10.8.2023 | 16:12
Bara eins og í bíómynd ...
Bæjarferðin gekk bærilega í gær, þótt hún tæki marga, marga klukkutíma (6 og hálfan). Lögðum af stað fyrir allar aldir frá Akranesi, 9.57, og skriðum aftur heim undir hálffimm, og það fyrir um klukkutíma langt erindi. Það er að verða vikulegur baggi á ferðalöngum að bíða í biðröð beggja megin við Hvalfjarðargöng vegna bilaðra bíla. Sem segir mér að við ökum um á bíldruslum, frekar en að það þurfi fleiri fokdýr göng. Ég ók í gegn nánast daglega í tíu ár og jú, vissulega um verslunarmannahelgina var bíll við bíl á Kjalarnesi þegar ég var á leið heim með strætó og allt gekk voða hægt. Stundum grunar mig að endalausir "bilaðir bílar" séu leið einhverra verktaka (eða ónefnds ráðherra) til að fara að drífa í göngum nr. 2 sem við þurfum svo rosalega á að halda, fremur en t.d. Vestfirðingar og V-Húnvetningar á almennilegum vegum.
Mynd: Við lentum í svona í gær með strætó, biðum í alla vega 20 mínútur. Pirrað fólk á Kjalarnesi skammaðist svo í bílstjóranum. Þú gætir kannski reynt að vera á réttum tíma! sagði einn. Góð upplýsingagjöf myndi bæta mikið, hvort sem væri frá Strætó bs eða kannski frekar Vegagerðinni, jafnvel löggunni?
Við borðuðum dásamlegan hádegisverð á arabíska staðnum Söru, Sara-kebab, í Mjódd, náðum að fá eftirmat í bakaríinu en tíminn eftir erindið fór svolítið í að sitja úti og bíða ... eftir strætó heim. Hvar ertu, Akraborg, þegar ég þarfnast þín?
Ég náði að skila verkefninu (sem lá meira á en ég hélt) undir átta í gærkvöldi en mér hafði tekist að nota næstum hálfan þann tíma sem við stráksi vörðum í bænum í gær í yfirlestur. Aðallega þó í strætó. Mjög hress kona pikkaði í mig á heimleiðinni, hún sat skáhallt fyrir aftan mig, eða hinum megin við ganginn, og vildi endilega vita hvað ég væri að gera með blöð og rauðan penna. Lesa yfir handrit, svaraði ég kurteislega og reyndi af alefli að líta út fyrir að vera ekki í kjaftastuði, enda að vinna. Henni fannst þetta greinilega spennandi og spurði nánar út í þetta og ég svaraði greiðlega. Vá, þetta er bara eins og í bíómynd, sagði hún hrifin og svo fór hún út fljótlega, allt of snemma, eða löngu áður en mér hugkvæmdist að spyrja hana í hvaða mynd eða myndum hún hefði séð prófarkalesara ... mögulega í aðalhlutverki ... kannski í spennumynd. Ef blogglesendur vita, endilega segið mér, mig langar að sjá svoleiðis bíómynd. Proofreader saves the world ... The very clever proofreader ... kannski get ég gúglað.
Afmælisundirbúningur gengur svona sæmilega, er t.d. að blogga núna ... Ég renni frekar blint í sjóinn varðandi mætingu og verð án efa með allt of mikið af bakkelsi, eins og oftast. Mávarnir og fleiri fuglar í grennd þekkja sína konu og ég hef séð votta fyrir fiðringi hjá þeim, eins og þeir finni á sér hvað nálgast. Þeir hlakka til að fá afganga en fá samt ekki fyrr en ég hef reynt að troða í eins marga og hægt er, þar til svona sirka á mánudaginn kemur, það sem ég get ekki fryst. Þessi fb-síða sem ég stofnaði er ágæt í sjálfu sér, margir búnir að melda sig þar, en næstum jafnmargir ekki búnir að sjá boð mitt, held ég. Vona að þessar elskur lesi bloggið.
Veðrið í dag, engin sól, ogguvindur, ekki of mikill hiti, er draumaafmælisveðrið. En annars ... ég á fjórar viftur. Sú ódýrasta er sko ekki sú versta, gæti verið sú háværasta þó. Ein dásemdarkona sem ég þekki ætlaði að baka smávegis og einnig aðstoða á morgun við að gera Himnaríki gjörsamlega fullkomið liggur nú veik í rúminu. Ég er alla vega búin að taka 600 mg af íbúfeni og spenna á mig bakbeltið, til í allt eftir bloggelsi. Það myndast einhvern veginn aldrei rúst hérna eftir að ég losaði mig við helming búslóðar svo ég hef í raun engar áhyggjur. Kannski aðeins of mikið af bókum ... en það hefur alltaf verið vandamál, dýrlegt og velkomið vandamál.
Hversu vel heldur Facebook að hún þekki mig? Ekki bara fésbókin. Ég fæ lítinn frið fyrir megrunar- og hormónapillutillögum á Instagram, eins og og Facebook. Svo allar fösturnar ... og allt það fólk sem segir að föstur og pillur virki ekki, það sé eitthvað allt annað sem næsti efast um og veit betur en allt hitt fólkið. En í gær otaði Facebook að mér hópum sem ég hefði sennilega áhuga á, þeir tveir fyrstu komu mér á óvart. Annar heitir Tjaldsvæði - umræðuvettvangur ... þar eru 20 þúsund meðlimir.
Ég fór í mitt eina tjaldferðalag þegar ég var 18 ára og það var skelfilegt. Eina daginn sem ekki hellirigndi kom frekar stór, alla vega mjög ógnvekjandi, kónguló inn í tjaldið. Það tók mig rosalega mörg ár að venja mig af kóngulóarhræðslu eftir að hafa alist upp hjá móður sem var tryllt af skelfingu við kóngulær eftir að hafa séð þrívíddarbíómynd árið 1944, jú, hún var tíu ára, minnir mig. Glerhörð vinkona kom eitt sinn og færði píanóið heima eftir að pínuoggulítil en hraðskreið kónguló hafði ært mömmu úr hræðslu og okkur grislingana hennar í leiðinni. Þarna 18 ára var ég ögn nær því að læknast, eftir ársbúsetu í London, en ekki nærri nóg.
Svo svaf ég eina nótt, kannski 15 árum síðar, í tjaldi - svaf er líklega ofmælt, því þetta var hræðileg reynsla, glerhart undirlag (ég sem vil sofa á harðri dýnu), þúfur alls staðar og viðbjóðslega kalt. Verður ekki endurtekið. Þetta gæti mögulega verið umræðuhópur fólks sem á ekki bara tjald, heldur þeirra sem eiga tjaldvagna eða húsbíla. Ég á hvorugt. Hef ekki einu sinni sett orðið tjald eða tjaldsvæði inn á alheimsnetið, svo ég muni eftir, ekki frekar en hormóna-eitthvað en ég hef dirfst að horfa á eitthvað um föstur og netið grípur allt.
Mig langar að segja eitthvað orð, eins og fluguhnýtingar, eða barnavagn ... hátt og snjallt nálægt símanum mínum. Gaman að vita hvort slíkar auglýsingar fari þá að birtast í mínum miðlum. Hef heyrt að það gerist. En þessir hópar sem ég fékk boð um eru ekki neinu samræmi við nokkuð í mínu lífi - nema spádómsgáfa tengist þessu. Þá kýs ég frekar húsbíl eða tjaldvagn, bara alls ekki tjald.
Hinn hópurinn var eiginlega enn fjarri allri skynsemi miðað við tilveruna í Himnaríki. Hann heitir Women who run with the wolves. Konur sem hlaupa með úlfunum. Sjá mynd hér ofar. Þar eru meðlimir 76 þúsund talsins! Úlfar eru æði ... en að hlaupa! Ég hata að ganga, hvað þá hlaupa! Það er skiljanlegra að bjóða mér að fara í tjaldsvæðahópinn ... ég átti ábatasöm viðskipti eitt sumarið við pensilín-díler á tjaldstæðinu í Stykkishólmi. En þetta úlfadæmi gæti auðvitað tengst einhverju allt öðru en hlaupum með úlfum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. ágúst 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 41
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 505
- Frá upphafi: 1526474
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 434
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni