13.12.2023 | 00:00
Sparifoldin og fleira jóló
Þegar maður man allt í einu eftir fundi sem verður um hádegisbil á morgun, þá nýkomin úr kvöldbaði og stefnan tekin á ból og bók næstu korterin, og uppáhaldsbuxurnar í óhreina tauinu, setur maður í vél og sest við blogg til að geta nú örugglega sett í þurrkarann og svooo farið í ból. Annars gætu syfja og leti spillt fyrir fagurlegri framsetningu minni á sjálfri mér.
Eftirmiðdagurinn sem átti að fara í eintóm leiðindi (tiltekt) fór í óvæntan, ögrandi prófarkalestur. Þetta er voða lítill texti, því miður á pdf-i, sagði vinur minn. Eftir gríðarlega einbeitingu í fjóra tíma, hugsaði ég: Jæja, lítill texti, er það virkilega? þá búin á sál og líkama, enda ekki um að ræða spennandi glæpasögu, eins og stundum, heldur nokkuð sem tengist efnum og þrifum á vissum hlut sem ég hef aldrei eignast og langar ekkert í en samt er þetta mjög vinsælt dæmi. (Ath. Ekki getraun) Samt tel ég mig hafa sloppið vel frá deginum, Himnaríki er á hvolfi. Ég eldaði suddalega góðan mat ofan í okkur stráksa. Þorsk, hrísgrjón og salat. Frá Eldum rétt, auðvitað.
Facebook rifjar annað slagið upp skemmtilegar minningar og sumar eru hreinlega sjokkerandi og með spádómsívafi. Hvern hefði grunað að fyrir tíu árum hefði ég sett orðið gamlárskvöld í stafavíxlvélina (sem er óvirk, snökt) og fékk orðin lágmarksdvöl, vargöld kláms OG ... varg-skálmöld!!! Að ég skyldi svo, tæpum tíu árum seinna, hlusta á sniðugt vídjó á YouTube í gegnum einhvern á Facebook, og fengi svo í framhaldinu nokkur lög með Skálmöld sem nánast samstundis varð uppáhaldshljómsveitin mín (fyrirgefðu, Radiohead, fyrirgefðu, Pink Floyd, fyrirgefðu, Wu Tang Clan og miklu fleiri).
Fyrir þrettán árum skemmti ég mér vel yfir bókinni Biðukollur út um allt (eftir Kleópötru ...?). Efni hennar: Dauðvona, hjartahrein aðalsöguhetja sækir mikla visku til sorphreinsunarmanns (í fimm mínútur alla miðvikudaga) sem kennir henni að berja fólk (með orðum). Hann er eini karlmaðurinn í bókinni sem ekki er þroskaheftur. Þetta skrifaði ég næstum orðrétt á fb-síðu mína þá.
MYND: Facebook bauð upp á leik í dag, finndu jólasveinanafnið þitt ... ég er Gluggastaur, stráksi er Yngisgámur, Hilda er með fyndnasta nafnið, Skyrskræfa. Ykkur er velkomið að leika ykkur. Ekkert að þakka.
Annars í dag, 12. des. má geta þess að þetta er u.þ.b. 33. tólftidesemberinn í röð sem ég fæ ekki í skóinn. Það er alltaf jafnerfitt en ... ég fæ þó iðulega pakka frá jólasveininum á aðfangadagskvöld (grunar vissa ættingja sem vilja halda mér í góðu skapi en er samt ekki viss). Stráksi er sérfræðingur í jólasveinum (og álfum) og eftir að ég sagði honum frá heilögum Nikulási sem bjó í Mýru (nú Tyrklandi) og dó 6. des., gerði ýmis kraftaverk, bjargaði meira að segja lífi ungra drengja sem búið var að skera í bita og salta í tunnu (ekki lesa um dýrlinga ef þið eruð viðkvæm), hann fleygði gullpeningum inn um glugga (þarna byrjaði það) hjá þremur fátækum systrum en þeirra beið ekkert nema gatan og þaðan af verra sem ég útskýrði þó ekkert nánar. Löngu, löngu seinna kom stráksi með spjaldtölvuna til mín og benti á frétt sem hann hafði gúglað: Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið hina fornu Mýru. Þetta var frétt á ensku og ég hafði ekki hugmynd um að hann kynni orð í ensku. Ég er gríðarlega montin af þessu og hef mögulega bloggað um þetta áður. En miðað við allt og allt ætti hann ekki að hafa getað þetta. Litli snillingurinn!
Fyrir ári sagði ein af fjölmörgum systrum mínum frá jólatónleikum sem hún hafði farið á og valdið henni miklum vonbrigðum. Frekar litlir og hógværir tónleikar en það kostaði nú samt helling inn á þá. Hún hafði góða reynslu af þessu tónlistarfólki en þarna í fyrra var hún ósátt við algjört skipulagsleysi, langar þagnir á meðan var verið að ákveða hvaða lag yrði næst, allt í þessum dúr sem hafði slæm áhrif á upplifun gestanna. Ég mundi eftir þessu þegar ein vinkona mín af Skaganum fór að tala um frábæra tónleika sem hún hefði farið á fyrir mörgum árum, og væru eiginlega bestir allra í minningunni, og það með sömu flytjendum og systir mín var svo svekkt út í. Ég hef látið mér nægja minninguna um Jólasöngva Kórs Langholtskirkju sem ég tók sjálf þátt í um hríð og fór svo nokkrum sinnum á eftir að ég hætti í kórnum. Sat eitt skiptið uppi, beint fyrir aftan þáverandi prestinn þar og sá að hann stóð upp, mjög pirraður, þegar gestir tónleikanna dirfðust að klappa í kirkjunni hans. Uss, við vorum allt of frjálslynd í þá daga ...
Uppáhalds-alltaf var og er Fögur er foldin, í sænskri útgáfu, við kölluðum það spari-foldina og það var gaman að syngja hana. Það var svo tengt jólunum í mínum huga en ég spurði samt fyrir útför sonar míns hvort það væri viðeigandi. Ójá, heldur betur. Og kórinn flotti, kammerkór Kórs Akraneskirkju (m.a. Steini í Dúmbó) tók spari-foldina. Rosalega góður átta manna kór. Þau tóku líka Ave Maria eftir Eyþór Stefánsson, reyndar bara konurnar, en ég heyrði það fyrst í flutningi Karmelsystra í Hafnarfirði. Eitthvað sem mætti svo innilega koma inn á YouTube.
En fyrst ég fann spari-foldina á YouTube gat ég ekki stillt mig um að leyfa ykkur að njóta:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. desember 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 7
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 645
- Frá upphafi: 1525538
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 574
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni