7.11.2024 | 13:21
Fjörugt samkvæmislíf, ruggustóll í bið og kosningaráð
Elskurnar hjá Elkó settu svo sem ekkert drengjamet í hraðþjónustu, fá samt tíu fyrir kurteisi, en um eittleytið ætlar elskulegur nágranni minn að klára að tengja þvottavélina. Slangan kom með dropp-sendli í gærkvöldi, svo stór að hún hefði aldrei farið fram hjá okkur hirðsendibílstjóranum (eitthvað sem bæði ég og Elkó höfðum áhyggjur af) ... Vélin keypt á mánudegi ... og kemst í notkun á ... þegar ég er búin að gúgla hvernig eigi að nota hana. Ekki halda að þetta séu elliglöp (það fyrsta sem mörgum dettur í hug hjá fólki yfir 50 ára) að geta ekki notað erlendar leiðbeiningar, ég er bara mjög fúl yfir áberandi minnkandi þjónustu í svo mörgu. Ef gervigreindin getur talað íslensku, geta sumir druslast til að láta þýða (og bara ljósrita þess vegna) leiðbeiningar fyrir fokdýru vélarnar sem þau selja. Ég veit að sumir kaffihúsa- og búðaeigendur áttu erfitt eftir covid-lokanir og slíkt, en núorðið fer ég ekki lengur í búðir sem loka kl. 17 eða kaffihús sem loka í kringum kl. 16. Það sparast auðvitað við að þurfa ekki að borga fólki eftirvinnu - en ég man bara allt of vel eftir kapphlaupinu um kúnnana, þegar keppst var við að bjóða sem bestu þjónustuna. Landsbyggðastrætó er gott dæmi um versnandi þjónustu sem, ótrúlegt en satt, dregur samt ekki fleiri farþega að ... döh
Jæja, frú Guðríður, hættu þessu nöldri ... þú gerir þitt með því að sniðganga ... jamm.
Ýmsar jákvæðar breytingar hafa fylgt flutningum mínum til höfuðborgarinnar, vissulega meira fjör, enda er rólegheitalíf svo innilega ofmetið ... til lengdar. Í kvöld ætlum við Ólöf að hlusta á upplestur úr nýjum jólabókum úti á Granda og í næstu viku fer ég í síðbúinn hádegisverð með tveimur vinkonum. Aðrar tvær ætla að koma í heimsókn mjög fljótlega, sennilega samt í næstu viku. Þetta er bara rétt byrjunin á yfirmáta fjörugu samkvæmislífi vetrarins. Er hætt við að finna mér ruggustól, í bili. Það er eins og ég hafi aldrei flutt á Skagann, það er að komast inn í kerfið hjá vinum og vandamönnum að ég sitji ekki lengur dáleidd við gluggann minn að horfa á brimið ... vá, samt, hvað ég sakna þess. Það hlýtur að vera mjög flott í dag, suðvestanhvassviðri og dásemd. Nú vantar mig einhvern við Jaðarsbraut sem tekur myndir af briminu mínu ... ég gætti þess vandlega að selja ekki neitt af landhelgi minni, bara himnaríki sjálft, svo ég á marga, marga lítra af sjó þarna fyrir framan.
Facebook rifjar alltaf reglulega upp minningar dagsins, fyrir visst mörgum árum og fyrir nákvæmlega tíu árum skrifaði ég:
"Himinglöð og alsæl eftir tveggja tíma dásemdarstund með 50 myndarlegum körlum."
Hvað ætli hafi verið í gangi hjá mér þarna? Einn nægir mér nú alveg svo þetta með fimmtíu vekur mér eiginlega óhug ... nema mögulega þetta hafi verið kórtónleikar, Fimmtíu fóstbræður úr Skagafirði, eitthvað slíkt. Ég fer ekki bara á Skálmaldartónleika ... en ég ætla að rembast við að rifja þetta upp. Þetta var alla vega skemmtilegt ...
Sá annað á fb í gær sem mér fannst merkilegt.
"Berðu virðingu fyrir fólki sem gengur með gleraugu. Það borgaði fyrir að að sjá þig!" Algjörlega rétt. :)
Fann líka góða staðhæfingu á erlendri fb-síðu:
Ég hata þegar einhver fleygir í mig ísskáp þegar ég er úti að ganga.
Svo átti fólk að bæta við, og þetta kom:
... þegar Voldemort notar sjampóið mitt
... þegar ég er að synda og hákarl gleypir mig.
En svo voru flest önnur komment um að fólk fleygði ekki ísskápum út um hvippinn og hvappinn ... hvers konar bull væri þetta og fljótlega hætti ég að lesa svörin.
Ég fann kosningageðheilsufærslu, ammríska auðvitað:
Hvað hefur þú gert í dag (í fyrradag) til að halda geðheilsunni? (í bið eftir úrslitum kosninganna í USA). Nýtist okkur Íslendingum núna 30. nóvember. Hvort sem við bíðum eftir ískrandi íhaldsstjórn eða krassandi kommastjórn ...
- Við tókum að okkur heimilislausan hund og það hefur haldið okkur uppteknum.
- Hef fengið mörg góð ráð frá röddunum í höfðinu á mér.
- Hlustað á Willie Nelson-tónleikaútgáfur á hæsta.
- Horft á gamlar bíómyndir og prjónað.
- Gekk í rigningunni með barnabarnið.
- Eldaði sérlega góðan mat í kvöld.
- Tók flensupillur og fór snemma í rúmið með hundunum mínum.
- Hef horft á fréttalausa sjónvarpsstöð.
- Haldið upp á afmælið mitt. Ef hann sigrar, breyti ég um afmælisdag.
- Spilað Jimi Hendrix, það gerir allt betra.
- Tók til í bakgarðinuim og þreif innkeyrsluna.
- Hlustað á bók í upplestri Stehens Fry og saumað út.
P.s. Granninn búinn að tengja. Nýtt vandamál ... leki úr krananum, svo ég þarf pípara. Vatnsslönguvöntunin var bara fyrirboði um meira vesen ... en ef ég lendi nú á stórhuggulegum pípara ... hvernig verður þá fb-minningin eftir tíu ár? Spennandi líf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. nóvember 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 828
- Frá upphafi: 1515923
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 701
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni