4.8.2023 | 15:26
Innihátíð, vinnuófriður og ... sprækir taki eftir
- Tötrughypja verður þú seint, sæta mín, sagði ég við spegilmyndina í morgun. Fallegi græni bolurinn frá Systrum og mökum, flottu buxurnar úr Nínu og doppóttu sokkarnir frá Liverpool. Fullkomið.
Í Himnaríki gengur senn í garð innihátíðin Ein með engu, eins og svo oft áður um verslunarmannahelgina. Tiltekt (spes vönduð) fyrir afmælið eftir viku, sem léttir á jólaþrifum með grisjun á bókum og öðru. Jei, gaman. Stráksi verður fjarri "óðu gamni" fram á sunnudag svo ég reyni að tína til það sem þarf að fara í ruslið fyrir brottför hans. Eldgosið virðist ætla að lognast út af fyrir afmælið mitt en sem betur fer komst Davíð frændi þangað í fyrradag á meðan það var enn í hálffullu fjöri, ég bað svo sem ekki mikið meira en það þegar ég ákallaði veðurguðina síðast.
Mynd: Gamla Landsbankahúsið.
Hluti af húsinu sem m.a. bæjarskrifstofurnar á Akranesi voru í virðast hafa orðið myglu að bráð, eða einhverju álíka, og miklar umræður eru nú í gangi um framtíðarstað skrifstofanna. Marga langar til að sjá þær í gamla Landsbankahúsinu á Akratorgi (sjá mynd) og það væri virkilega gaman, kostar minna að gera upp en byggja nýtt, en auðvitað þarf starfsemin líka að passa inn. Vonandi kemur eitthvað gott þarna í húsið til að lífga upp á miðbæinn. Ég hef komið inn í núverandi bæjarskrifstofur á stað sem er til bráðabirgða og vona að senn finnist góð lausn. Viðkvæm starfsemi nánast í opnu rými.
Í sama stigagangi og bæjarskrifstofurnar voru áður voru Landmælingar líka, sem nú hafa flutt í nýtt framtíðarhúsnæði. Það nýja er rúmlega helmingi minna og hönnunin byggist á hugmyndum um verkefnamiðaða vinnuaðstöðu, skv. fréttatilkynningu! Er það ekki svipað og kennarar hafa verið að mótmæla í HÍ? Hljómar hræðilega, ef satt er, enginn með fasta aðstöðu og allt saman opið, sem sagt enginn vinnufriður. Vonandi er starfsfólkið ánægt þótt ég sé með hroll, og þetta vonandi unnið í samráði við það. Held að einhver þar hafi gert þetta skemmtilega landakort sem hér sést.
Ég tel nokkuð víst að svona opin rými hafi haft ansi neikvæð áhrif á líf mitt frá árinu 2000 - því ég gat illa einbeitt mér á opnu svæði í annars frábæru vinnunni minni sem flutti þrisvar og skrifaði því ansi mörg viðtöl og greinar heima. Sem gæti meðal annars hafa orsakað núverandi hjúskaparstöðu mína. Hver hefur tíma til að hlaupa uppi sæta karla þegar þarf að skrifa flest kvöld og helgar líka? Ég er ekki fljót að skrifa, sem gæti auðvitað skýrt eitthvað en fann að einkalíf og vinnustaður uxu hratt saman.
Ég hefði í staðinn getað verið í fjallgöngum, bókabúðum að skoða háfleygar bækur, í grænmetisdeildinni í Hagkaup og fleiri vænlegum veiðistöðum ... en það tók alveg 20 ár að átta sig. Fegurðin náði ekki alveg öll að hverfa á þeim tíma, sjúkk, en nú nenni ég ekki í fjallgöngur, vel mér lesefni í gemsanum heima og panta grænmeti í Einarsbúð. Allar leiðir lokaðar. Svo eru karlmenn orðnir svo varkárir, koma alltaf tveir saman frá Einarsbúð, vottum Jehóva, að rukka fyrir Moggann og það allt sem ég þreytist ekki á að kvarta yfir. Langar mig svona svakalega mikið í karl? Nei, eiginlega ekki, nema hann sé ansi sprækur og svakalega skotinn í mér, sætur, greindur, húshreinn, góður kokkur, stórmunasamur, með góðan húmor, dýravinur og ekki of mikill áhugamaður um útivist. Áhugasamir geta sótt um í athugasemdakerfinu. Meðmæli minnst tveggja fyrrverandi eiginkvenna verða að fylgja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. ágúst 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 41
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 505
- Frá upphafi: 1526474
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 434
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni