8.12.2023 | 16:19
Fríhelgi ... eða hitt þó heldur
Fríhelgi fram undan en það er víst mesta rangnefni því þessar helgar sem stráksi gistir að heiman eru notaðar í alls kyns verkefni sem hafa setið á hakanum. Skápatiltekt, þvotta, sukk eða svínarí en syndsamlega lítið karlafar. Nú verða jólagjafirnar teknar föstum tökum. Jú, ég hef vissulega keypt nokkuð margar (þrjár sniðugar í Glasgow) en þarf að fara að flokka og pakka inn (setja í jólapoka sem ég keypti í Costco) svo ég kaupi ekki of margar, það er nefnilega hægt. Keypti bók fyrir eina frænkuna en mundi þá að ég hafði keypt eitthvað vellyktandi og dásamlegt í búð sem selur uppáhaldsmerkið hennar, svo ég hirði sennilega bókina sjálf. Eiginlega bara tilviljun að ég keypti nokkuð ytra, var í borgarferð, ekki innkaupaferð. Ég hélt að ég gæfi svo fáar gjafir en með þriðju vaktinni sem ég tek fyrir stráksa sýnist mér þetta vera hátt í þrjátíu. Er að hugsa um að raða gjöfum á umbúið rúm mitt, skrifa miða með öllum gjafahöfum mínum, setja réttan miða við rétta gjöf ... pakka inn og kaupa, ef vantar, eitthvað handa lausu miðunum. Ég gef eitthvað sem er fólki lífsnauðsynlegt, eins og bækur, góða lykt, sælgæti ...
Ég er gleymari. Einn af örfáum, ef nokkrum, göllum mínum. Hafði keypt dýrindis meðlætisskála-skál handa Hildu systur eitt árið - í afmælisgjöf (18. des.), gaf henni hana nokkuð fyrirfram og steingleymdi því svo þegar ég rambaði inn í sætu búðina hennar Dýrfinnu gullsmiðs, skáhallt á móti spítalanum, og festi kaup á fallegu hálsmeni, einmitt í afmælisgjöf. Hilda tók þakklát við afmælissteinagullhálsmeninu en svolítið hissa. Varst þú ekki búin að kaupa afmælisgjöf handa mér? og minnti mig á meðlætisskálaskálina. Ég er alltaf snögg að hugsa og svaraði: Svona dásemd eins og þú á aðeins skilið það besta, eða tvær afmælisgjafir! Hún samsinnti því og ég fékk án efa talsvert dýrari og flottari jólagjöf frá henni fyrir vikið. Maður kann þetta. Lymsku-Gudda í essinu sínu.
Svo pantaði ég mér fótaaðgerðartíma áðan, í fjórða skiptið á ævinni, og kemst að rétt fyrir jólin, pantaði fulla þjónustu en sökum lítillar notkunar á fótum (ég hata gönguferðir, munið, og get ekki gengið í hælaháum og þröngum skóm) er skammarlega lítið sigg á hælum en fínt að fá klipp og krem því þótt þurfi lítið að gera líður mér svo vel á eftir, svíf. Fór síðast fyrir tveimur eða þremur árum til konu í heimahúsi, en fannst erfið og skrítin orka í gangi þar - svo ég ætla annað. Mig minnir að upplifunin hafi verið einhvern veginn svona:
Gjörðu svo vel og sestu hér. Þögn.
Ertu héðan? spurði ég eftir fimm mínútur til að reyna að létta andrúmsloftið sem var svolítið þvingað. Það var sem sagt ekki gott að þegja með henni.
Löng þögn. Nei, aðflutt, píndi hún sig til að segja.
Hefurðu unnið lengi við þetta?
Löng þögn. Í einhver ár, svaraði hún varlega.
Ég gafst upp, enda betra að sitja, loka augunum og njóta þess að fá nudd og góð krem, og vonaði að hún léti varkárni sína í garð viðskiptavina ekki bitna á fögrum tám mínum. Sá að hún var álíka varkár (ég þoli ekki fólk-fálát) í garð næstu manneskju á eftir mér. Held að hún sé hætt, eða kannski bara flutt eftir að hafa snyrt skessurnar hérna á Skaganum. Hef ekki séð hana lengi, lengi. Kannski voru þetta uppgrip og hún með aðstöðuna að láni, að kaupa íbúð í Reykjavík og vantaði pening. Hún var ódýrari en annað í boði. Ég gerði einu sinni "uppgrip" í litlum bæ úti á landi og átti þar með fyrir litlu sjónvarpi til að gefa syni mínum í fermingargjöf. Tók eina helgi, frítt fæði og húsnæði hjá góðu fólki.
Hún reyndi alla vega ekki að selja mér Herbalife, eins og nuddarinn í Baðhúsinu um árið og gat ekki nuddað á meðan hann talaði og hann talaði allan tímann. Hún gæti svo sem hafa frétt af árum mínum í Leyniþjónustu Íslands og haldið að ég ætlaði með kurteisisspjalli í upphafi að fá upp úr henni öll subbulegu atvinnuleyndarmálin. Eins og að setja vaselín úr Bónus í tómu krukkurnar utan af rándýru fótasmyrslunum, að spara 50 aura á hvern kúnna með því að hafa vatnið alltaf fimm gráðum kaldara, að vera með á "biðstofunni" stolin tímarit frá tannlækninum hennar ... eitthvað slíkt. Maður veit aldrei! Sú sem var í gamla Arionbankahúsinu, þar sem tannlæknirinn minn er, og ég farið áður til var æði en þegar ég ætlaði næst í tásnyrtelsi ákvað ég að velja stofu sem hentaði betur að fara á og lenti í þessu. Ákvað að fara aftur til frábæru Arionbankahússkonunnar en hún bara hætti og ný kom í staðinn. Áður en ég gat farið til hennar flutti hún (í dag, í hús sem ég heimsótti daglega í nóvember þar sem ég tróð íslensku í námfúsa, dásamlega útlendinga). Hún virkar ansi fín og ég hlakka til að fara.
Í þjónustustarfi skiptir máli að vera almennilegur, sýna oggulítinn áhuga á fólkinu sem borgar t.d. núna tólf þúsund kall á tímann. Við Anna Júlía spjöllum stundum mikið, stundum lítið, þegar ég fer í klipp og lit, en mér líður alltaf eins og ég sé innilega velkomin. Það þarf þó enginn að vera eins og ein vinkona mín lýsti mér þar sem ég vann í Gjafahúsinu á Skólavörðustíg fyrir jólin (13 ára) og nánast hneigði mig fyrir viðskiptavinum, af einskærum almennilegheitum. Ég hef svo sem sagt frá því áður að þar hefði ég átt að skilja að stærðfræði væri mitt fag, eða eitthvað tengt tölum. Ég kunni verðið á hverri einustu vöru í búðinni og þær voru rosalega margar, alls konar kerti, körfur, punt og annað fínirí. Ég man flest póstnúmer eftir vinnu við að senda út póst á níunda áratugnum, og er ekki í rónni fyrr en ég fæ að vita hvað skjálftinn var stór eða var yfir því hversu margir greindust með covid á Vesturlandi. Tölurnar fullkomnuðu atburðinn í mínum huga, furðulegt. Kannski hefði ég verið best geymd hjá núll þremur (ja.is símleiðis). Ég fékk alla vega nokkur skrítin símtöl þegar ég vann í hálft ár á skiptiborðinu hjá DV (1983?) og fékk símtöl með spurningum um símanúmer.
MYND: Þennan fallega bláa lampa sá ég á netinu nýlega og sem nokkuð fallegulampasjúk manneskja féll ég fyrir honum. Hefur nokkur séð eitthvað í líkingu við hann hjá antíksölum hér á landi?
Nú fer stráksi alveg að fara. Ég þarf að nota tækifærið áður en ruslamálaráðherra Himnaríkis fer að heiman, að skipta um kattasand og senda hann svo út með allt rusl, pappa, plast og það allt. Þetta eru fínar helgar án hans og það er svo gaman að fá hann aftur, og miklir fagnaðarfundir vegna fjarverunnar.
Já, og svo er runninn upp sá tími að ég þori ekki að borga neitt sem kemur í heimabankann minn, valkvæðar greiðslur, heitir það, ekki þó að mig langi að styrkja það í eitt skipti. Í fyrra gerði ég það og fékk í kjölfarið upphringingar frá viðkomandi félagi með von um meiri peninga. Ég er með Kvennaathvarfið, SÁA, Samtök gegn ofbeldi og Landsbjörgu í hverjum mánuði og borga það með gleði, nokkrir fá árlega, en get ekki bætt við nema henda öðrum út sem ég tími ekki. Finnst þetta frekar leiðinleg aðferð við fjáröflun. Samt er svo mikil synd að við fólkið þarna úti þurfum að halda uppi alls konar góðgerðarfélögum þegar ríkið ætti að sjá um það. Ég hætti þó öllum stuðningi við Krabbameinsfélagið árið sem það hætti að koma til Akraness með brjóstaskimunarvél, tvo daga á ári. Það þurfti að fækka konum því það voru of fáir læknar til að lesa úr myndunum og okkur Skagakonum var fórnað, eins og ég hef oft skammast yfir. Ein afsökunin var reyndar sú að vélarnar væru ekki nógu nákvæmar en samt er farið með þær til Borgarness, eru þær þá nógu góðar fyrir konurnar þar? Samt veit ég að Krabbameinsfélagið gerir margt gott - en ég er enn grautfúl, eins og Gyrðir sem ætlar aldrei aftur að sækja um listamannalaun ... Það er víst algjört flækjustig að sækja um þau og ekki á allra færi. En ég vil endilega hafa listamannalaun, annars fengjum við bara Arnald og Yrsu (þau lifa á skrifunum) fyrir jólin. Við myndum hætta að vera þessi mikla menningarþjóð og berklaveikum ljóðskáldum undir súð myndi fjölga til muna. Svo er heilmikil vinna í kringum hvern sem fær listamannalaun, ef ég tek rithöfunda sem dæmi: prófarkalestur, útlitshönnun, prentun og alls konar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. desember 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 7
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 645
- Frá upphafi: 1525538
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 574
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni