5.12.2023 | 18:04
Leyniferðir, nýtt jólatré og ... mörkin
Æsispennandi ástand ríkir núna, alls konar leyniferðir farnar til að plata suma stráka því þetta er uppáhaldsárstíminn hans stráksa. Hér trúum við að sjálfsögðu á heilagan Nikulás og vonum að hann kíki við í nótt ... en ef ekki, þá allt í lagi. Sennilega er ég orðin of rígfullorðinn til að fá eitthvað en mögulega sleppa sumir við aldurstakmörkin.
Í hádeginu var farin sérstök leyniferð tengd nákvæmlega þessu en Inga bjargaði öllu með skutli þangað, því síestan sem innanbæjarstrætó tekur setti heilmikið strik í reikninginn varðandi leynd, ekki gaman að hitta á stráksa í strætó á leið hans heim úr skóla, sem hefði getað gerst, þá hyrfi nú leyndin. Svo þegar stráksi kom heim klukkan eitt, var Inga í kaffi hjá okkur, "nýkomin" og nú lá leiðin í Húsasmiðjuna til að kaupa jólatré. Ég fann eitt hátt (1,80 m) og grannt og keypti það, svo nú má aldeilis fara að jólast. Er ekki sagt að maður kaupi alltaf jólatré sem líkjast manni sjálfum? Ja, mér datt alla vega ekki í hug að kaupa lágt og breitt tré ... sem var líka til sölu þarna. Ég er 1,70 m að hæð sem slagar hátt upp í 1,80 og er talsvert fyrirferðarminni en tréð sem verður sýnt hér fullskreytt einhvern daginn. Vona að allir bíði spenntir ...
Nágrannastrákarnir mínir, sætu og góðu, fá gjafir sem við stráksi fundum í bæði bókabúðinni og Lindex ... og svo hittum við foreldra þeirra óvænt á bílaplaninu fyrir utan. Ég flissaði að sjálfsögðu innra með mér ... ef þau bara vissu, múahahaha. Flott föt á góðu verði og spennandi dót úr bókabúðinni. Þær hafa safnast upp gjafirnar og nú bara verð ég að fylla út listann, sjá hvað vantar og drífa í að pakka inn því sem komið er. Svo verða skiptin góðu í afmælinu hennar Hildu sem er ansi þægilegt fyrir bíllausa kerlu.
Ég hoppaði inn í Krónuna og ætlaði enn einu sinni að leita að Önnu Mörtu-pestóinu sjúklega góða en greip í tómt. Var svo heppin að finna afar liðlega starfskonu sem tjáði mér að pestóið hefði verið til en lítið selst, sem ég skil betur nú því ég leitaði alltaf á röngum stöðum, eða í kæli, eins og Hagkaup geymir það, eða geymdi, fann það ekki þar síðast, svo hún ætlar að reyna að panta það fyrir mig. Það skiptir greinilega ansi miklu máli hvar hlutir eru staðsettir, ekki hefði mér dottið í hug að leita í ítölsku vörunum hjá Jamie Oliver-pestóinu ... ég grannskoðaði allar kælihillur alls staðar oft og mörgum sinnum án árangurs. Ég er ekkert fyrir pestó - en þetta frá Önnu Mörtu (og Lovísu) er bara eitthvað annað og sletta af því yfir salat, á pítsu eða nánast hvað sem er gerir einhvern galdur. Þær systur (eineggja tvíburar) gera líka súkkulaði-Hringina sem eru til fjórar gerðir af, allar með hnetum, möndlum, döðlum eða rúsínum ... því miður svo ég kem ekki nálægt þeim, en gaf Ingu einu sinni og þetta var besta súkkulaði sem sú smekklausa (djók) vinkona hefur smakkað. Kannski ekki rúsínur, en hitt er allt þarna. Dæs.
Fólk er orðið ansi reitt og kannski styttist í búsáhaldabyltingu, miðað við það sem maður sér á samfélagsmiðlum, ósanngjörn meðferð á fötluðum og börnum af "röngum" lit er farin að valda fleirum en mér vanlíðan og reiði. Hvenær er mæting á Austurvöll? Ég kem, öskureið. Ég get bara ekki trúað því að landið mitt viðhafi svona stefnu í útlendingamálum ... og þegar valdafólk segir að það sé verið að fara eftir lögum, þá eru það nú bara nýleg lög sem Jón Gunnarsson setti, eftir að hafa verið látinn í skítverkin, nákvæmlega til að gera þetta. Ég er verulega reið út í ríkisstjórnina núna, eins og ég kann þó vel við sumt fólkið sem þar situr. Reiðin er sannarlega ekki bundin við kjósendur stjórnarandstöðunnar ... einhvers staðar eru mörk og það er verið að fara yfir þau núna, nefnilega. Við höfum auðvitað ekki getu til að hjálpa öllum en það er heldur ekki verið að biðja um það.
Svo sem ekki margt í gangi akkúrat núna, ótrúlega margir að deila undirskriftalista vegna Palestínudrengjanna sem á að senda til Grikklands - og svo eru fréttir af heppni starfsmanna Landsbankans sem fá 200 þúsund í jólagjöf frá L.Í., ef ég skil það rétt. Fínt ef hinn almenni starfsmaður fær eitthvað, ekki bara þau sem stjórna og eru hvort eð er á himinháum launum.
Á náttborðinu:
Var að enda við (að hlusta á) Meinsemd eftir hjónin Kim Faber og Janni Pedersen, bók nr. 2 sem hefur verið þýdd á íslensku. Var búin með Kaldaslóð sem er sú fyrsta. Ferlega fínar bækur, þykkar og safaríkar löggusögur. Sú þriðja heitir Kyrkjari og ég bíð spennt eftir henni á Storytel. Þarf að kíkja til augnlæknis því ég stend mig að því að hlusta frekar en að lesa (ég á þessar bækur allar þrjár nefnilega) því augun þreytast fljótt, hef sennilega lesið yfir mig á síðustu áratugum. Bunkinn sem bíður eftir að lesi, ekki hlusti, stækkar ört svo augnlæknir verður það á nýju ári.
Nú er ég að hlusta á bókina Miðnæturrósin (eftir Lucindu Riley, sama höfund og bækurnar um systurnar sjö). Sannkallaður yndislestur. Er að hugsa um að hraðhekla teppi handa litlu nágrannastrákunum mínum til að þeir fái nú almennilega gjöf frá "ömmu" á meðan ég hlusta á hana (enn 12,5 klst. eftir á hraðanum 1,2), hún er ekta kósíbók sem hæfir síður við tiltekt og annað húsverkjatengt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 5. desember 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 7
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 645
- Frá upphafi: 1525538
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 574
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni