31.10.2024 | 23:30
Óvænt útsýni, hæfileikakeppni og ... tónleikarnir
Margbreytileika veðurs gætir sannarlega hérna líka, eins og í himnaríki, og meira en ég hélt, útsýnið breytist endalaust, mér til mikillar gleði. Viðurkenni samt að ég sakna sjávarniðar af Skaganum og þess að sjá ekki öldur nema með kíki. Af því að það er svo innilega kolrangt að konur rati eftir innsæi og karlar eftir kortum, verð ég ekki almennilega sátt við útsýnið héðan fyrr en ég veit nákvæmlega hvert ég horfi, og þarf kort til þess, eins og vanalega. Þegar ég fór með mömmu og Hildu til Dublin eitt árið, áttu þær (alla vega mamma) ekki orð til yfir ratvísi mína. Ég leit á kort og þá varð þetta allt mjög auðvelt. Kannski er ég með karlaheila, þoli ekki mikið búðaráp ... en ég held samt í alvöru að við séum bara misjöfn og asnalegt að draga okkur í dilka; Þú ert kona, þú hefur gaman af því að versla. Þú ert karl, þú ert mikið fyrir fótbolta ... Ég kýs fótbolta allan daginn!
Já, útsýnið, ég trúi því eiginlega ekki en í dag þegar ég gaf mér tíma í fyrsta sinn til að skoða nágrennið með kíki (ekki nágrannana) sá ég mér til undrunar að ég sé Kjalarnesið og Grundahverfi ... virðist vera, ég þarf bara að losa mig við eina háa blokk til að sjá alveg upp á Skaga. Mögulega fleiri blokkir en den tid, den sorg. Þegar ég keyri (með strætó yfirleitt) upp úr Kollafirði yfir á Kjalarnes á leið á Skagann sé ég auðvitað ljósin í Reykjavík, og nú eru mín ljós orðin þátttakendur. Hef margsinnis ekið (ekki sjálf) Sæbrautina og ekki haft svona sjöttuhæðar-útsýni svo ég var eiginlega ekkert að hugsa um hvað væri á bak við Viðey og þar, ég hef aldrei séð Kjalarnes og Kollafjörð frá þessu sjónarhorni. Á samt eftir að skoða almennileg kort og næst þegar ég fer á Skagann mun ég kíkja eftir Kleppsvegi (krönunum í Sundagörðum) á leiðinni, tek kíkinn bara með - eða spjalla við indæla fólkið hjá Landmælingum. Ég er vissulega manneskja sem ferðast afar sjaldan og sé að auki frekar illa, þrátt fyrir gleraugu. En svona hluti vil ég vita. Í hina áttina, út um stofugluggann, sé ég Breiðholt og ef mamma væri enn á lífi og byggi í Asparfellinu gæti ég veifað henni, við yrðum þó báðar að vera með sérlega góða sjónauka. Mögulega hefði mamma orðið að losa sig við Asparfell 4 til að sjá örugglega heim til mín, er ekki frá því.
Í gær fór ég í eins konar atvinnuviðtal, nánast hæfileikakeppni þar sem alveg var horft fram hjá útliti, greind, kurteisi, kollhnísagetu og sönghæfileikum ... svo fátt eitt sé talið. Spennandi að vita hvað kemur út úr því.
(Myndin er vissulega pínku lýsandi, ég bjó á landsbyggðinni í næstum 20 ár en var reyndar allan tímann í tveimur til þremur störfum)
Ég hef svo sem litlar afkomuáhyggjur en ég vil frekar hafa of mikið að gera en of lítið, vinnualkinn ég ... Ég finn eftir sumarið (sem var allt of rólegt) að ég þarf að hafa alla vega tvær vinnur, helst þrjár. Að hlusta á sögur á daginn á meðan ég pakka upp úr kössum (mjög fáir eftir af þessum milljón) er vissulega mjög gaman en ég óttast að gamanið geti kárnað og að þetta verði að ávana eða fíkn ... ef eitthvað er að marka vissan leigubílstjóra ... Ég tók sem sagt leigubíl í gær í næsta póstnúmer þar sem viðtalið fór fram, hef heyrt svo margar hryllingssögur af geðillum höfuðborgarstrætóbílstjórum sem henda fyrst óvönum farþegum út og spyrja svo! Þótt ég hafi hlaðið Klappinu niður (reyndar óvart, fyrir tveimur árum) og tengt það við greiðslukort, veit ég ekki hvort það virkar, og ég var ekki (er aldrei) með peninga (650 kr.) á mér svo leigubíll var eini kosturinn. Hvern þekki ég sem tekur strætó reglulega og getur uppfrætt mig um einfaldleika Klappsins? Væri svo einfalt og gott að geta borgað með debit- eða kreditkorti eins og í landsbyggðarstrætó.
Eftir viðtalið sem gekk vel, sló ég öllu upp í kæruleysi, sá hvergi banka í grennd, og tók leigubíl til baka (einhver er nú innkoman). Við bílstjórinn fórum að spjalla um sitt af hverju; stjórnmál, landhelgismálið, kvótann, mikla umferð, verðtrygginguna og fótaferðartíma síðmiðaldra fólks, ég ráðlagði honum alla vega að nota Storytel eins og svefnlyf, ég léti lesa mig í svefn hvert kvöld, eins og litlu börnin gera ... Þá sagði hann mér sögu um að vinkona hans og konu hans, hefði orðið alveg háð því að láta lesa fyrir sig. Hún hætti að nenna að hitta vini sína, hékk bara heima alla daga og hlustaði á bækur. Þau heyra orðið aldrei í henni, hún nennir ekki lengur neinu, lífið er bara á bið hjá henni, vildi hann meina. Hann og konan hans eru með Storytel en ætla sannarlega ekki að enda eins og vinkonan. Ég var ótrúlega snjöll þarna á heimleiðinni og hafði vit á að biðja leigubílstjórann um að fara í Dýraríkið í Holtagörðum með mig og bíða í smástund á meðan ég keypti niðþungan kattasand sem ég þurfti þá ekki að bera nema bara rétt úr bílnum og inn í lyftu heima.
Mynd, bara upp á djókið: Ókeypis matur fyrir áttræða og eldri ... ef þau eru í fylgd með báðum foreldrum sínum. ...
Þetta með "söguháðukonuna" fékk mig samt svolítið til hugsa ... ver ég of miklum tíma í að hlusta á bækur? Bæti ég það upp með því að vera að dedúa og vesenast á meðan, elda, taka til og slíkt? Hefur þetta bitnað á hlustun á tónlist? Já, já og já.
Í dag kom fyrsti snjórinn og þá valdi ég ekki jólasögu til að hlusta á, heldur setti auðvitað Jólaóratóríu Bachs "á fóninn" - enn mjög hugsandi. Svo valdi YouTube-rásin alls konar flotta músík í kjölfarið ... gæti verið að ég hafi í algjöru ógáti verið að kolefnisjafna tónleika morgundagsins?
Jamm, tónleikarnir með Skálmöld eru á morgun. Keypti miðana snemma á þessu ári, eða 3. janúar, á sex ára ártíð sonar míns, fannst einhvern veginn mjög viðeigandi að gera eitthvað æðislegt þann dag, eitthvað sem gleður ... Ég veit að ég hefði aldrei getað dregið hann með mér á svona þungarokkstónleika. Hann kom með okkur mömmu á Töfraflautuna í Hörpu um árið og fannst það æði, hann fór á Skunk-tónleikana og einhverja fleiri en þótt hann hafi kennt mér að meta rapp og margt fleira breyttist (þróaðist) smekkur hans ... ég er t.d. enn að hlusta á Wu Tang og Eminem, en ég fílaði þó aldrei Guns'n Roses eins og hann gerði á unglingsárunum, enda fyrirmyndir mínar á sama sviði, Led Zeppelin og Deep Purple, talsvert betri, finnst mér.
Ég hringdi áðan í þrítugsafmælisbarnið sem ég gaf Skálmaldartónleikana í afmælisgjöf (ég fylgi með), og hún hafði beðið spennt allan tímann, ætlar að mæta klukkutíma fyrir tónleika á morgun að sækja mig því þetta er of mikið ævintýri ... maður mætir ekki sekúndu of seint. Gaman líka að ná að virða fyrir sér sálufélagana í Hörpu, smekkfólkið dásamlega áður en dýrðin skellur á. Tvær fyrstu plötur sveitarinnar verða teknar á morgun; Sorgir og Börn Loka. Finnst sú seinni skemmtilegri, enda er Hel þar. Tímdi hreinlega ekki að fara á þrenna tónleika sem Skálmöld verður með, en hinar fjórar plöturnar skipta sér á laugardags- og sunnudagskvöld.
Ég er mjög sátt við þetta ... vissulega verða kappræður á RÚV sama kvöld, eða á morgun, sem ég var algjörlega viss um að væri eitt stórt samsæri gegn mér - til að ég kysi eitthvað bull (aldrei Snorra samt út af hryllilegu strætófréttinni, sama í hvaða flokki hann væri) ... en svo mundi ég að ég horfi nánast aldrei á línulega dagskrá, heldur bara þegar ég nenni. Og ég mun nenna að horfa á kappræður frambjóðenda á laugardeginum. Nema ég fái gesti. Það hefur verið gestkvæmt um helgar síðan ég flutti og gestir ganga fyrir pólitík.
Geri fastlega ráð fyrir að það verði álíka stemning á morgun og hér í vídjóinu, þori ekki að vona að Edda í Angist mæti, svo er engin sinfó eða stór kór ... en þetta verður nú samt sturlað. Stigvaxandi stuð frá 4:20 mín. í myndbandinu en sá kafli og til enda náði mér strax og gerði mig að æstum aðdáanda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 31. október 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 828
- Frá upphafi: 1515923
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 701
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni