15.4.2024 | 23:09
Að halda illum öndum fjarri ...
Dagarnir í himnaríki eru ótrúlega rólegir eftir að stráksi flutti að heiman og það tekur óratíma að safna í heila uppþvottavél, hvað þá þvottavél.
Ég nenni þó ekki að skipta um föt fyrir hádegismat og aftur kvöldmat, eins og sumt fólk gerir, alla vega í gömlum bíómyndum, en ég eldaði nú samt fínan kvöldmat í kvöld, frá Eldum rétt. Rest verður borðuð á morgun, enda matur fyrir tvo. Hinn rétturinn sem ég keypti verður eldaður hinn daginn og restin borðuð á fimmtudag. Svo finn ég eitthvað út úr hinum dögunum. Ég á eftir að horast einhver ósköp, borða mun minni mat eftir að stráksi flutti og svo er ekkert sælgæti til í himnaríki. Ég bannaði stráksa nammikarli iðulega að bjóða mér nammi en svo móðgaðist ég þegar hann gerði það ekki.
Sennilega mun sú aukna eldamennska sem fylgir Eldum rétt fylla uppþvottavélina ögn hraðar EN ég var samt alls ekki að kvarta ... nema uppáhaldsbollarnir eru iðulega óhreinir í vélinni, virðist vera, og ég farin að nota ýmsa sparibolla - sem er samt allt í lagi. Þetta venst, þetta venst. Það ríkja rólegheit en samt er meira en nóg að gera vinnulega séð, eins og venjulega.
Mín frábæra grannkona frá Úkraínu kíkti í kaffi eftir vinnu í dag og kettirnir fjölmenntu inn í stofu til að fagna henni, hún átti ekki orð yfir fallegu móttökunum. Ég hálfskammaðist mín fyrir að segja bara hæ, og viltu kaffi? en ég veit samt ekki hvernig hún hefði brugðist við álíka fagnaðarlátum frá mér og kettirnir sýndu henni. Ég kann ekki einu sinni að mala! Þeir hafa saknað hennar en hún og sonurinn hafa heimsótt þá daglega, jafnvel oft á dag, ef ég bregð mér frá í t.d. jólafrí til Hildu í Kópavogi sem ég hef gert minnst árlega í mörg ár. Þau hafa líka gefið köttunum kattanammi og slíku gleyma þeir aldrei.
Ég las grein í dag, um hvað liturinn á útidyrahurðinni táknar. Það segir heilmargt um fólk hvaða lit það velur, samkvæmt greininni, reyndar var löngu búið að mála hurðina á himnaríki þegar ég flutti inn. Og hún hefur verið máluð aftur og liturinn fengið að halda sér. Vér sem búum í fjölbýlishúsum ráðum oft litlu en ég ætla samt að sýna hússtjórninni hér þessa grein. Einn daginn verður húsið málað og þá hægt að breyta, ef vill.
Útidyrahurðin í húsi himnaríkis er eldrauð (tveir stigagangar og tvær hurðir). Ég er ekki trúuð á svona en eftir að hafa lesið mér til um rauðar útidyrahurðir og allt passar svo ótrúlega vel, er ég orðin gjörsamlega og endanlega og algjörlega sannfærð.
Rauði liturinn á útidyrahurðinni hefur löngum verið tengdur við höfðinglega gestrisni. Í gamla daga úti í Ameríku voru þær rauðu merki um að ferðalangar fengju næturgistingu í húsinu. Í Skotlandi er rauð útidyrahurð einfaldlega tákn um að húsnæðislánið sé uppgreitt og á Írlandi veit fólk að rauð hurð heldur illum öndum fjarri. Ef þú kýst þennan lit á þína hurð (eða kýst að kaupa íbúð í húsi með rauða hurð, viðbót: GH) hefðurðu fengið skemmtilegheitin í vöggugjöf og nýtur þess að opna dyr þínar fyrir óvæntum gestum (well) og skemmtanaglöðu (well, ef það þýðir djammsjúkt) fólki.
Þetta passar allt við mig og kettina hér í himnaríki, NEMA þetta síðasta um óvænta gesti og mögulega djammsjúka, kannski blindfulla ... kræst.
Svört útidyrahurð ... smekklegt klassafólk, sígildur litur og allt bara elegant. Mikil gleði í appelsínugula litnum og væntanlega endalaust stuð á litríku heimilinu. Ljósblá hurð, allt afslappað og fínt, dökkblátt táknar skipulag og slíkt en fallega kóngablá hurð segir um eigandann: Sjáðu mig, ég er æði, komdu að leika. Viðarhurð er tákn um styrk og að vera jarðbundin og praktísk manneskja. Gul hurð er tákn bjartsýni og jákvæðni og eins og appelsínugula, litríkt innandyra. Græn hurð er tákn um velgengni, góða heilsu og öryggi. Túrkísblá hurð ... gleði, traust og rólegheit. Fólk í andlegu jafnvægi, vonglatt og veit að allt er mögulegt ... Hvít hurð er öruggt val sem stendur fyrir ferskleika, allt hreint og fínt og tekið til, einfalt og friðsælt. Fjólublár er konunglegur litur en hvort hann er ljós eða dökkur skiptir öllu upp á hver staða þín er í konungsfjölskyldunni. Lavender, frekar ljós sem sagt, tákn fágunar, dekkri táknar ákveðna þörf fyrir áhættu og mjög dökkur segir einfaldlega: Ég er rík/ur ... sem þú ert kannski ekki, en þú hefur dýran smekk.
Jæja ... en ég mun að sjálfsögu velja mér nýtt heimili í bænum eftir því hvernig útidyrahurðin er á litinn. Ætlu séu til marglitar útidyrahurðir? Mig langar í svoleiðis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 15. apríl 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 35
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 731
- Frá upphafi: 1517311
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni