9.12.2024 | 17:09
Endalaus heppni og gæfa, eða hvað ...
Búin að fara í tvö atvinnuviðtöl, fæ annað starfið og byrja eftir áramót, og svo er annað viðtal í vikunni sem ég er spennt fyrir og þar hefst vinnan líka eftir áramót. Spurning hvort ég láti ekki tvö störf duga, ef ég fæ þetta ... langar vegalengdir og þar með tímafrekar strætóferðir spila inn í. Reyndar helgarfrí í báðum svo auðvitað gæti ég bætt við mig vinnu þá. Hvað er að mér? Alveg óvart valdi ég starfsvettvang (eða hann mig) sem ég get næstum verið í til dauðadags.
Ég er svoooo fegin að ég lagði t.d. ekki fyrir mig atvinnumennsku í hnefaleikum eða fótbolta. Vissulega voru fyrirsætustörf áberandi um tíma ... forsíðan á völvublaði Vikunnar 2007 (mamma hélt að ég væri völvan það árið og sagði það öllum!), svo var heilsíðumynd í heilsutímariti um áhrif járnskorts á líkamann. Sjá mynd. Stjörnuljósmyndarinn Raggi Th. tók myndina en hann hefur hlotið mikla frægð um heim allan fyrir rosalega flottar eldgosamyndir. Þessi myndataka var fín æfing fyrir hann, þarna á síðustu öld, svo heit var ég. En mér skilst að maður hætti að þykja fagur eftir því sem árum og hrukkum fjölgar svo fyrirsætubransinn reyndist ekki henta mér þótt ég hafi verið hrukkulítil ótrúlega lengi.
Ég hef svo sem ekkert verið að flíka frægum eiginmönnum eða kærustum lífs míns nema þá í gríni en ég rakst á þessa mynd nýlega og þurfti virkilega að hugsa mig um hvort við David hefðum náð að giftast eða ekki. Þetta var á hryllilega permanent-tímabilinu þegar ég reyndi að verða ljóska sem klæddi mig ekki en ég var líka undir áhrifum frá Önnu frænku sem sagði alltaf að ég myndi giftast manni með ættarnafn. Gurrí Gilmour hljómaði svo vel en mig minnir að við höfum ekki náð svo langt því prinsinn af- æ, sleppum því, ég skrifaði undir þagnareið. En það var gaman að sjá þessa löngu gleymdu mynd af okkur þegar allt lék í lyndi, vikuna góðu sem við rugluðum saman reytum.
Það er reyndar heilt myndaalbúm á Facebook-síðu minni sem heitir Með fræga fólkinu en eftir hótanir um lögsóknir er það ekki nema svipur hjá sjón og engar djarfar myndir eftir. Og þar eru alls ekki endilega gamlir kærastar. Þarna erum t.d. við Sverrir Stormsker (alls ekki kærasti) ... við Gummi bróðir (hann lék pabba Benjamíns dúfu í bíómyndinni), við Nanna Rögnvaldar, við Jason Statham leikari (reyndar ljósmynd af honum), við Jón Viðar og svo framvegis. Ég ætla að taka sénsinn á því að bæta þessari mynd við þar, sennilega í skjóli nætur einhvern daginn til að sleppa við reiði Pollyar núverandi. Náði aldrei að kynnast hinum í Pink Floyd en hef alveg átt gott spjall við strákana í t.d. Gildrunni fyrir tónleika eitt sinn, tók útvarpsviðtal við Dúndurfréttagaura einu sinni, tímaritsviðtal við Baggalút líka, svo ég þekki sko alveg hljómsveitagæja.
Mér líður stundum eins og ég sé fáránlega heppin manneskja en verð að viðurkenna að heppnin er stundum bara vegna einhvers sem ég jafnvel misskildi eða hafði rangar forsendur fyrir og slíkt ... Ég var orðin frekar stressuð þegar ég hélt ranglega að lokagreiðslan fyrir Ævintýrahöllina myndi fara illa með fjárhaginn og rúmlega það ... ég var búin að fá hátt yfirdráttarlán (sem kostaði mig næstum þúsundkall þótt ég hefði algjörlega séð um vinnuna sjálf, rafrænt) og eitthvað stóð þar um að ég mætti ekki nota yfirdrátt til fasteignakaupa sem jók á stressið ... en áður en ég hafði náð að hringja í bankann og ráðfæra mig við einhvern þar, kom í ljós að engin þörf var á yfirdrætti, einhver hafði skrifað ranga tölu á skjal og ég tekið hana trúanlega án þess að taka upp reiknistokkinn minn. Hélt bara að það hefði verið svona brjálæðislega dýrt að flytja. Mér leið samt þarna eins og ég hefði unnið í happdrætti, þannig var líka líðanin þegar ég fann vel falinn og gleymdan lífeyrissparnað á besta tíma núna í sumar, hafði skilist á konu í símtali að hún ætlaði að kalla eftir öllu slíku svo ég hélt að ekkert meira væri til.
Þótt ég hafi keypt nokkuð minni íbúð, þurfti ég að borga á milli, póstnúmer skipta nefnilega máli og 104 er póstnúmer fallega fólksins. Þetta var samt ekkert annað en gleðileg stórheppni, fannst mér, hver þarf lottóvinning þegar fé leynist svona út um allt? Nú hef ég fundið alla mína fjársjóði, og tilveran miðast við að fara að vinna í janúar, tvö störf, þrjú auðvitað ef ég tel verkefnin með sem berast reglulega, eða yfirlestur í tölvunni minni. Næsta ár ætti að verða skemmtilega annasamt. Heilanum fer nefnilega aftur í svona rólegheitum og blóðið hættir líka að renna almennilega, finnst mér, svo ég hlakka virkilega til komandi árs. Leti og rólegheit eru dásamleg blanda um helgar en ég kýs lætin og annríkið á virkum dögum.
Þau sem þekkja mig vita að ég er bókasjúk og t.d. á covid-tímum þegar allt var lokað og læst í samkomubanni slökkti ég á sjónvarpinu, full af mótþróaþrjóskuröskun (sjónvarpsgláp átti að bjarga þjóðinni, munið) og lagðist í lestur bóka með malandi ketti allt í kringum mig.
Heppnin eltir mig nefnilega líka í bókheimum þótt ég sé ekki lengur í þeirri aðstöðu að fá sendar bækur í tugatali (sjúkk samt, ekkert pláss) hef ég fengið nokkrar mjög girnilegar gefins á aðventunni. Ég keypti auðvitað Voðaverk í Vesturbænum þar sem höfundur (Jónína Leósdóttir) gerir okkur Gísla Martein ódauðleg í hreint út sagt æðislegri bók ... keypti líka ljóðabók Þórdísar Gísladóttur, Aðlögun. Eva frænka gaf mér dásemdina Í skugga trjánna (Guðrún Eva Mínervudóttir) sem ég er búin að lesa ... svo bíða mín fleiri: bók Nönnu Rögnvaldar, Þegar sannleikurinn sefur, spennubók með dassi af torfbæjarklámi, bók eftir Einar Örn Gunnarsson, Krydd lífsins, bók eftir Skúla Sigurðsson, Slóð sporðdrekans ... og nú niðri í póstkassa liggur bókin ÓKEI ... uppruni og saga þekktasta orðatiltækis í heimi, eftir Sigurð Ægisson. Gæfa að þekkja rétta fólkið - hver þarf svo sem bókabúðir eða bókasöfn ... tíhíhí, grín. Næstu daga ætti ég að geta hellt mér út í lestur því minna verður um slíkt í janúar ef að líkum lætur.
- ætíð með puttann á púlsinum:
Held að valkyrjurnar þrjár; Kristrún, Inga og Þorgerður Katrín, ættu bara að hætta þessu spjalli sínu um stjórnarmyndun. Hann Frosti Logason hefur sagt opinberlega (sá það á Facebook) að hann hafi enga trú á því að þetta gangi.
- - - - - - - - - - - - - - -
Hvað hræðir þig núna en gerði ekki þegar þú varst barn?
Ansi margir kváðust vera orðnir lofthræddir og voru líka hræddir við að detta en hér koma önnur svör:
- Þegar síminn og dyrabjallan hringja.
- Að meiða mig þegar ég geri eitthvað ævintýralegt.
- Framtíð heimalands míns.
- Að missa heilsuna.
- Framtíðin.
- Að fá óvæntan póst.
- Missa vinnuna, þá heimilið og þurfa að búa í bílnum.
- Framtíð barnabarnanna.
- Næstu fjögur árin ...
- Að Bandaríkin verði fasistaland.
- Dauðinn.
- Að missa vini og fjölskyldu.
- Einvera í ellinni.
- Apar.
- Stríð.
- Að lifa of lengi og klára alla peningana mína.
- Fólk.
- Húsaleiga.
- Konur.
- Trúarbrögð.
- Að lifa börnin mín.
- Karlar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. desember 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.12.): 84
- Sl. sólarhring: 301
- Sl. viku: 1955
- Frá upphafi: 1512247
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 1690
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni