7.12.2024 | 23:32
Góður gestagangur, alheimsnaflinn og válynd veður
Tilraunastarfsemi er í gangi núna í Ævintýrahöllinni en rúmteppið er í þvotti og þurrkun ... Þarf ekki að koma alveg þurrt út en bíð spennt, tekur bara klukkutíma þetta prógramm.
Well ... þvotturinn búinn (20 mín.) en vélin gerir enga tilraun til að fara að þurrka ... takk, Elkó, fyrir að láta ekki þýða leiðbeiningar og ljósrita handa Íslendingum, fokdýr þvottavél en við þurfum sjálf að finna út úr þessu, leita að leiðbeiningum á ensku með gúgli (þær komu á Norðurlandamálunum) eða þekkja konu í Noregi sem er snillingur í öllu sem viðkemur þvottavélum og leiðbeiningum með þeim. Það ætti samt ekki að þurfa. Þjónustuskortur er víða, eykst bara, ef eitthvað er, og fátt pirrar mig meira. Ég man svo vel eftir þeim tíma þegar t.d. kaupmenn kepptust við að bjóða bestu þjónustuna. Það var ekkert endilega allt best í gamla daga, síður en svo en þetta mætti laga.
VIÐBÓT:
Systir: Er of mikill þvottur í vélinni?
Ykkar einlæg: Bara eitt lauflétt rúmteppi.
Rúmteppið: Ég er reyndar svolítið þungt svona blautt, sorrí.
Systir: Trúlega of stórt.
Fékk dásamlega gesti af Skaganum í dag, aðra sýrlensku fjölskylduna mína, hin hefur þegar komið (með máltíð í farteskinu, auðvitað). Ég keypti gjafir handa litlu dúllunum (líka þeim á Skaganum), valdi syngjandi stríðinn kaktus sem hermir eftir öllum hljóðum. Bið foreldrana samt innilega afsökunar á látunum ... Þetta leikfang sést oft á samfélagsmiðlum þar sem foreldrar stríða ómálga börnum sínum á fyrsta ári og hræða. Þessar dúllur mínar eru orðnar nógu stórar til að hafa bara skemmtun af þessu. Mér láðist að láta vita með opnunartíma gjafa en efast samt um að krúttin mín hefðu samþykkt að bíða til jóla, enda algjörlega allt í lagi að opna þegar þær vilja. EvuLaufeyjar-kökurnar runnu ljúflega niður með malti og appelsíni sem stelpurnar eru vitlausar í. Að mínu mati langbesti jóladrykkurinn. Mikið hlýja allar þessar góðu heimsóknir undanfarið mér um hjartarætur. Ég held hreinlega að ég hætt að vera intróvert.
Fór í stórskemmtilegt frænkukaffi í gærmorgun, samt mæting kl. 10!!! og horfði hrifin af 6. hæð heima hjá frænkunni í Grafarvogi, beint yfir á 6. hæð í ævintýrablokkinni minni. Lyftan heima hjá henni er lítil EN hún er stækkanleg, svona ef fólk þarf að flytja eitthvað á borð við rúmið sitt ... mínir flutningamenn þurftu, eins og frægt er orðið, að bera rúmið mitt alla leið upp, og tvennt annað sem komst ekki í lyftuna, þar sem ekki er séns að stækka hana. Fólki finnst almennt sniðugt að lyftan mín stoppi á milli hæða hér. Að það þurfi að ýta á 7 og ganga svo niður átta tröppur til að komast á hæðina mína. Eða upp átta tröppur til að komast upp á næstu fyrir ofan. Þetta gæti auðvitað verið gömul leyniþjónustubygging þar sem allt var gert til að rugla ókunnuga í ríminu svo ég ætti kannski ekkert að vera að gefa of miklar innanhússupplýsingar hér.
Ég heyrði brjálæðislega háværa tónlist áðan, eins og verið væri að spila tónlist inni í íbúðinni minni, mögulega hávaða frá trylltum nágranna, og stökk á fætur til að taka betur til ef sérsveitin þyrfti að komast aftur inn til mín en ... þetta var víst bara kókakóla-lestin sem brunaði ótrúlega hratt eftir Sæbrautinni - sem sagði mér samt að ég byggi nánast í nafla alheimsins. Er fasteignaverð ekki örugglega hærra þar sem kókakóla-lestin ekur um einu sinni á ári?
Orkan hefur aukist hjá mér upp á síðkastið (kannski síðan sérsveitin mætti?) en ég ætla samt að fá mér dagsljósalampa til að hressa mig enn meira við. Ótrúlega gaman að vera til í nánast allt nema giftingu (sorrí, strákar) og geta nú vaskað upp strax eftir kvöldmat í stað þess að geyma það til næsta morguns eins og hefur þurft stundum ... Gæti verið að vítamínin séu að kikka inn - loksins. Er ekki byrjuð að skreyta samt, langar að klára að ganga betur frá sumu sem hefur ekki fundið endanlegan stað og ég hætt að sjá - en ekki lengur.
Bókin ofurlanga sem ég skrifaði um nýlega, Miðnæturstelpur, og sagði að hún væri 27 klst. löng í lestri á Storytel var nú ekki nema rétt rúmir 13 tímar, ég veit ekki hvaða tölu ég sá og misskildi. Biðst innilega afsökunar og vona að ég hafi ekki eyðilagt vongleði mjög margra með þessu. Langar bækur á Storytel eru eitthvað sem auðvelt er að elska, ef þær eru sæmilega skemmtilegar og þessi er það.
Vitlaust veður á morgun, skv. vedur.is, en áður en hvessir fyrir alvöru langar mig svolítið (í hitanum sem spáð er) til að þvo suðurgluggann hjá mér, veit samt ekki hvort lárétt og hraðfara rigning geri jólahreingerninguna á glugganum, eina suðurglugga íbúðarinnar, hann er stór og nær yfir allar svalirnar og gefur ágæta birtu, stundum of mikla sól ... Svo eru þrír fínir gluggar í norður, eldhús, herbergi, litla herbergi. Ég er svo góðu vön síðan úr himnaríki að hafa haft glugga á baði og tvo á gangi (fyrrum þvottahúsinu og í kósíhorninu) eða í hverju herbergi hússins og rúmlega það. Ég þarf, þrátt fyrir ágæta glugga, að laga lýsinguna hér, það er of dimmt. Loftljós sem lýsa allt of lítið. Sérstaklega finnst mér áríðandi að hafa góða lýsingu þar sem fólk kemur inn í íbúðina. Lýsing er mjög mikilvæg.
Myndina tók ég áðan og sneri bakinu í dyrnar fram á gang. Þessi sjón mætir mér og gestum mínum þegar gengið er inn og horft beint fram. Skápurinn á móti, efri einingin er iðulega hæli kattanna fyrir gestkomandi hundum og börnum. Krummi (13) náðist í dag áður en honum tókst að stökkva upp í skápinn en slapp svo undir rúm í herberginu mínu. Mosi (10) var örlítið stressaður en vissi samt að hann væri öruggur í skápnum. Stóllinn er þarna fyrir neðan af góðri ástæðu en ég verð auðvitað, sem klikkuð kattakerling, að kaupa fínan kattastiga handa þeim, kannski hringstiga til að spara pláss. Hægra megin fremst, bak við blaðakörfuna, sést í spegil sem ég er að reyna að finna nýtt heimili fyrir, vonandi sem fyrst.
Ástæða myndatöku var auðvitað lýsingin. Hún virðist þó meiri á myndinni en hún er. Lagast mikið þegar ég kveiki á lampanum á píanóinu vinstra megin. Sams konar leiðindaljós (dauft, fúlt, leiðinlegt) er í stofunni og herbergjunum. Er með lampa nánast um allt. Mig vantar góðan lampa í eldhúsið til að gera það bæði vinnuvænna og notalegra. Ég hef ekki notað Pinterest og kann því lítið á það, ákvað fyrir löngu að sleppa sumum miðlum til að eyða ekki of miklum tíma í tölvu eða síma ... en þegar ég leita á Pinterest er eins og ég finni bara greinar, ekki ljósmyndir sem gefa hugmyndir. Þekki ekki marga sem hanga þar og gætu aðstoðað, en ég er reyndar arfaléleg í allri leit, alls staðar á netinu. Næst þegar ég hitti Davíð frænda ætla ég að biðja hann um að kenna mér að tala við gervigreindina og fæ hana þannig til að kenna mér að leita á Pinterest, eða gefa mér góðar hugmyndir almennt varðandi lýsingu og mögulega líka lykilinn að eilífri æsku, endalausri hamingju, tilgangi lífsins (42, ég veit), hver myrti Kennedy Í ALVÖRU og sitt af hverju fleira. Leyfi ykkur auðvitað að fylgjast með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. desember 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.12.): 81
- Sl. sólarhring: 306
- Sl. viku: 1952
- Frá upphafi: 1512244
Annað
- Innlit í dag: 77
- Innlit sl. viku: 1687
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni