6.8.2023 | 14:38
Gleraugnablæti og sérvaldar myndir sem auka andúð
Kattakrúttin á þessu heimili eru ekki alltaf krútt og voru það allra síst í gærkvöldi/nótt, eða Keli. Ég heyrði gleraugun mín detta af náttborðinu niður á mjúkt-eitthvað, sennilega mottuna, og fannst lamandi syfjan of dýrmæt til að sóa henni í að vakna of vel til að finna þau, ég myndi hvort eð er gera það næsta morgun. Aldrei skyldi maður ganga að nokkru vísu þar sem kettir búa, ekki einu sinni gamlir og endalaust sofandi á milli þess sem þeir úða í sig rándýrum kattamat og stöku kattanammi.
Tryggustu og bestu bloggvinirnir muna eftir falli mínu í ógæfumölinni við íþróttahúsið (2007-2008?) sem var áður en strætó fór að stoppa við Garðabraut, nær Himnaríki sem sagt. Þá þurfti stundum að feta sig varlega heim í öllum veðrum (helv. hálku) og myrkri, og einu sinni tókst það bara ekki. Kostaði saumaskap og vesen á spítalanum og spá læknis um að það gæti tekið tíma fyrir hnén að jafna sig aftur, sársaukalega séð.
Þegar beygjurnar og teygjurnar í morgun báru engan árangur í leitinni að gleraugunum þóttist ég viss um að þau hefðu jafnvel skotist undir rúm ... -Best að prófa hnén aftur, gá hvort ég geti kropið án þess að bresta í grát, sagði ég bjartsýn við sjálfa mig, kraup niður á púða ... en á skalanum einn til tíu þar sem tíu er óbærilegt, var sársaukinn á milli átta og níu. Enn, eftir öll þessi ár. Sennilega verð ég bara að sætta mig við að geta aldrei orðið kaþólsk, aldrei prestur, aldrei gift mig kirkjulega (þarf ekki að krjúpa?) og aldrei stundað jóga.
Myndin efst: Einhverjir myndu kannski halda að ég hefði viljandi valið frekar vonda mynd af Kela en það er innræting til að þið skiljið hvað hann getur verið óskammfeilinn ... Þegar eitthvað ljótt er skrifað á netinu um t.d. Katrínu Jakobs og Dag B. Eggerts fylgja alltaf skelfilegar myndir af þeim til að ýta undir andúð. Keli er reyndar dásamlegur, nema ... sjá neðar:
Gleraugun eru enn ófundin og ég með þessi gömlu á nefinu til að þurfa ekki að reka mig á veggi eða detta út um gluggana. Ég verð að bíða eftir því að stráksi finni þau fyrir mig (flissandi), eins og oft áður, en hann kemur ekki heim fyrr en í kvöld.
En hvað kemur þetta köttunum við? Jú, einn þeirra, Keli, sá elsti, alfa-kötturinn sem öllu ræður, sjálfur pokakötturinn úr Kattholti, virðist vera með gleraugnablæti. Eitt sinn átti ég ótrúlega flott gleraugu frá Reykjavík Eyes sem voru bara eitt gramm að þyngd, laus við samskeyti, skrúfur og slíkt, og bara voða töff. Það fannst okkur Kela báðum. Hann gerði sér að leik að ræna þeim og ganga stoltur með þau í kjaftinum um gólf en það gat verið þrautin þyngri að finna þau suma morgna, ekki síst eftir slysið í ógæfumölinni sem hafði þessi átakanlegu áhrif á hnén á mér. Held að læknirinn hefði frekar átt að kyssa á bágtið, eins og ég bað um, en að sauma öll þessi spor, þá sæi ég betur við að blogga núna. Orsök, afleiðing ... Þótt gleraugu nútímans séu þyngri, leikur hann sér stundum að því að henda þeim niður á gólf (mottu). En að láta sér detta í hug að leika sér svona með dýrmætar eigur matmóður sinnar. Kannski sé ég ekki kattamatinn næst, ég meina kattanammið, þegar hann reynir að væla eitthvað extra gott út úr mér. Á miðmyndinni virkar hann svo sem nógu sakleysislegur og sætur ... en undir niðri kraumar blætið.
Yfirleitt vakna ég ágætlega kát en eitthvað súrnaði gleðin í morgun þegar kom í ljós að rafmagnið var farið af Himnaríki, það ofan á gleraugnahvarfið. Kaffivélin hlýddi ekki og á þeirri sekúndu áttaði ég mig á því að ekkert heyrðist í vatnsbrunni kattanna. Ég myndi sem sagt neyðast til að ganga niður allar 50 hæðirnar kaffilaus, ýta vissum takka upp þarna í kjallaranum, og dragnast svo upp í Himnaríki aftur.
Við Inga ætlum að skreppa á kaffihús í dag, Lighthouse café, þar sem Grjótið var áður og enn áður Skrúðgarðurinn. Ekki beint kaffihús reyndar en það er ágætt Lavazza-kaffi þar á boðstólum, áherslan samt lögð á mat. Inga borðaði með mér þennan ljómandi fína tortilla-turn (Eldum rétt) í gærkvöldi. Hún er sko vinkonan sem skreppur til Íraks í páskafríinu sínu (norðurhlutans, Kúrdístan) svo ég monti mig nú aðeins af henni. Því óvenjulegri sem staðirnir eru, þeim mun líklegra er að hitta hana þar. Þegar Inga segist hafa sofið hjá mörgum konum, þýðir það bara sofið og það í sama rúmi og kvenkynsferðafélagi. Ekkert djúsí og spennandi. - Stundum er bara ein sæng, sagði hún eitt sinn mér til hryllings. Ég man enn eftir uppnáminu þegar ég heimtaði aukasæng á hóteli úti í Florida í desember 2018. Var ekki nóg að við Hilda þyrftum að deila rúmi? Þyrftum við að vera með sömu sængina líka? - She is my sister, not my lover, sagði ég stórhneyksluð í lobbíinu. Og fékk aðra sæng. Stundum getur borgað sig að vera hneykslaður. Aldrei sýna reiði eða frekju, miklu frekar að hæfilega hneykslan, það er mín reynsla.
Þriðja myndin sýnir í verki blómablæti ALLRA kattanna. Þarna sést svoooo vel hvað ég þarf að búa við! Ég fékk blómvönd í vor frá einhverjum aðdáandanum sem ég svo neitaði að giftast, minnir mig, og vöndurinn hafði aðeins staðið við eldhúsgluggann í eina og hálfa mínútu þegar Keli, Krummi og Mosi áttuðu sig á því og bókstaflega þutu á vettvang. Mosi og Keli (fjær) komnir upp á borð en Krummi að stökkva upp, hann ætlaði ekki að missa af þessari veislu. Þið sem haldið að ég hati blóm ... Afmælisgestir um komandi helgi ... ef þið færið blóm, þá gæti farið mjög, mjög, mjög illa fyrir þeim. Kattagras væri betur þegið, það hefur ekki fengist lengi í dýrabúðum nema eitthvað dæmi þar sem leiðbeiningar eru á of erfiðu tungumáli fyrir mig, það þarf víst bara að vökva einu sinni sem getur bara ekki passað. Óskiljanlegt. Ég viðurkenni að ég tek góðar og skýrar leiðbeiningar (á íslensku helst) fram yfir flest í lífinu, meira að segja súkkulaði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 6. ágúst 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 41
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 505
- Frá upphafi: 1526474
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 434
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni