18.8.2023 | 17:17
Orð sem trufla, skólabyrjun og fjórði Elon Musk-inn
Stráksi byrjaði fjórða og síðasta árið í dásamlega Fjölbrautaskólanum sínum í morgun. Talsverð tímamót að hætta í vinnunni í gær og setjast svo á skólabekk í dag. Það var loks í gærmorgun sem stundaskráin kom inn á Innu eftir að við höfðum kíkt daglega um hríð án árangurs, en við stráksi þurfum alltaf svolítinn fyrirsjáanleika, mögulega meiri en flestir aðrir. Auðvitað hefði ég getað hringt og fengið að vita miklu fyrr klukkan hvað mæting var (Sigfús, ég er með Merkúr í Meyju, veit ekki með stráksa), en daginn áður nægir langsamlega flestum. Ég hringdi loks um tíuleytið í gærmorgun og þá sagði hressa konan í símanum að allt væri komið á Innu núna, og það fyrir klukkutíma. Úps, auðvitað hafði ég ekki tékkað áður en ég hringdi, skrambs. Skóladagatalið var löngu komið á síðu skólans og sérlega fínt að sjá haustfrí, vorfrí, jólafrí og ýmsa viðburði.
Hvernig var í skólanum? spurði ég svo um ellefuleytið í morgun.
Það var rosa gaman. Ein konan sem kennir mér í vetur sagði: Loksins fæ ég að kenna þér! svaraði stráksi alsæll, búinn að gleyma því að í gær hafði hann svo miklu frekar viljað vinna áfram á besta vinnustað í heimi, Fjöliðjunni, en fara í skólann. Svona getur nú æðislegt fólk haft mikil áhrif og breytt málum til góðs. Svo á ég eftir að hringja auðmjúk í skólann og fá leyfi og biðjast afsökunar á því að hafa valið ranga daga (ekki bara haustfríið) til Glasgow-ferðar í október, sem þýðir að stráksi þarf smávegis aukafrí. Spurning um að senda drenginn reglulega með blóm og konfekt til að mýkja mannskapinn. Það var ekki við það komandi hjá honum að borða hádegismat heima, nei, hann fór aftur í skólann eftir hálftímalanga veru heima, bara til að borða þar og kom svo heim klukkan eitt, saddur og sæll. Það er ekki bara sjúklega góður maturinn í mötuneytinu þar, skilst mér, heldur vinna þar svo góðar og fallegar konur.
Spennandi laugardagur fram undan, sjálf menningarnótt á morgun. Talsvert margt sem mig langar að sjá og upplifa, útgáfupartí, opnun nýs veitinga- eða kaffihúss í Safnahúsinu við Hverfisgötu, Sigurveig snillingur og Kári sonur hennar sem flytur tónlist ... já, bara upplifa stemninguna alls staðar í miðborginni. Samt nenni ég ekki, held ég. En sjáum til. Veðrið verður "gott" - hvorki rok né rigning, jafnvel sól. Auðvitað er það betra á svona degi. Of heitt samt fyrir minn smekk, eða 15 gráður.
Ég sat skemmtilegt og fræðandi netnámskeið í hádeginu í dag hjá gamla dýralækninum hans Kela, henni Sif. Keli fylgdist vandlega með fyrirlestrinum til að byrja með (sjá mynd) og lagðist svo við hliðina á lyklaborðinu, eins og til að hlusta á rödd hennar og rifja upp gömul bólusetningarmóment. Eitt sinn fyrir mörgum árum fór Sif í brúðkaup á Vesturlandi og ég passaði fallegu og góðu silki-eitthvað-tíkina hennar, þá einu sinnar tegundar, á þeim tíma alla vega, það með góðri aðstoð Kela sem elskar hunda eins og ég.
Fyrr í sumar fékk ég beiðni frá Heimildinni um að skrifa um eitthvað sem ég hef lært af lífinu. Þetta er fastur liður í öftustu opnunni og er iðulega afar skemmtilegt aflestrar. Ég var mjög hugsi, lengi, lengi, en Erla sagði að ég gæti tekið mér allan þann tíma sem ég vildi og þyrfti. Þarna strax langaði mig til að skrifa um að við ættum ekki að trúa öllu eða hlýða skilyrðislaust og var með ágæt dæmi frá barnæsku, eins og t.d. hvað það gat verið hættulegt að skipa börnum að hlýða öllum fullorðnum - alltaf. Þess vegna var ég, átta eða níu ára, nánast komin upp í leigubíl með drukknum manni sem hafði séð mig ráfandi um eina á Reykjavíkurflugvelli (að koma frá Vestmannaeyjum) og sagði mér að koma með sér, hann ætlaði að redda mér heim). Rétt áður en við komum út gall við í hátalara að ég ætti að koma að afgreiðsluborðinu. Þá fyrst þorði ég, skíthrætt barnið, að rífa mig lausa og fékk að vita að mamma væri rétt ókomin að sækja mig. Ég skrifaði líka um innrætinguna, að strákar væru betri en stelpur, t.d. í stærðfræði og að keyra bíl. Ég fór að efast um þetta fyrrnefnda í landsprófi eftir að hafa fengið tíu í skyndiprófi í algebru, fékk samt svimatilfinningu af undrun því ég vissi að þetta hlyti að vera tilviljun, en fór samt að efast. Svo þegar systur mínar, frænkur og vinkonur höfðu afsannað fyrir mér þetta síðara, varðandi aksturinn, var það orðið of seint fyrir mig, og ég komin í ævilangt ástarsamband með strætó.
Svo var erfitt að halda áfram með skrifin, bæta við t.d. því sem ég fékk að heyra í kringum andlát sonar míns og í sama létta dúrnum ... svo ég söðlaði alveg um, henti út æskudæmunum og skrifaði fyrir rest bara um þrjár setningar sem dynja á mörgum syrgjendum og eru frekar ömurlegar. Það voru: Þetta á eftir að verða svo miklu verra hjá þér, Lífið heldur áfram og Þú ert í afneitun. Ég sagði frá því hvernig þetta hefði birst mér og hefði ekki gert mér neitt gott, nema síður væri. Við erum misjöfn og það sama á ekki við alla. Ég hikaði við að skrifa um þetta, því þetta er mér sannarlega ekki ofarlega í huga lengur, en frábært tækifæri að koma þessu að í Heimildinni - í þeirri von að það nýttist einhverjum, að það gerði kannski erfiðara að rugla í fólki eftir missi. Það meina örugglega allir vel en þetta hafði alls ekki góð áhrif á mig. Greinin birtist í Heimildinni (prentútgáfunni) í byrjun ágúst og í morgun deildi blaðið þessu á Facebook.
Eftir þessa lærdómsríku ævi mína (rúmlega fimmtíu ár, eins og það heitir núna og eftirleiðis, nema ég fari að vera aftur með aldurstengda, áletraða afmælistertu) finnst mér ég orðin ansi hreint gagnrýnin og ég trúi sko ekki hverju sem er. Í gær byrjaði til dæmis fjórði Elon Musk-inn að fylgja mér á Instragram ... Tveir eru í lagi, það er bara tilviljun, þrír örlítið grunsamlegri en þegar komnir eru fjórir fara að renna á mann tvær grímur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. ágúst 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 39
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 503
- Frá upphafi: 1526472
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 433
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni