Móðganir sem listgrein

AkrafjallYfirleitt gleymi ég hratt og vel móðgunum í minn garð, þakka það sumum frænda (fjanda) sem er með doktorsgráðu í að herða viðkvæmar sálir. Vissulega sagði stráksi við mig fyrir nokkrum árum: Var Akrafjallið til þegar þú varst lítil? Honum finnst enn alveg furðulegt að það hafi verið til flott tónlist þegar ég var unglingur. Árið 2008 bloggaði ég um hinar fullkomnu móðganir og þar sem komin eru nánast 100 ár síðan finnst mér allt í lagi að rifja þær upp núna. Misjafnar að gæðum, sumar jafnvel nánast óviðeigandi ... á mörkunum kannski.

 

Elsku frábæri Hjörtur minn Howser sem lést langt fyrir aldur fram, fyrr á þessu ári, sagði mér oft skemmtilegar sögur úr tónlistarbransanum, fyrstu tvær sögurnar eru frá honum og þessar erlendu úr bók um móðganir sem ég fékk einu sinni í afmælisgjöf.

 

Brezhnev og Brooke- Nú ert þú alltaf svo flottur í tauinu, alltaf með svo góðar græjur og kannt alla nýjustu frasana. En ert samt alltaf svo glataður. Björgvin Halldórsson við gítarleikara í fremstu röð.

 

- Carl Billich píanóleikari þótti með eindæmum kurteis maður. Eitt sinn var hann að spila á balli í Þjóðleikhúskjallaranum og drukkinn maður var þar sem frammíköll og læti. Loks missti Carl þolinmæðina, stóð upp frá píanóinu, gekk að manninum og sagði ákveðinn: Mig langar að biðja yður vinsamlegast um að halda munni og snæða óhreinindi.

 

- Og hvað með það? spurði Elvis Presley þegar honum var sagt að Bítlarnir væru komnir í heimsókn til hans á Graceland.

 

- Hvernig í ósköpunum gæti ég átt í kynferðislegu sambandi við fimmtugan steingerving? Ég á guðdómlegan kærasta sem er 28 ára gamall. Hvers vegna ætti ég að skipta honum út fyrir risaeðlu? Carla Bruni um Mick Jagger.

 

- Tónleikar hans standa yfir í fjóra og hálfan tíma. Það eru pyntingar. Hatar hann áheyrendur sína? John Lydon um Bruce Springsteen.

 

- Hvernig er mögulegt að hafa það að atvinnu sinni í 30 ár að spila á munnhörpu og sýna ekki minnstu merki um framfarir? David Sinclair, The Times, um Bob Dylan.

 

- Ef myndin mín gerir að minnsta kosti eina manneskju óhamingjusama hefur mér tekist ætlunarverk mitt. Woody Allen.

 

- Tilhugsunin um Karl prins að spjalla við grænmetið sem hann ræktar er ekki svo óhugsandi þegar maður man eftir því að hann hefur mmikla æfingu í að spjalla við ættingja sína. Jaci Stephens, The Sunday Times.

 

- Hún var svo loðin að þegar hún lyfti upp höndunum hélt ég að Tina Turner væri í armkrikunum á henni. Joan Rivers um Madonnu.

 

- Rússar elska Brooke Shields vegna þess að augabrúnirnar á henni minna þá á Leonid Brezhnev. Robin Williams. (SJÁ MYND)

 

- Ég vildi að ég hefði þekkt þig á meðan þú varst á lífi. Leonard Louis Levinson við leiðinlegan mann.

 

- Ég ætla að leggja nafn þitt á minnið og síðan fleygja höfðinu á mér. Oscar Levant.

 

- Ein hrukka í viðbót og allir halda að þú sért sveskja. Ókunnur höfundur.

 

- Þú ert svo lítill að þegar fer að rigna ertu þá sá síðasti sem fattar það. Ókunnur höfundur.

 

- Ég hef heyrt skemmtilegri samræður í stafasúpu. Ókunnur höfundur.

 

- Ólýsanlegur, hæfileikalaus og óheflaður ungur skemmtikraftur. Bing Crosby um Elvis Presley.

 

- Drengurinn inniheldur meira plast en plastpoki. Melody Maker um Michael Jackson.


Bloggfærslur 28. ágúst 2023

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 220
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 1762
  • Frá upphafi: 1460695

Annað

  • Innlit í dag: 199
  • Innlit sl. viku: 1423
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband