24.6.2023 | 17:34
Erfið leit að sumarhúsi ...
Á vordögum skruppu vinahjón mín út á land til að skoða hús. Þau langar svooo mikið í sumarhús nálægt hafi* (*bless, lúsmý, hæ, útsýni) og ekki allt of fjarri höfuðborginni. Þau hafa skoðað nokkur en enn ekkert fundið sem þau hentar óskum þeirra. Þarna í vor ríkti mikill spenningur hjá þeim, þau héldu að þau hefðu fundið það rétta, gamalt hús sem stóð kannski ekki alveg við sjóinn en það sást til hafs úr einum glugga (hver pældi í útsýni í gamla daga?) og var staðsett á fínum stað.
Það voru eldri hjón sem sýndu þeim staðinn og konan hafði orðið, hann var þögull, tók varla undir þegar honum var heilsað. Þarna fyrst horfði hún fast á vinkonu mína og sagði: Ég kannast eitthvað við þig, við höfum örugglega hist. Vinkona mín leit á hana, brosti og kvaðst vera sérlega ómannglögg. Síðan hélt hún áfram að horfa í kringum sig, það var nú ekki mjög ljótt umhverfið þarna í sveitinni. Þá gall við í konunni sem var sannarlega ekki búin: HORFÐU Á MIG ÞEGAR ÉG TALA VIÐ ÞIG! Vinkona mín - ef ég þekki hana rétt hefur hún ábyggilega átt erfitt með að stilla sig um að fara að hlæja - svaraði rólega: Ég kannast því miður ekki við þig. Eigum við ekki að drífa í að kíkja á húsið?
Mynd I: Draumasumarhús við hafið eru vandfundin. Það efra er á Íslandi en hitt í útlöndum ... Samsetning: GH sjálf.
Húsið var á tveimur hæðum og hafði sennilega ansi lítið, ef nokkuð, verið gert fyrir það frá því það var byggt fyrir áratugum, hvorki að utan né innan. Gamall, lítill og þröngur sveitabær sem hafði verið notaður sem sumarhús síðan afi konunnar dó fyrir löngu, en nú átti að selja - og það fyrir ansi hreint margar milljónir.
Húsið virkaði ónýtt, eða krafðist gífurlega dýrra og mikilla viðgerða. Ekkert hafði heldur verið gert til að gera það söluvænlegra, ekkert málað, engin blóm í vasa, það var eiginlega allt í drasli og frekar subbulegt. Millurnar áttu mestmegnis að vera fyrir lóðina í kring sem ekki var þó sérlega stór. Konan reyndist gamall kennari, og greinilega ekki búin að gleyma töktunum. Maðurinn hennar stóð þögull hjá henni allan tímann og virkaði meira eins og lífvörður hennar. Kannski veitti ekki af.
Eftir að hafa séð vonbrigðin inni, að það var ekki einu sinni einn gluggi uppi sem sneri að sjó og bara einn, lítill búr- og miðstöðvargluggi á neðri hæðinni með sjávarútsýni - allir gluggar svo sem gjörónýtir - skoðuðu þau sig um úti. Gengu út að sjó, í 5-10 mínútna fjarlægð frá húsinu, konan nennti ekki með þeim og maðurinn hennar var kyrr og gætti lífs hennar þar. Það var sérlega fallegt þarna við sjóinn og á leiðinni mátti sjá gamla skemmu sem þau urðu áhugasöm um. Kannski fylgdi hún í kaupunum ... Skemman stóð uppi á hæð og frá henni var óhindrað sjávarútsýni og sennilega miklu ódýrara að gera sér bústað þar, úr skemmunni eða rífa hana og byggja nýtt. En þegar þau spurðu konuna um skemmuna sagðist hún ætla að halda henni sjálf. Það væri bara gamla íbúðarhúsið sem ætti að selja, og lóðin í kringum það. Annað á landareigninni, stöku sjúskað útihús og nýlegra íbúðarhús, yrði áfram í eigu hennar og ættingja hennar.
Hún talaði látlaust ... um húsið auðvitað á meðan hún sýndi það, hvað það hefði verið gaman að dvelja þarna á sumrin hjá afa og ömmu, ágang ferðamanna, kennsluna, hún var víst frábær kennari, sagði hún, og svo þarna í blálokin sagði hún við vinkonu mína: Ahhhh! Ég man núna hvar við hittumst, það var á fæðingardeildinni þegar ég átti mína yngstu, við lágum á sömu stofu fyrir bráðum fjörutíu árum.
Vinahjón mín þökkuðu fyrir sig og kvöddu. Þau voru orðin magnvana af þreytu eftir þessa tveggja tíma skoðunarferð. Datt þeim í hug að kaupa gamla húsið? Nei.
Talandi um sjávarútsýni. Ég ók í gegnum litla raðhúsabyggð um daginn, hún stendur við hafið í meðalstórum kaupstað. Og nei, stofugluggar húsanna voru ekki glenntir yfir sjóinn, eins og flestir myndu halda, heldur höfðu sumir bílskúrarnir sem fylgdu, enn betra sjávarútsýni en sjálf húsin! Mér hefur skilist að ekki sé við arkitekta að sakast í svona tilfellum, heldur þá sem byggja. Allt þarf að vera hagkvæmt og gróðavænlegt og því er teikningum breytt til að ná því, þá á kostnað útsýnis. Vér landsmenn höfum svo sem ekki kunnað að meta sjávarútsýni lengst af. Grandinn, frá JL-húsi að Seltjarnarnesi, var einu sinni fullur af verksmiðjum, skólphreinsunarhúsum og slíku, og að sjónum sneru nánast bara eldhúsgluggar fjölbýlishúsanna þar. Af hverju þessi þráhyggja um að stofur verði að snúa í suður? Til að fólk skipti oftar um sófasett því sólin upplitar?
Fyrsti laskaði Eldum rétt-rétturinn varð að veruleika nýlega. Ég haga mér orðið eins og þaulvanur, hraðvirkur kokkur við eldamennskuna, gríp kryddin (salt og pipar), krydda matinn og er bara ansi fagmannleg. Hélt ég. Gerði fínan og flottan kjúklingarétt um daginn og með honum áttu að vera sætkartöflubitar eldaðir í ofni. Eitthvað sem við stráksi elskum bæði. Ég átti að salta og pipra en gerði þau mistök að taka chili-staukinn (með malara) í stað pipars, voru hlið við hlið og alveg eins staukar. Pipar er góður og ég ekki vön að spara hann sérstaklega ... og útkoman var ansi hreint bragðsterk. Nú fær chili-staukurinn ekki framar að líta dagsljós og er kominn inn í skáp. Stráksi var áberandi lystarlaus þetta kvöld en ég lét mig hafa það að borða nokkrar ...
Mynd II tengist textanum ekki beint.
Ég færði mig á YouTube-tónlistarveituna um árið í því skyni að dissa Joe Rogan og Spotify. YouTube-veitan er fín og í raun mjög lík Spotify, einföld og meira að segja færri auglýsingar, en henni fylgja líka gallar ... Hún hefur upp á síðkastið reynt að troða upp á mig hroðalegum útgáfum af uppáhaldslögunum mínum. Alltaf þegar ég er búin að hlusta á tónlistina sem ég valdi sjálf (síðast Stabat Mater eftir Pergolesi, þar áður Atom Heart Mother með Pink Floyd) býr veitan til framhaldslagalista eftir tónlistinni sem ég hef hlustað mest á í gegnum tíðina. NEMA HÚN VELUR stundum aðrar útgáfur laganna, ábreiður eða tónleikaútgáfur sem fellur ekki í kramið hjá mér. Það má bara ekki breyta upprunalega Carpet Crawlers með Genesis - en ég myndi að sjálfsögðu lifa það af ef ég væri sjálf stödd á tónleikunum. Ég tel mig búa yfir ágætis aðlögunarhæfni og þoli breytingar nokkuð vel - sumar, ekki allar. Í þessum skrifuðu orðum spilar YouTube fyrir mig lag með Kent ... If you were here. Fínasta rokklag, en ég var í stuði fyrir klassík og valdi þess vegna Stabat Mater. Kannski vill veitan að ég klári að brjóta saman handklæðin sem ég þvoði í gær og þurfi stuðmúsik til þess. Ég er jú margbólusett og því auðvelt að njósna um mig og stjórna mér ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 24. júní 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 31
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 495
- Frá upphafi: 1526464
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 427
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni