Skutla skaltu náunga þínum ...

Blómvöndur dagsinsValentínusardagurinn minnti harkalega á sig í hádeginu þegar vinur minn gaf mér Snickers-súkkulaðistykki í tilefni hans. Þetta var ekki viljandi morðtilræði en í stað þess að þiggja það brosandi og þakklát sem hefði verið mesta kurteisin, sagði ég með tilþrifum: „Ó, ég dey ef ég borða jarðhnetur!“ Svo dró ég vísifingur hægri handar lárétt eftir hálsi mínum. Vissulega lymskuleg tilraun til að fá hann til að gefa mér Mars-súkkulaði eða eitthvað hnetulaust að ári. Ég sat í bíl með honum, konunni hans og dætrum og við vorum á leiðinni heim til mín eftir skóla. Hann hefur ætíð hugfast góða málsháttinn: „Skutla skaltu náunga þínum þegar hálku ber að fótum.“ (sjá átakanlega mynd a ófærð) Hann lagði óvænt lykkju á leið sína, lagði bílnum fyrir utan verslun, hoppaði út og hvarf úr augsýn. Hann hafði gefið konu sinni fallegan blómvönd rétt áður og sagði við hana:

„Hvað ætlar þú að gefa mér?“

„Kannski koss?“ svaraði hún. Dæturnar voru samt þarna ...

Fáið ykkur herbergi, hugsaði ég og dæsti hneyksluð.

 

Skömmu síðar tók ég gleði mína, hann mætti í bílinn með stóran og fallegan blómvönd handa mér! Fyrstu vinkonunni sem hann eignaðist á Íslandi, sagði hann. Ég heimtaði að þau hjónin kæmu í kaffi í nokkrar mínútur, stelpurnar í kókómjólk og kisuklapp. Þegar þau voru farin hugsaði ég um vælið í mér í bloggfærslu gærdagsins ... um að geta ekki skoppað í vinnunni á morgnana án þess að leggjast í kör eftir hádegið. Ég var ótrúlega spræk þarna í kringum hádegi í dag.

 

Á leið til vinnuAhhh, ég hef greinilega skrifað mig út úr verkjunum, hugsaði ég. Kláraði að setja í uppþvottavélina, hafði bara bakheilsu til að elda í gær, setti vélina í gang og hugsaði með tilhlökkun til að hitta Hekls Angels-vinkonurnar. Við ætluðum aldeilis út að spóla á vélhjólunum okkar með heklunál í annarri og kaffibolla í hinni. Ég var viss um að ég næði að brjóta saman þvottinn áður en ég þyrfti að fara út. Það var eins og ég hefði aldrei verið bakveik! Þá byrjaði ég að hnerra kröftuglega ...

 

Ég afboðaði mig í Hekls Angels-túrinn hálftíma seinna, hafði spreyjað kvefdrepandi meðali í hálsinn og skömmu síðar áttaði ég mig á því að höfðu verið blómin sem gerðu þetta óvænta kraftaverk á heilsu minni. Gleðin yfir blómvendinum hafði virkjað einhver hamingjuboðefni í heilanum sem leiddu svona skemmtilega niður í bak. Einhvern veginn þarf ég að sjá til þess næstu daga eða vikur að fá óvæntan blómvönd á klukkutíma fresti - eftir hádegi.

 

FjandiÁ Facebook:

Ég setti mynd af mér á Facebook með manninum sem gaf mér blómin í dag. Hátt í milljón læk eru komin og athyglisverðar umræður fóru í gang. Er þetta löggan? spurði ein - en í spjalli gærdagsins um bloggfærslu gærdagsins réði hún mér frá því að næla mér í löggu. Hún kvaðst hafa prófað það fyrir mig, meira að segja tvisvar, og það ekki gengið upp. Sennilega er ég nærsýnni en hún, mögulega heyrnarskertari líka (allavega í háværri tónlist) svo þetta gæti gengið hjá mér og svo á ég líka frænku sem er gift alveg frábærri löggu ... en Ragna von DV kvaðst þarna í umræðu gærkvöldsins þekkja nokkrar löggur sem kæmu til greina fyrir mig, hún skyldi finna einn sætan. Ragna, það eru komnir meira en 20 klukkutímar ...

 

NetfrægðarpersónaÉg hafði reyndar sett á statusinn um blómin og manninn í dag: „... og áður en þið missið ráð og rænu af spenningi - konan hans tók myndina og hún fékk líka blóm.“ Samt komu svona athugasemdir.  

 

Fyrir 14 árum setti ég eftirfarandi á fésbókina:

 

...gúglaði að gamni hvaða lag var í 1. sæti Billboard-listans daginn sem ég fæddist. Það reyndist vera Poor Little Fool með Ricky Nelson.“

Eitthvert árið mun ég herða upp hugann og hlusta á þetta lag. Mig minnir að ég hafi tekið þátt í leik sem gaf í skyn að lagið myndi segja til um hvernig líf mitt yrði, hvernig persóna ég yrði eða eitthvað slíkt. Vona samt ekki. 

 

Í gær sá ég mesta kaffinörd landsins dásama (á fb) kaffitegund nokkra ÞRÁTT FYRIR að kaffið væri nokkuð mikið brennt (sem ég, kaffiplebbinn, elska).

Bóndadagskaffi frá Kaffistofunni sem er eitthvað nýtt kaffifyrirtæki sem ég vissi lítið sem ekkert um. Hef þó séð einhverjar auglýsingar en þurfti þessa ábendingu til að láta vaða. Ég tek alltaf mark á nördum, pantaði hálft kíló af því og fæ það sent innan tíðar upp að dyrum. Rosalega hlakka ég til.

 

Gef kaffiskýrslu hér, auðvitað, enda búin að fá endanlega sönnun fyrir því að ég er alvöruáhrifavaldur. Sjá mynd sem vill virkilega meina að ég eigi að vera netfrægðarpe-rsóna, það vill véfrétt himnaríkis alla vega meina. Hvenær hefur henni skjátlast? Aldrei. 


Bloggfærslur 14. febrúar 2024

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 39
  • Sl. sólarhring: 440
  • Sl. viku: 2480
  • Frá upphafi: 1458547

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2048
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegustu menn í heimi
  • hvernig íslend sjá Evrópu
  • Siegfriedungjoy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband