8.2.2024 | 22:13
Hetjur hraunsins og árla vaknað óvart ...
Vekjarinn hringdi kl. 7.15 í morgun af því að ég gleymdi að stilla hann á 8.45. Stráksi nær síðasta strætó fyrir síestu kl. 9.30 á Garðabraut alla fimmtudaga en hina dagana þarf hann að vera mættur í skólann 8.30. Ég get sofið lengur, hugsaði ég með ánægju, ósofnar konur eru ekkert grín, heldur ekki í útliti. Æ, best að pissa fyrst, hugsaði ég. Og vaninn svo sterkur að um leið og ég settist upp á rúmstokkinn kíkti ég á vefmyndavél í gemsanum mínum. Allt appelsínugult þar svo ég þaut á fætur. Og sjá ... rauður loginn brann. Ætlaði að taka ljósmynd en glugginn var svo skítugur eftir furðuveðrin undanfarið ... svo ég lokaði dyrum herbergis míns aftur og tók mynd út um svaladyrnar án þess að kettirnir týndust úti á stórum svölunum. Engir taumar framan við linsuna þar. Birti myndina sem var ekki bara hipp og kúl, heldur héldu allir að ég færi svona ógeðslega snemma á fætur. Ég sem myndi sennilega sofa til hádegis ef ég kæmist upp með það - sem ég geri ekki. Á FB sá ég að ég vaknaði samt klukkutíma of seint, rúmlega það.
Mynd/ir: Fyrsta myndin, efri t.v. er sú sem ég tók upp úr kl. 7 í morgun. Sú næsta undir kl. hálftíu. Neðri myndin vinstra megin er (úr vefmyndavél) af hetjum hraunsins, mönnum sem láta ekki þúsund gráðu stórfljót slá sig út af laginu, aka svo vinnuvélum í sama lit og hraunið, tískutöff og óhræddir. Fjórða myndin er af Kela (14) sem sólar sig í algjöru stúkusæti.
Það tók því alveg að sofna aftur eftir 7.30-fréttir á Rás 2 en upp úr níu skreiddist ég fram úr, of eftir að stráksi var farinn tók ég næstu mynd, vonaði að þetta væri skaðlítið túristagos þar sem það var fjær Grindavík en janúargosið. Svo var því miður ekki. Elsku Suðurnesjafólk. Eitt sinn hvarf þrýstingur af vatninu í Himnaríki og nokkrir dagar liðu í ansi hreint miklum kulda, minnir kannski 10 gráðum, eða minna, en svo miklum kulda að kettirnir sváfu undir sængum og teppum sem þeir gerðu annars aldrei. Ég svaf í þykkum náttfötum, þykkum slopp og lopapeysu yfir, lopasokkum að sjálfsögðu og svo með lasagne-rúmföt yfir mér; lopateppi neðst, þá sæng og efst þungt ullarteppi. Það dugði. Grannkona hringdi brjáluð í pípara eftir að hafa fengið óvart ískaffi hjá mér og viti menn, það var orðið hlýtt daginn eftir. Svo flutti hún bara! Aldrei hefði mér dottið í hug að kaupa mér rafmagns- eða olíuofn, eins og gáfaðara mér fólk gerði í dag.
Mér tókst að ljúka við að lesa yfir krúttlega ástarsögu um leið og ég fylgdist lauslega með nokkrum aukafréttatímum dagsins, var með sjónvarpið á síminnkandi ummerki eldgossins hinum megin hafsins, með því að snúa höfðinu til hægri. Akkúrat núna upp úr níu að kvöldi til sést bara ógreinilegur rauður punktur.
Ég hef reynt að standa upp frá tölvunni annað slagið, taka úr uppþvottavél, setja í þvottavél og borða eða fá mér kaffi, hlusta þá á Joona Linna, eða bókina Kanínufangarann, en hún er eiginlega svo svakaleg að ég get varla haldið áfram ... Klára hana sennilega fyrir svefninn en finnst ólíklegt að ég fái martröð, tekst yfirleitt að skera á öll svona hryllingstengsl áður en ég held frá glæpasögu yfir í draumalandið - sem er mikill kostur.
Our monthly volcanic eruption began at 6am this morning, on the Reykjanes peninsula.
Hraunið hætt við að renna í Bláa lónið. Hefur ekki efni á því.
Mér er sama um Grindvíkinga. I mean, ég er Akureyringur! Ég þarf að hugsa um mitt fólk (aðra Akureyringa) fyrst! Akureyri fyrir Akureyringa, segi ég bara, vil ekkert flóttamenn frá Grindavík inn í minn bæ, kosta bara skattpeninga sem ég einfaldlega nenni ekki að eyða. Þegar vandamálin á Akureyri lagast mun ég byrja að pæla í Grindvíkingum. og bætir svo við: Hvar drögum við línuna um fólk sem við hjálpum? Myndum við hjálpa Færeyingum? Norðmönnum? Þýsku fólki? Við erum öll manneskjur. Ég á miklu meira sameiginlegt með helling af fólki frá t.d. Palestínu, en mörgum Íslendingum.
Emelie Schepp sænskur rithöfundur er FB-vinkona mín, (Henrik maðurinn hennar líka) eftir að ég tók viðtal við hana um árið þegar hún kom til Íslands til að kynna bækur sínar um saksóknarann Jönu (B-eitthvað - man ekki eftirnafnið) sem tekur fullan þátt í rannsóknum mála með löggunni ... hún á sér hræðilega fortíð sem sífellt stingur upp kollinum. Nú eru á leiðinni þættir upp úr fyrstu bókinni hennar (Merkt, minnir mig að hún heiti á íslensku)og verða sýndir á Amazon Prime, byrja þann 19. apríl. Emelie er sænsk og gaf þessa fyrstu skáldsögu sína út sjálf af því að hún fékk ekki útgefanda. Bókin seldist svo rosalega vel að útgefendur hafa barist um að gefa út næstu bækur hennar, hún er sem sagt komin með útgefanda. Bækurnar hafa komið út sirka árlega og eru þýddar jafnóðum á íslensku. Síðasta hét Björninn sefur ... og endaði ansi hreint spennandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. febrúar 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 45
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 1524989
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 575
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni