég eftir að kaupa ljóðabækur og prósa fyrir suma.
Annars hef ég verið hálflasin frá Glasgow-heimkomu. Kvef að reyna að herja á en ég berst hatrammlega gegn því - með C-vítamíni og amerískum flensupillum sem eru víst stranglega bannaðar Íslendingum. Hef getað stundað kennsluna en naumlega samt. Það var sérlega gott að enginn skóli var í dag, föstudag. Ég hafði mjög gott af því að dorma til hádegis. Tók grænar flensupillur (næturpillur) og rumskaði ekki við stóra jarðskjálftann í nótt en stráksi vaknaði og fannst þetta mjög spennandi. Ég veit ekki hvort ég eigi að vera fegin eða spæld.
Í næstu viku þarf ég að koma mér upp einhverju sem hjálpar mér að láta símann elta mig hvert spor því það er lúmskt mikil hreyfing í því að þjóta um alla skólastofu og hlýða fólki af níu þjóðernum yfir. Í þrjá tíma ... og fá svo bara 1.200 skref yfir daginn, í gemsann sem liggur vissulega grafkyrr í töskunni eða á skrifborðinu, eins þegar ég hamast við að elda kvöldmatinn og stilli símanum upp á hillu, hlusta á sögu eða fréttir á meðan ég tek ábyggilega 100 skref. Hef nokkurn metnað fyrir skrefum eftir útlandaferðina, metnað sem ég hafði alls ekki áður, en það hefur verið of hált og kalt til að ganga í vinnuna og safna. Í gær fékk ég óvænt far báðar leiðir. Úkraínski kattahvíslarinn minn (ok, móðir hans) greip mig á stoppistöðinni þar sem ég beið eftir leið 2, skutlaði syninum í skólann, síðan mér í minn skóla og fór þá í vinnuna.
Svo eftir kennslu, þegar ég beið eftir leið 1 við Bónushúsið, (hann á að vera þar kl. 11.58 en kemur iðulega of snemma, eða 11.54, sem er sérlega stressandi því ég er búin að vinna kl. 11.50, get varla hlaupið, er enn að drepast í hásininni eftir að hafa tekið á sprett að óþörfu að næstu stoppistöð vegna misskilnings), kom gömul bekkjarsystir á hlýjum og fínum bíl og bauð mér far heim. Elsku Sigga.
Við hlökkum mikið til að hitta árganginn okkar ögn seinna í þessum mánuði. Byrjum gleðskapinn klukkan 18 og endum fyrir miðnætti (ekki ótti við að breytast í grasker, heldur fáum við salinn ekki lengur). Þetta er einstakur hópur, við höfum ekkert breyst, ekki einu sinni karlarnir, eins og við höfum verið geymd í formalíni eða eigum málverk uppi á háalofti af okkur, sem eldist en við ekki. Við erum líka hrikalega skemmtileg og fjölhæf og lýsum upp hvert herbergi sem við göngum inn í. Fólk hér á Skaganum talar um þetta. Þau okkar sem búa annars staðar, eins og í Noregi, Grænlandi eða Reykjavík, hefur sömu sögu að segja. Við vinnum meira að segja búningaverðlaunin alla öskudaga þótt við höfum ekki einu sinni farið í búning. Alla vega ég sem vinn heima en geri ráð fyrir að það eigi við um allan okkar árgang.
Madonna, jafnaldra okkar, er á tónleikaferðalagi núna en ætlaði að reyna að koma til Akraness, skjótast, af því að það er þyrlupallur hér á hlaðinu. Vonum að það takist. Annar jafnaldri okkar, Michael Jackson, hefði ella komið ef hann væri enn á lífi. Held að enn einn jafnaldrinn, Helgi fokkings Björns, eigi heldur ekki heimangegnt. Mig grunar samt að hann sé brjálaður yfir þokunni sem skall á hérna á Írsku dögunum í fyrra eða hitteðfyrra svo enginn sá hann og varla heyrði því þokan var svo þykk. Það er svo sem til sæmilegt tónlistarfólk af öðrum árgangi en vissulega vandfundið. Sjáum til hvað nefndin getur. Er alveg til í diskótek ef sæmilegt rokk fær að heyrast.
Mynd 2 var tekin snemma í kvöld, af gömlum og gigtveikum Kela sem þaut ofsaglaður um allt Himnaríki og endaði uppi á skáp, hann getur sko ekki hoppað, heldur klifrar upp á sófa eða rúm. Dýralæknirinn í Hamraborg í Kópavogi er alveg frábær, Keli var nánast við dauðans dyr fyrir nokkrum vikum, hættur að vilja borða, orðinn horaður og svaf nánast út í eitt. Sennilega gigt, sagði dýri, prófaðu þetta lyf, settu dropa út í blautmat, sumir kettir hætta að borða ef þeir finna til! Og Keli fór að fljúga, sjá mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. nóvember 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 28
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 1525559
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 593
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni