14.8.2023 | 15:26
Upplyfting, heldur betur
Plötuspilari, jesss, æðislegt, hugsaði ég, svo innilega ánægð með nýju plötuna mína með Upplyftingu (og að geta spilað King Crimson-plöturnar mínar líka). Ég hafði vart náð að setja inn nýjustu bloggfærsluna á fésbókina (annars les enginn) í gær þegar ég fékk komment um að víst væri Kveðjustund inni á YouTube, því til sönnunar fékk ég hlekk á alla plötuna. Ég hafði leitað reglulega að laginu í áratugi (alla vega frá 14. febrúar 2005 þegar YouTube var fundið upp) en platan kom út 1980, og fannst furðulegt að finna það hvorki á Spotify né YouTube. Svo fór afar tónlistarlega vinveittur mér maður að norðan á stúfana og fann það í fyrstu tilraun. Ég var í sjokki, eiginlega gráti næst, þar til skynsemin tók yfir og ég athugaði hvenær þessi plata, þetta lag, var sett inn. Sjúkk, fyrir aðeins tveimur mánuðum. Sennilega tuttugu mínútum eftir að ég leitaði síðast. Ég er ekki alveg kolklikkuð svo ég leita ekki daglega ... en geri það nokkrum sinnum á ári. Ég er nánast ekkert á Spotify, heldur á tónlistarveitu YouTube og get fengið myndböndin með lögunum sem ég vel, ef ég vil, og er búin að bæta Kveðjustund við. Nú er ég með 93 lög á listanum Ýmis lög. Set alltaf á shuffle (stokka lögin eins og spil) og það kemur mér alltaf jafnskemmtilega á óvart hvað ég hef góðan tónlistarsmekk. Gömul lög, nýleg lög, klassík, væmni, þungarokk, rapp. YouTube á samt svolítið erfitt með að búa til lista handa mér, velur svo oft B-hliðar-lög sem oft eru hundleiðinleg ... fordómar hjá YouTube-veitunni. Auðvitað kíkti ég á Spotify líka og haldið að lagið sé ekki komið inn þar líka? Það er einhver í Upplyftingu sem elskar mig. (Einhver meðvirkur mér talaði við vin sinn hjá Upplyftingu fyrir nokkrum árum og án árangurs, hélt ég, það var alla vega eitthvað vesen sem nú er búið að leysa ... takk, elskan)
Ég var að ljúka við ansi skemmtilega og drepfyndna bók á Storytel. Gamla uppáhalds þótt ég hafi verið aðeins meira en unglingur þegar ég las hana. Baneitrað samband á Njálsgötunni, auðvitað eftir Auði Haralds.
Þegar maður fær hláturskast hljómar maður stundum eins og verið sé að pynta mann, vein og læti. Ég fékk kast í gær og stráksa brá og eiginlega skammaði mig fyrir að hlæja (emja) svona mikið.
Ég þurfti að slökkva í miðri setningu frábæra lesarans og stökkva út eldhúsinu og inn á salerni til að pissa ekki í buxurnar.
Þegar ég sagði að það hefði hlýnað í Víti í gær, í stíl við Himnaríki, var víst átt við að Askja búi sig undir eldgos - og svo er ekkert svo ólíklegt að við fáum neðanjarðargos á Reykjaneshrygg á svipuðum tíma. Það mætti halda að þetta land væri ekki fullskapað ... dæs.
Hér fyrir neðan er svo LAGIÐ. Hefur elst prýðilega og ég er búin að hlusta á það fjórum sinnum í dag, öskursyngja með viðlaginu (aumingja nágrannarnir) í hvert sinn og er bara voða sátt. En ég ætla samt að kaupa plötuspilara. Það slökknar ekki svo auðveldlega neistinn af tilhlökkun sem ég fann til á laugardaginn við tilhugsunina um hann. Ég er meira að segja komin með stað fyrir hann inni í stofu. Hann Óli hennar Önnu er með svakalega flottan plötumarkað á Háaleitisbraut og síðast þegar hann birti mynd af plötum á góðu verði eða ókeypis, sá ég glitta í þessa plötu ... ef elsku Kristbjörg hefði ekki gefið mér hana, hefði ég fengið hana hjá Óla, þessari plötu var ætlað að komast til mín ... þótt það tæki óratíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. ágúst 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 41
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 505
- Frá upphafi: 1526474
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 434
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni