Besta og huggulegasta fólkið

401431424_10230757494070931_3207022623968770405_nÁrgangurinn okkar, sá besti, hittist um síðustu helgi í stúkuhúsinu sem er svo gamalt að það er komið á byggðasafnið. Þetta var vitanlega ansi hreint góð skemmtun, fólkið hafði ekkert breyst, konurnar stórhuggulegar og karlarnir glæsilegir. Ég upplýsti í stuttri ræðu hver ástæðan fyrir því er. Og af hverju þau okkar sem eru sléttust í framan sofa á grófum múrsteini til að reyna að búa til á sig hrukkur til að einhver trúi því að þau séu komin yfir fimmtugt. Það virkaði ekki en fjölgaði sjúkraþjálfurum umtalsvert á Akranesi. Við endurtókum leikinn, við Guðbjörn, og létum taka mynd af okkur saman. Sjá mynd. Myndin í skólaferðalaginu þegar við vorum 12 ára, sýndi gífurlega yfirburði mína þegar kom að sentímetrum. Ekki grunaði mig þá að ég væri hætt að stækka og yrði ekki höfðinu hærri en hann svo miklu lengur. Sjá mynd. Við spjölluðum saman um hríð og í spjallinu kom í ljós að hann afði verið fótboltamaður, um tíma atvinnumaður. Og ég vissi það ekki. Hafði horft á Liverpool gegn Manchester City fyrr um daginn ... en við vorum ósammála um tvennt - að Evrópukeppnin í fótbolta hefði verið 2016 (ég sagði það) og að við hefðum sigrað England í þeirri keppni sem G sagði að hefði verið 2018, HM (sem var rétt). Svona er nú hægt að tala um skemmtilega hluti á árgangsmótum. Enginn var drukkinn, þeir sem drukku voru mjög penir og Carlsberg-jólabjórinn sem Kamilla gaf mér í kveðjugjöf kom með mér heim aftur því einn bekkjarbróðirinn splæsti í rauðvín og hvítvín á liðið. Ég fór snemma heim því ég átti far í bæinn strax um kvöldið og síðan daginn eftir var það upplestur í Hörpu ... upp úr bestu bók jólabókaflóðsins ... Þá breyttist allt

Nú er það partí í kvöld, gamall vinnustaður heldur upp á stórafmæli og það verður svo gaman að hitta fólkið. Strætó fer eftir hálftíma eða svo, svo best að drífa sig. Kjaftasögublogg á morgun ef gerist eitthvað stórfenglega hneykslanlegt. 


Bloggfærslur 1. desember 2023

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 645
  • Frá upphafi: 1525538

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 574
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Eldum rétt
  • Gamla bakaríið
  • Mosakrútt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband