4.12.2024 | 20:01
Draumar sem rætast ... seint og um síðir
Einhvern tímann á fyrrihluta níunda áratugarins, jafnvel fyrr, dreymdi mig æsispennandi draum um svartklædda lögreglumenn í köðlum hangandi utan á Nýju blokkinni á Akranesi (við Höfðabraut), þar bjó ég í nokkur ár sem krakki. Til skýringar er himnaríki í Gömlu blokkinni, fyrstu blokkinni á Skaganum, sú Nýja var önnur blokkin og fæstir gerðu ráð fyrir því að innan einhverra áratuga yrðu blokkirnar orðnar óteljandi og ómögulegt að nefna þær eftir aldri þeirra. En draumurinn var ákaflega spennandi þótt ég muni ekki neitt nema sérsveitarklæddar löggur í köðlum í spennandi verkefni. Mundi þó að þegar ég vaknaði hugsaði ég að drauminn yrði ég að muna og skrifa síðan spennubók um efni hans. Á þeim tíma var nánast ekkert í boði í spennubókadeildinni nema Alistair MacLean.
Mynd: Sem brjálaður bloggari varð ég að taka laumulegar myndir svo mér yrði trúað að draumar gætu ræst svona löngu seinna, ég ýki stundum og plata á þessum vettvangi sem hefði komið mér í koll núna ef ég hefði ekki sannanir. Vona samt að mér verði fyrirgefið.
Það var síðan eins og við manninn mælt, að fjörutíu árum seinna rættist þessi draumur, nema í öðru húsi þannig að mig dreymir greinilega fyrir daglátum, eitthvað sem ég vissi ekki. Um hálfátta í gærkvöldi hringdi dyrabjallan, svo var barið þéttingsfast á dyrnar að auki. Ég hljóp til dyra, kíkti í gegnum gægjugatið og sá tvær stórhuggulegar löggur fyrir utan. Í síðasta bloggi bað ég um að ef einhver ætlaði að kæra mig fyrir grasrækt ætti að senda síðmiðaldra ... æ, sjáið bara síðasta blogg. Vil að komi fram að þetta er saklaust kattagras.
Megum við fara út á svalir hjá þér? spurði sérsveitin, þetta voru alvörugaurar með byssur. Ég varð ofsaspennt en hélt aðdáunarskrækjunum niðri í mér, sagði bara kurteislega: Gjörið svo vel, og galopnaði dyrnar. Krummi og Mosi lágu uppi í skáp og ég vissi að þeir myndu halda sig þar.
Mynd: Sönnun nr. 2.
Ég hef horft á nógu margar glæpamyndir og lesið enn fleiri glæpasögur, til að vita að það þýddi ekkert að spyrja þá hvað gengi á. Mögulega æfing í klifri í köðlum fram undan og bankað á mína íbúð til að gefa lífi mínu meira gildi og spennu sem er hverri manneskju nauðsynlegt til að blóðið haldi áfram að renna í æðunum? Ekki reyndist nefnilega vera þörf á kaðlahangelsi svo þeir fóru tveir að pakka dótinu saman, algjörir ljúflingar, rólegir og fagmannlegir. Alltaf velkomnir í kaffi.
Ég var ótrúlega fegin yfir því að það var eiginlega ekkert drasl heima hjá mér ... reyndar óuppvaskað í eldhúsinu og vissulega kominn smátími frá því ég ryksugaði síðast en það var komið kvöld og í augum sérsveitar sem er vön að fara inn í alræmdustu viðbjóðsgreni, grunar mig að þeim hafi fundist ofboðslega fínt hjá mér, bara eins og í höll. Hugga mig við það. Ég hafði verið að horfa á fréttir, var löt við að fara að vaska upp eftir kvöldmatinn og skipti á milli stöðva, stoppaði við Fóstbræður sem voru á þegar bjallan hringdi. Svo var lítil maltogappelsín-dós á sófaborðinu sem ég var að klára úr. Enginn landi í glasi eða grasrækt í eldhúsglugganum ... nema kattagras auðvitað. En hver man ekki eftir Lása kokki sem sagði: Ó, ó og æ, æ, skipið er að sökkva og ég ekki búinn að vaska upp. Ég er svolítið þarna.
Það var nú samt ekki fyrr en þeir voru farnir sem ég áttaði mig á því að þeir væru enn meiri hetjur en mig grunaði ... ég leit nefnilega út eins og argasti vélsagarmorðingi, komin í þrjár peysur vegna kulda (sjá síðasta blogg), hárið ógreitt og ég var bara algjör hryllingur, búin að sofa úr mér allt vit í flótta undan komandi jólaflensu sem þorði síðan ekki að láta sjá sig. Fagmennska þeirra sýndi sig í því að ég var ekki handtekin á staðnum sem gangandi umhverfisslys. Það er allt annað að sjá mig í dag, svo ég vona innilega að þeir komi aftur.
Eina sem ég frétti eftir lymskulegar njósnir mínar í dag var að nokkrum hæðum neðar hafi verið staddur maður sem var álitinn ógn, ekki íbúi. Í slíkum tilfellum fer allt í gang, og líka plan B, C, D, E, F og G. Ég var sennilega plan G, eða svalirnar mínar. Skýjahöllin hvað! Þetta var Ævintýrahöllin í gær.
Ohh, hvað mig langaði til að þeir settust niður í kaffi hjá mér og segðu mér spennandi sögur úr vinnunni ... ég hefði getað sagt þeim sitt af hverju spennandi um fyndnar stafsetningarvillur úr minni vinnu ... eins og þegar Vikan var með Danska kúrinn og ég fór yfir uppskriftirnar fyrir prent ... mig hefur aldrei langað jafnmikið til að sleppa því að leiðrétta villu og þegar kom: Pyntið með brómberjum. (í staðinn fyrir puntið). Þeir hefðu sko hlegið ...
Mynd: Tengist ekki draumi, en ég leitaði á náðir véfréttarinnar sem vildi meina að ég játaðist einhverjum núna yfir jólin. Það var alls ekki á dagskrá en mögulega var lögguheimsóknin í gær bara yfirvarp, samsæri og feður þessara flottu sérsveitarmanna í leit að almennilegri kellingu ... hef heyrt miklu ótrúlegri samsæriskenningar en það.
Mig dreymir líka oft brim og mikinn öldugang sem mikill aðdáandi hafs í ham. Núna fyrir nokkrum dögum, í draumi, átti ég íbúð (á Akranesi, held ég) sem lenti í tjóni vegna óláta í sjónum, húsið fór nánast í kaf, aumingja leigjandinn minn. Svo ég hringdi í tryggingarfélag þar sem Andrés (hjá mbl) svaraði í símann og tók mér ljúfmannlega. Ég gúglaði nafnið Andrés, hvað það þýddi í draumi og það táknar víst óveður. Það var eins og við manninn mælt, gul viðvörun um nánast allt land strax um morguninn - enn hvít jörð. Var það ekki í fyrradag? Svo eftir þessi tvö skipti get ég sagt með sanni að ég sé berdreymin, nánast með miðilsgáfu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. desember 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.12.): 78
- Sl. sólarhring: 307
- Sl. viku: 1949
- Frá upphafi: 1512241
Annað
- Innlit í dag: 74
- Innlit sl. viku: 1684
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni