6.12.2023 | 16:37
Heilsuléttir, tónleikaraunir og lausn á íslenskukennslu
Hálfnuð við að kaupa miða á Tix.is, á Skálmaldartónleika föstudaginn 1. nóvember á næsta ári, þar sem lög af m.a. plötunni Börn Loka (þar er Hel) verða leikin í Eldborgarsal Hörpu (þar sem í loftinu er birkikrossviður sem verkfræðingur sagði mér eitt sinn þegar ég skrifaði grein um myglu að væri algjört flopp að nota, ávísun á myglu, of rakur til að hann megi einangra/loka ... grenikrossviður væri miklu betri.) Ég stoppaði í miðjum klíðum, hikaði við að kaupa þessa tvo miða - ekki nenni ég ein og hverjum á ég að bjóða með mér? Ætti ég kannski að sækja um í kórnum sem syngur með? Það væri sennilega enn skemmtilegra.
Mér hefur sýnst að ég sé sóló í þessari óvæntu aðdáun og ást á Skálmöld sem mér skilst þó að forseti Íslands deili með mér. Hvað myndi Eliza segja ef ...? Væri samt kúl að fara á forsetabílnum. Mögulega væri Davíð frændi til í að koma, sá smekkmaður sem hann er á tónlist, en samt, nennir hann með háaldraðri móðursystur sinni á rokktónleika? Jafnvel þótt hún lofi að vera mjög stillt og ekki syngja hástöfum með? Svona geta nú einföldustu hlutir flækst fyrir manni. Legg ekki í að spyrja hann svo tix-dæmið verður á bið eitthvað áfram. Spurning um að fara á Tinder og finna þar tónleikafélaga, með fríðindum ef sæmileg huggulegheit eru til staðar, eða ef hann andar.
Nýlega, eða á meðan ég var enn að kenna útlendingum íslensku í næsta nágrenni við 301 sveitina, notaði ég tækifærið og fór í apótekið. Ég spurðist fyrir um visst krem/dropa sem eru við vægu exemi og mitt útrunnið, hvort ég gæti fengið nýjan skammt út á fyrri lyfseðil frá lækni. Viðurkenndi að ég kynni lítið á Heilsuveru sem ég hefði ekki vitað af eða tekið í notkun fyrr en fyrst í covid, til að halda utan um bólusetningar, fyrir mig og stráksa. Elskuleg kona tékkaði á þessu fyrir mig og kom svo náföl og sjokkeruð til baka: Það er EKKERT inni á gáttinni hjá þér! Svona eins og hefði komið tölvuvírus og allt horfið. Ég sagði henni að það gæti alveg passað, ég væri heilsuheppin en myndi prófa mig áfram í Heilsuveru til að reyna að fá nýjan lyfseðil fyrir dropunum. Henni létti en þetta vakti mig til umhugsunar, væri ég, kona á mínum aldri, afskaplega löt við að heimsækja lækna, kannski með dulinn sjúkdóm sem hefði ekki verið meðhöndlaður sem gæti endað með ósköpum, reykti ég ekki í áratugi (til 2020), væri ég ekki brjáluð í appelsínusúkkulaði, hataði ég ekki heilsusamlegar gönguferðir og virkaði ég ekki frekar feit á myndum?
Bíddu, bíddu, hugsaði ég, það væri kannski sniðugt að láta tékka á sykursýki, las ég ekki eitthvað um að það gæti verið mjög lúmskur sjúkdómur? Augun í mér eru stundum of þreytt til að ég geti lesið á vanalega mátann, nema loka hægra auga, móðgaði ég ekki fólk iðulega með því að sjá ekki inn í bíla hjá því og veifa til baka, af því ég sá það ekki, og fyndi ég ekki stundum fyrir þorsta (sérstaklega þegar ég hleyp upp stigana), eitthvað sem gerðist aldrei hér áður fyrr? Það var einmitt auglýsing á netinu þar sem fólk var beðið um að vera á verði gagnvart sykursýki 2. Ég hafði auðveldlega getað hakað í tvö box þar, minnti mig.
Þegar ég fór næst í apótekið, í hádeginu eftir kennslu, einmitt til að sækja dropana eftir að hafa getað stautað mig áfram á Heilsuveru, spurði ég hvort hægt væri að kaupa blóðsykurspróf þar. Það er frítt, sagði sama elskulega konan. Ég skal aðstoða þig. Og hún gerði prófið á mér á meðan ég sagði henni frá grunsamlegum einkennum mínum; hálfgerðum sjóntruflunum og þessum nýtilkomna þorsta (ja, síðustu misserin). Ég hefði sjaldan fundið fyrir þorstatilfinningu í gegnum tíðina. Hún horfði á niðurstöðuna, leit upp og sagði: Ja, kannski ertu bara farin að finna fyrir eðlilegum þorsta því blóðsykurinn eftir að hafa borðað morgunmat (súrmjólk, púðursykur og kornflex) er 5,3 sem er í fínu lagi! Það væri ekki galið að prófa aftur og þá fastandi, bætti hún við.
Þetta var léttir og hvetur eiginlega til frekari heilsudáða, ég er farin að dansa aftur við skrifborðið ... sennilega get ég þakkað 10-þúsund-skrefum-á-dag-ferðinni til Glasgow og almennu hoppi og skoppi í kennslunni alla virka daga í fjórar vikur, fyrir að hafa lést um nokkur hætt-að-reykja-kíló því mér líður ekki lengur eins og ég sé að hrynja. Drama? Já, pínku.
Minni áhugasamt jólafólk á að seinni jólamarkaðsdagarnir verða um næstu helgi, lau og sun, í Landsbankahúsinu gamla við Akratorg. Það var svo ótrúlega margt flott og skemmtilegt að sjá þar síðast og verður án efa nú um helgina. Ég ætla alla vega aftur. Svo mikið líf og fjör.
Facebook-njósnir dagsins:
Hildur nokkur Gunnarsdóttir segir á fb:
Þetta ætti að hífa okkur aðeins upp listann.
Orðflokkagreining kennd með aðferðum Ólafar á Mýrum (og spyrjið mig ekki hvur í andsk. hún er):
Nafnorð: er orð sem hægt er að setja -djöfullinn eða -djöflarnir fyrir aftan. t.d. pottdjöfullinn, bíldjöfullinn, kattardjöfullinn.
Lýsingarorð: er orð sem hægt er að setja drullu- fyrir framan, t.d. drullubrjálaður, drulluskemmtilegt, drullusúrt.
Sagnorð: er orð sem hægt er að setja eins og andskotinn á eftir, t.d. drekka eins og andskotinn, hlaupa eins og andskotinn, reykja eins og andskotinn.
Hér er komin drullufín leið til að kenna eins og andskotinn krakkadjöflum íslenska orðflokka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 6. desember 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 7
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 645
- Frá upphafi: 1525538
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 574
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni