Helgarplön í uppnámi ...

Kaffihús í HamraborgRigning á morgun setti helgarplönin í uppnám, vér systur og fylgifiskar (fólk og hundar) ætluðum að skella okkur á Snæfellsnes á morgun og gera okkur stórglaðan dag. Þess í stað býst ég við að skreppa sjálf í bæinn og jafnvel leita mér að nýju rúmi. Bakverkirnir eru ekkert grín. Þegar ég keypti þessa dýnu og rúm fyrir fimm árum eða svo, fékk ég loforð um að dýnan myndi haldast stíf ... og hún var svo ótrúlega góð fyrstu þrjú árin. Svo er hún bara ekki eins góð, svo mögulega verður kíkt í aðra búð, eftir að ég reyndi árangurslaust að leita réttar míns í búðinni þar sem ég keypti rúmið. Það rúm var það besta sem ég hafði sofið í ... en endingartíminn styttri en hann ætti að vera miðað við verðið. 

Í leiðinni ætlar stráksi að fá sér KFC, ég ætla að kaupa (hjá dýralækninum í Kópavogi) sjúkrafæðið fyrir Kela, hinn þvagsteinaviðkvæma, sem hinir tveir njóta góðs af, enda sérlega fagrir á feldinn. Kannski förum við aftur í Kost, þetta þvottaefni sem ég keypti síðast er algjörlega brilljant og líka þurrkaraklútarnir. Svona utanbæjartúttur þurfa að birgja sig upp. Og mögulega á kaffihús ... þess vegna þessi mynd hér að ofan. 

 

Vinkona mín var ekki ýkja hrifin þegar ég sagði henni frá draumi mínum að komast í hálfgerðan miðbæjarsoll og flytja í Hamraborgina í framtíðinni þar sem auðvelt er að komast í strætó, dýralækni, blómabúð og kaffihús (hvað þarf maður meira?). Hún sagði ekki sérlega gaman að búa þar sem eilífar sprengjur og loftpressur og hamarshögg dyndu á, enda verður mikið byggt þarna fyrir aftan á næstu árum. Þetta er auðvitað háð því hvort ég tími að fara úr Himnaríki og sé orðin ónæm fyrir hristingi eftir skjálftana á Reykjanesskaga. Sumir finna stigum allt til foráttu, ekki Inga vinkona (sjúkraþjálfari, samt ágæt) sem segir þá allra meina bót, flottur rass og lipur skrokkur ... Jamm, þetta þarf að hugsa vel.   


Bloggfærslur 25. ágúst 2023

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 181
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 1723
  • Frá upphafi: 1460656

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 1391
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 163

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband