3.2.2024 | 21:29
Bollugaldur og blússa Birgittu
Um miðjan dag í gær kvaddi stráksi og hoppaði niður stigana með nesti og nýja skó ofan í Glasgow-ættuðum poka. Hans beið ævintýrahelgi í Reykjadal sem hann hafði hlakkað svo til. Letidagurinn sem ég hafði planað í dag gekk að óskum nema ég setti í eina þvottavél, bara af því að það var orðið lítið eftir af handklæðum. Að öðru leyti slökun.
Auðvitað gætti ég þess vandlega að taka ekki úr uppþvottavélinni sem fór í gang í gærkvöldi, heldur kláraði hroðalega spennandi Joona Linna-bókina Sandmanninn og er rétt svo nýbyrjuð á Hrellinum. Spennt að vita hvort Erlendur hinn finnsk-sænsk-finnski hafi lifað af (hvarf í lokin á Sandmanninum) eða er endanlega horfinn. Spurning hvort Metallica hafi gert lag um hann, Enter Sandman, en ég hlusta svo sem aldrei á texta svoi það gagnast mér ekki. Mig grunar að hann hafi reynt að leita að hryllingsglæpamanninum sem Saga lögga skaut mörgum sinnum áður en hann lenti undir ís á fljóti, en vont fólk á borð við hann er ódrepandi, eins og við vitum svo sem.
Klára Hrellinn á morgun, hlusta á meðan ég raða leirtaui úr uppþvottavél í skápa og baka svo kannski vatnsdeigsbollur eftir geggjaðri uppskrift sem ég fann á mommur.is. Mér skilst að galdurinn að velheppnuðum bollum sé að ná hitanum úr deiginu áður en eggin eru sett í (eitt í einu). Hitinn fer ef maður hrærir deigið um hríð á miðlungshraða í hrærivél. Ef maður passar ekki upp á hitann, eða að kæla, verða bollurnar bara sléttar og samanklesstar.
Ef bakarinn hlustar á hroðalega glæpasögu á meðan bakað er - getur það haft slæm áhrif á bragðið? (Er að spyrja fyrir mig)
- - - - -
Í gær horfðum við Inga saman á Idolið. Annan föstudaginn í röð, hún er ekki með Stöð 2 og á þarna eitthvað fallegt í þáttunum sem hún vill sjá - og ég líka. Ég hafði ekki enn horft á þessa þætti, ætlaði alltaf en á bara frekar erfitt með að festa mig yfir sjónvarpi. Það var auðvelt að fyllast spennu, dást að þessum flottu krökkum sem syngja svo vel. Fyrir rúmri viku, eða í fyrra skiptið sem ég horfði, datt út ljóshærð stelpa sem ég hafði nánast veðjað við Ingu að myndi taka þetta ... en hún fékk ekki nógu mörg atkvæði. Þrjú eru eftir, þar af tvö frá Akranesi. Sem gleður gamla Skagahjartað. Mikið ætla ég að horfa á úrslitin á föstudaginn.
Dómararnir voru ekki síður spenntir, hrósuðu öllum í hástert og Bríet er orðin ástfangin af báðum stelpunum sem eru komnar í úrslit. Ég er enn hamingjusamlega gagnkynhneigð en fylltist þó skyndilegri ást við fyrstu sýn á glitrandi blússu, eða hvað sem þetta er, sem Birgitta klæddist. (Veit einhver hvar svona flíkur fást?) Ég gæti þurft að safna hári til að hún fari mér jafn vel og Birgittu en við Birgitta erum báðar í ljónsmerkinu, nema hún er ögn yngri. Oft hefur verið sagt um ljónin að þau séu glysgjörn. Ég get ekki verið meira ósammála því bulli, en þetta er samt ein allra flottasta blússa sem ég hef séð. Ég færi kannski að horfa meira á sjónvarp, t.d. veðurfréttirnar, eins og prjónafólkið, ef veðurfræðingarnir glitruðu meira. Það verður alltaf allt brjálað þegar veðurfræðingur birtist í prjónaflík. Ég veit ekki af hverju ég er meðlimur á prjónasíðu á Facebook, ég kann ekki að prjóna, ég er líka meðlimur á brauðsíðu, bandalag þeirra sem baka eigið brauð, ég baka ekki brauð, kaupi það ekki heldur, nema við einstök tilefni. Eina síðan sem passar mér virkilega er Stuðningshópur fólks sem labbar hallærislega í hálku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. febrúar 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 45
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 1524989
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 575
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni