15.8.2023 | 23:22
Nýr vinahópur kannski ...
Nýlega bloggvældi ég yfir hópum sem Facebook reynir að troða mér í og henta flestum öðrum en mér, held ég, eins og Konur sem hlaupa með úlfunum og Tjaldstæði - umræðuhópur. Oft kemur fésbókin líka með tillögur að áhugaverðu fólki, splunkunýjum vinum sem væri kannski sniðugt, að hennar mati, að bæta í hóp elskulega fólksins sem ég er með hjá mér á feisinu.
MYND: Dæmi um tvær manneskjur sem Facebook otar að mér þessa dagana, og vill að ég sæki um fb-vinskap við. Ætti ég? Get ég verið viss um að þau samþykki vinarbeiðni mína? Munu þau auðga líf mitt, ef þau samþykkja? Þoli ég höfnunina ef þau gera það ekki?
Fyrir nokkrum dögum sá ég nokkur ný andlit sem fésið hafði stungið upp á og því fannst að ég ætti að vingast við. Ég kíkti nánar á nokkra af þessum einstaklingum (með opna síðu) og einn þeirra víkkaði í hvelli út sjóndeildarhring minn og bara það að skoða örlítinn part af skrifum hans og deilingar orsakaði að ég fór að hugsa sjálfstætt ... í fyrsta sinn í rúm þrjú ár. Vissuð þið t.d. að skógareldarnir á Hawaii voru eiturefnaárás og að flóðin í Noregi voru sett á svið? Ekki ég heldur.
Önnur manneskja sem fésið vildi að ég vingaðist við ætlar að stofna einhvers konar fangabúðir fyrir sumt fólk, fólk sem er ekki alveg nógu rétt á litinn og þótt það vilji vinna, leigja íbúð, kaupa bíl og borga skatta hér er það samt ekki velkomið.
En það er því miður ekki það sem er að sprengja ríkisstjórnina, heldur er það víst hvalveiðibannið, ef slúðrið er rétt.
Er það fjöldi sameiginlegra fb-vina sem veldur þessum uppástungum um nýja og ofsaspennandi Facebook-vini? Facebook er ólíkindatól. Ég spjalla nú ekki oft við fólk á messenger en samt gott að skella t.d. spurningu á Hildu: Vissir þú að það er bara eðlilegt að þriðja dóttirin (eins og þú) í fjölskyldu er með nánast undantekningalaust með blæti fyrir rauðhærðum iðnaðarmönnum? En feisbúkk fílaði ekki að maður talaði bara við vini og vandamenn. Fyrir mörgum mánuðum, árum, átti að reyna að fá mann til að tala við ókunnuga fb-vini, jú, þeir eru algengir. Afar óvirkir Facebook-vinir (látnir jafnvel) voru hafðir efst, til að við færum kannski að spjalla. Það var því meira vesen að finna sitt fólk og þurfti að fara í leitarglugga því þeir sáust aldrei efst á listanum. Fb virðist vera að draga í land með þetta, sem betur fer.
Fitun mávanna fyrir suðurflug haustsins heldur áfram og með leifum kvöldmatarins (bleikja, eða roðið) í kvöld og hálfri tertusneið frá afmælinu sem fannst í felum í einni hillunni í dag, fínasta súrdeigsbrauði (smábrauði fyrir tvo) sem ég sleppti með hádegismatnum í dag, bleyttu í aldraðri ólífuolíu, má segja að uppistaðan í súpueldhúsi okkar stráksa í dag hafi verið full af orkugefandi vítamínum. Vona að krummarnir verði jafnduglegir að halda lífrænu ruslatunnunni (sem er enn ókomin á Skagann) tómri, eins og Jónatan og co hafa verið.
Þremur dögum EFTIR afmælið mitt (auðvitað) sá ég auglýsingu sem hefði getað gjörbreytt öllu á laugardaginn (afmælinu) hjá mér. Ekki næstum allir gestirnir hefðu vitað hvað þetta væri, en samt fundist það töff EF ég hefði kannski sagt að þetta væri tæki til að lesa hugsanir ... eða sérstakt heilabylgjusöfnunartæki sem aðstoðaði mig við að safna upplýsingum um gestina svo ég geti boðið upp á vegan fyrir suma og sykur- og glútenlaust fyrir aðra í næsta afmæli.
Þetta heitir Hálsvifta. Hál svifta? Gæti svo innilega verið njósnabúnaður og enn meira töff en hafa sólgleraugun sín uppi á höfðinu. Þessi verður vonandi komin í Himnaríki fyrir næsta sumar. Geri ráð fyrir að þjáningarnar séu að baki að sinni og eðlilegt hitastig ríki héðan í frá og sem allra lengst. Það er alla vega líft í Himnaríki núna. Eitthvað sem venjulegu fólki finnst notalega hlýtt finnst mér nánast óbærilegt, svo hér er sennilega svalt peysuhitastig. Alveg eins og það á að vera. Sem minnir mig á að við í Hekls Angels erum að hugsa um að hekla peysu á okkur nú í vetur. Ekki laust við talsverða tilhlökkun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. ágúst 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 41
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 505
- Frá upphafi: 1526474
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 434
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni