4.2.2024 | 20:38
Þjófstartað ... og gardínuofbeldi lífs míns
Í-guðanna-bænum, ekki kveikja ljósið fyrr en þú ert búin að draga fyrir! sagði mamma svona fimm milljón sinnum. Ekki bara þegar ég var lítil, heldur talaði hún áfram um hætturnar af því að einhver sæi inn til mín, jafnvel bara þegar ég væri að læra heima við hansahilluskrifborðið, eða lægi uppi í rúmi síðdegis við að lesa gömlu bækurnar hennar (Snjallar stúlkur, og helming bókaflokkanna um Rósu Bennett og Beverly Gray. Tvíburasystir mömmu fékk hinn helming bókanna því þær systur fengu sjaldnast, jafnvel aldrei, gjöf nema saman).
Ég mótmælti þessu gardínuofbeldi móður minnar (og það löngu áður en mygla varð landlæg á Íslandi) og notaði frekar heklaðar myndir til að skyggja á innsýnið þegar ég varð gjafvaxta og giftist fyrsta eiginmanni mínum (1980), því mér fannst ekki rétt að loka á birtuna og lífið, eins og ég reyndi að segja henni.
Áratugum seinna, eða í dag, uppgötvaði ég, mér til mikils hryllings, að hún hafði rétt fyrir sér allan tímann. Hrellirinn, sú Joona Linna-bók sem ég er að lesa núna, og jú, hann var auðvitað á lífi, fjallar um gluggagægi sem hangir úti í garði og myndar tilvonandi fórnarlömb ... við að fara í sokkabuxur, borða ís, horfa á sjónvarpið, tala í síma ... og sendir lögreglu myndbandið rétt áður en hann brýst inn og myrðir þær. Ég hef sennilega sloppið verulega naumlega í gegnum tíðina. Vissulega átti ég gardínur fyrir alla glugga á Laugaveginum (1982), jarðhæð, rétt fyrir ofan Hlemm, mögulega fylgdu gardínur í Æsufellinu (1983) en á þessum tíma, eftir skilnað við fyrsta eiginmanninn, bjó ég í svo skamman tíma á hverjum stað, að raðmorðingja hefði ekki gefist tími eða þolinmæði til að sitja um mig. Á Hringbraut (1988-2006) var ég á annarri hæð og fljótlega eftir komu mína þangað var háa tréð sunnanmegin fellt, það var orðið gamalt og fúið, svo viðkomandi hefði svo sem sést mjög greinilega og jafnvel brotið sig þegar tréð hryndi undan honum sem það hefði gert ... Hlaðið hjá mér við Himnaríki (2006-) ... bílastæði beggja vegna og oft snúa bílarnir að gluggum mínum ... svo ég hef greinilega verið í meiri lífshættu hér en ég get mögulega ímyndað mér.
Hvort sem þeir eru með sterka og langdræga sjónauka í skipum á Faxaflóa, hljóðlausa njósnaflugvél í felulitum eða nota dróna ættu þeir að vita að ég er alltaf með læst hjá mér og hef þrjá verulega grimma og nánast mannýga varðketti sem engu eira.
Ég er ekki mikið fyrir að þjófstarta en í mínum huga er bolludagsaðventan hafin, hófst um þessa helgi. Næsta helgi verður nánast eins og jólin með hápunkti á mánudeginum. Ég ætla ekki að baka þá, frekar fara til Hildu í bollukaffi - og svo sjá til á sjálfan bolludaginn hvort ég fari jafnvel í Kallabakarí. Fyrsti skóladagur, fyrsti minn dagur í kennslu, verður á bolludaginn og eiginlega synd að geta ekki boðið nemendum upp á eins og eina vatnsdeigsbollu í kaffitímanum. Ég bakaði bollur í dag, eftir uppskrift frá mömmur.is og get ekki sagt að þær hafi orðið fullkomnar þótt uppskriftin hafi verið það. En allt í lagi samt. Fannst þær orðnar svo dökkar, strax eftir 20 mínútur (áttu að vera í c.a. hálftíma) svo ég tók efri plötuna út átta mínútum of snemma miðað við það. Leyfði þeirri neðri að vera lengur, þær voru ansi ljósar ... og féllu svo hver um aðra á meðan þær bökuðust lengur - af því að ég opnaði of snemma á þær, ekki efri plötuna. Bömmer. Ofninn blæs sem sagt ekki jafnt og ég hefði átt að baka eina plötu í einu.
Stráksi fær bollur í kvöldkaffinu, en sýrlensku snúllurnar í næsta húsi (eina fólkinu í heimi sem finnst ég of grönn, held ég) færðu mér kúffullan disk af sterkum mat og í þetta sinn gat ég hefnt mín strax og sendi Fatimu með bollur heim. Hún sendi mér skilaboð stuttu seinna (alltaf á íslensku) svo hrifin að hún vill læra að baka bollur, ég heimtaði að fá að hjálpa henni, er nú orðin reynslunni ríkari eftir daginn í dag, svo bollurnar hennar verða fullkomnar. En þrátt fyrir að bökunartíminn hafi verið 30 mín. við 190°C á blæstri klikkaði ég með því að finnast þær of dökkar ... sem þær voru ekki. Hvor plata í 25-30 mín. hefði verið fullkomið.
Sumir á Fb bulla og rugla varðandi mislingaveika manninn, segja að hann sé líklega hælisleitandi ... en á einum stað sá ég að hann væri nú bara breskur ferðamaður sem mér skilst að séu bestu ferðamenn sem hægt er að fá - nema auðvitað í þessu tilfelli.
Það eru vissulega einhverjir sem eru mjög mikið á móti bólusetningum, skaðleg lygi læknis sem missti leyfið fyrir að falsa niðurstöður rannsókna um að sprautan (með þremur mótefnum) ylli einhverfu. Hann var þá kominn með einkaleyfi á bólusetningum með einu mótefni (við mislingum, minnir mig) svo hann hefði orðið forríkur ef ekki hefði komist upp um hann (skv. heimildamynd á RÚV eða Stöð 2). Skaðinn var skeður þrátt fyrir að þetta væri leiðrétt út í eitt, og hjarðónæmi sem hafði náðst er ekki lengur til staðar. Myndin: Sá þessa mynd hjá manni sem ég veit að er á móti bólusetningum og sér sig sem manninn á myndinni.
Það er kostur að hugsa sjálfstætt, og hlýða ekki hvaða vitleysu sem er í blindni ... eins og ég gerði á barnsaldri. Alltaf að hlýða fullorðnum,- bullið sem rak mig næstum út í að fara með fullum karli út í leigubíl þegar ég beið á Reykjavíkurflugvelli eftir að vera sótt. Þegar einhver segir eitthvað smjaðurslegt á borð við: Þú ert greinilega manneskja sem hugsar sjálfstætt! ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja hátt, mínar gera það, ég get verið tortryggin á hrós þótt mér finnist ég oftast eiga allt gott hrós skilið.
Þegar árulestrarkona (löng saga) sagði við mig fyrir áratugum að ég væri með svo marga gula liti í árunni minni (og það væri gáfumerki), hugsaði ég í stað þess að gleðjast: Af hverju finnst henni hún endilega þurfa að peppa mig upp? (Það þarf ekki við okkur Þingeyinga). Svo komst ég að því skömmu seinna að hún sagði þetta sama við fleiri, kannski alla. Þá hafði ég reyndar lært að mótmæla ekki hrósinu, hugsa mitt en þegja. Mótmælti nefnilega eitt sinn og sagði við breska miðla sem vildu meina að ég væri svo rosalega gömul sál. Það getur ekki verið, ég hata garðyrkju.
Ó, Görreijj, þú átt ekki að gera svona lítið úr þér! svöruðu þau alveg miður sín yfir þessu sjálfsniðurrifi, hver vill ekki vera gömul sál? Mér finnst þetta enn mjög fyndið - og hef ekki enn, áratugum seinna, öðlast þann mikla andlega þroska og innri ró til að hafa gaman að því að vinna í garðinum (eða svölunum). Ungbarnssálin kveður í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. febrúar 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 45
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 1524989
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 575
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni