2.8.2023 | 15:11
Út fyrir sælgætisrammann ...
Framandi amerískt sælgæti var skoðað í Kosti í gær, eins og M&M með saltstangafyllingu og annað sem heitir Pop-tarts. Eins og margir vita eru sætindi ein leiðin til að koma sér upp sléttara andliti (en vissulega stærri fatastærðum) svo ég fjárfesti í einum pakka af Pop-tarts og öðrum af þessu skrítna MogM-i. Á meðan Tidy-þvotaefnið er æðislegt og þurrkaraklútarnir sturlað góðir, fær þetta sælgæti ekki svo háa einkunn hjá mér. Mögulega annað of sætt og hitt of skrítið. Svona er nú hægt að gera tjúlluð mistök þótt það hafi ekki verið ætlunin. Þetta, að kaupa framandi sælgæti, heitir sennilega að fara út fyrir þægindarammann sinn og þá er ég búin að því þetta árið. Ekki einu sinni stráksi hafði áhuga á að smakka þetta. Uppáhaldið hans í kökudeildinni er hvít regnbogaterta sem ég bakaði um síðustu helgi (sjá sérlega girnilega mynd). Mín er flottari en sú sem sýnd er á Betty-kassanum. Svo segir stráksi og ekki lýgur hann. Inga og Guðrún komu í kaffi á sunnudaginn og kvörtuðu ekki, svo þetta er pottþétt rétt.
Ég keypti líka eitthvað náttúrulegt til að sofna af í gær, mest til að snúa við þeirri óheillaþróun hér á bæ að sofna seint og vakna seint sem hefur viðgengist í sumar við mikla gleði stráksa sem breytist í B-manneskju á sumrin. Hann er auðvitað fyrirvinna heimilisins (öll sumur frá 13 ára) og mætir til vinnu í Fjöliðjunni klukkan 12, annað árið í röð, sem sagt annað sumarið í röð sem þessi ómennska viðgengst. Í gærkvöldi fengum við okkur gúmmíbirni sem innihalda svefnaðstoð. Ég hafði legið ofan á umbúnu rúminu mínu með skrautpúða (ok, risapúði, ekki skrautlegur) undir höfðinu og verið að lesa - og vaknaði næst klukkan fjögur í nótt (viftan sem blés á mig hafði kælt helst til of mikið), bara til að hátta og fara undir þunnu sængina mína. Þetta sem sagt virkar og verður hér eftir bara notað í neyðartilfellum, til dæmis til að sofna afbrigðilega snemma kvöldið fyrir morgunflug til Evrópu og líka venja okkur stráksa á skólavakn. Hann harðneitaði reyndar að segja mér hvort hann hefði sofnað eitthvað fyrr en vanalega í gærkvöldi.
Það sem mér fannst einna flottast í Kosti var fjöldi glútenlausra vörutegunda. T.d. Betty Crocker-kökur og -krem, pasta og alls konar fleira. Eitthvað fyrir frænku mína sem er með glútenóþol.
Rétt áður en ég leið óvænt út af í gærkvöldi (00.30) náði ég mynd af einhverju furðulegu sem hékk yfir Reykjavík. Geimskip eða fullt tungl var það sem mér datt helst í hug. Síminn var á náttborðinu svo ég greip hann og myndaði ósköpin. Að vísu var máninn ögn appelsínugulari en myndin sýnir en sennilega hefur Apple þótt flottara að laga litinn ... En litur birtunnar í sjónum fékk nú samt að halda sér. Ef þetta var geimskip sem ég uppgötvaði er kannski ekkert skrítið þótt ég hafi sofnað (verið svæfð) skömmu síðar en gleymst að eyða myndinni ...
Það var ekki laust við gæsahúð af hrifningu þegar ég upplifði hlýðni veðurguðanna (ekki í fyrsta sinn) ... sem höfðu skellt þessari fínu norðanátt á í dag. Samt alveg sól fyrir hitt fólkið, þann ótrúlega fjölda sem kýs að verja fé sínu í sólarvörn. Mér tókst að loka grunlausa kettina inni í herberginu mínu og opnaði síðan alla glugga og svaladyr ... hitinn hrundi úr molluhita (22,5-50?) niður í eðlilegan (18?) á örfáum mínútum. Þakklæti mitt er yfirgengilegt. En vifturnar hamast nú samt. Ég hef líka aðeins hindrað miskunnarleysi sólarinnar í suðurgluggum Himnaríkis án þess þó að loka birtuna úti. Það munar um það. Mér finnst óþægilegt að vera stödd einhvers staðar innandyra að degi til og fólk er með dregið fyrir gluggana, en það er til millivegur og hann þræddi ég í dag.
Mig langar að biðja veðurguðina sem öllu stjórna að halda gosinu á lífi ögn lengur, eða fram yfir 12. ágúst helst, til að ég verði samkeppnishæf við vissar hátíðir þann dag, en alla vega þar til Davíð frændi er búinn að þramma þessa níu kílómetra sem þarf til að skoða það. Eftir mini-móðuharðindin um daginn er ég alfarið á móti eldgosum, nema meinlausum ræflum sem ekki er hægt að skoða nema í sjónvarpinu og gasútblásturinn úr því veki furðu vísindafólks vegna skaðleysis. Láttu þig dreyma, frú Guðríður ... sem man samt að í gær óskaði hún eftir norðanáttinni SEM KOM Í DAG. Ekki vildi YR.no meina að nokkur breyting yrði á veðrinu. Sú norska segir mér reyndar að það séu 11 gráður þegar þær eru í raun 16 ... sem er ótrúlega góð innræting fyrir mig, heldur eiginlega í mér lífinu en einhver gæti sagt að Norðmenn væru að reyna að halda Íslendingum niðri með slíkum fölsunum, gefa í skyn að landið okkar væri frosinn klaki til að fá sjálfir fleiri ferðamenn. Einhvers staðar heyrði ég að norðurljós Norðmanna væru sjónhverfing gerð með speglum, sem kæmi mér ekkert á óvart. Upptaka af íslenskum norðurljósum, dass af gervigreind ... myndvarpi ... spegill og einbeittur norskur brotavilji.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. ágúst 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 39
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 503
- Frá upphafi: 1526472
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 433
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni