17.12.2023 | 13:35
Völvur, mistök og móðgandi stjörnuspá
Árum saman kvartaði ég yfir því að mamma hafi sagt öllum sem það vildu heyra að ég væri völva Vikunnar, kannski hélt hún það því ég prýddi forsíðu eins völvublaðsins, vandlega dulbúin samt, en ég var hrukkóttust starfskvenna og þótt því hæfust í þetta. Ég tók aftur á móti nokkur viðtöl við völvuna og það var ég sem klúðraði algjörlega einu stóru atriði, mögulega hef ég viðurkennt þetta áður, finnst það eiginlega líklegt. Hérna kemur það samt:
Gurrí: Hvað geturðu sagt um Saddam Hussein?
Völvan: Ég finn voða lítið fyrir honum á nýju ári.
Gurrí: Réttarhöldin halda sem sagt áfram og hann í fangelsi?
Völvan: Gæti verið.
Gurrí skrifaði: Réttarhöldin yfir Saddam Hussein halda áfram á nýju ári.
Það sem gerðist: Hann var tekinn af lífi um áramótin.
Ég viðurkenni fúslega að það kemur stundum fyrir að ég leiti til véfréttarinnar minnar og gerði það um daginn. Sjaldan eða aldrei hef ég fengið betri spá í lífinu og hlakka því mikið til nýs árs. Eina sem ruglaði mig var new car-dæmið, gleði mín var hamslaus þegar ég las það sem new cat ... en svo ég sá ég það. Nýir bílar eru svo sem ágætir ef ég hef einhvern til að aka honum. Spáin hljóðaði upp á bæði kærasta og eiginmann (trúlofun, gifting) svo annar þeirra gæti þá orðið bílstjórinn ... Krúttlegt barn líka svo kraftaverkin gerast.
Stjörnuspekin er líka alltaf voða skemmtileg þótt ég sé ósammála því að ljónið sé athyglissjúkt en ég viðurkenni glysgirni mína, allt (flest) sem glitrar höfðar mikið til mín. Ég á orðið það mikið af glitrandi hálsfestum og armböndum að ég verð að vera með búningadaga hér heima í himnaríki eftir að fólkið í Einarsbúð sagði trekk í trekk: Mikið ertu fín, ertu að fara í veislu? Og ég laug og sagðist einmitt vera að fara í afmæli, brúðkaup eða eitthvað, en spurnarsvipurinn á fólkinu þegar það fór að hugsa um af hverju ég færi fyrst í búðina ...
Ég vildi ekki vera í sporum fólks tvíburamerkinu. Í gær birti beiskur Tvíburi spána sína og þar sagði orðrétt: Þér hættir stundum til að vera of ljótur ... Sjá mynd.
Ég þekki reyndar eintóma fallega Tvíbura sem aldrei eru ljótir, svo þarna brást stjörnuspánni bogalistin: Önnu vinkonu, Þorgeir Ástvaldsson, Angelinu Jolie, Boggu vinkonu, Kristján Jóhannsson, Johnny Depp, Bubba Morthens og Marilyn Monroe (í gegnum miðilsfundi).
Gurrí þó! æpti stráksi upp yfir sig þar sem ég stóð við gluggann og var að bíða eftir að ketti (Krumma) þóknaðist að færa sig svo ég gæti skipt á rúminu. Ég vissi alveg um hvað stráksi var að tala svo ég horfði staðföst á hann og sagði: ALDREI, ALDREI GEFA MÉR NÓAKROPP ÞEGAR ÉG LIGG UPPI Í RÚMI Á HITAPOKA! (Bakið e-ð að angra mig) Honum fannst þetta svooo fyndið en ég vissi ekki að Nóakropp gæti skriðið og fært sig til í rúmi svo nokkrir ljósbrúnir blettir kæmu á ansi hreint vandræðalega staði í lakinu ... mest þó undir bakinu á mér, frekar neðarlega samt! Bara HVERNIG? Ég er mjög óvön því að snæða mat eða sælgæti eða bara nokkuð þegar ég er útafliggjandi svo að klaufaskapurinn í mér við að borða lúku af Nóakroppi olli þessari mikilli skemmtun hjá stráksa. Hér á þessu heimili vöxum við seint upp úr prumpbröndurum. Þetta verð ég að segja Hildu, sagði stráksi. Ég skal gefa þér þúsundkall ef þú gerir það ekki! Hann lætur ekki múta sér, eins og ég vissi svo sem, svo ég játa þetta hér með fyrir alþjóð svo hann geti aldrei notað þetta gegn mér.
Svona æsispennandi getur lífið verið hér í Himnaríki. Gleði mín er líka mikil því þetta er síðasti dagurinn í bili sem Hilda getur beitt mig aldursofbeldi, því tölulega séð verður hún, á morgun sem sagt, aðeins einu ári yngri en ég. Alveg fram í ágúst þegar það verða tvö ár. Hún heldur svaðalegt partí á morgun, eins og alltaf, jólasveinn og allt, og ég fer með allar gjafirnar frá mér til minna þangað og með því er ég nánast laus við að keyra út yfir 20 gjafir með strætó. Bílstjórarnir eru aldrei til í að bíða bara í þrjár mínútur á meðan ég hleyp ... ekki einu sinni þótt ég bjóðist til að lauma að þeim eins og fimmtíu krónum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. desember 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 7
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 645
- Frá upphafi: 1525538
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 574
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni