24.4.2024 | 19:34
Ömmukaffi, örmögnun og jakkahremmingar
Ömmubarnarán mín undanfarið náðu nýjum hæðum í dag þegar mér var boðið í ömmu- og afakaffi á leikskóla hér í grennd. Ég hef ekki svo sjaldan lofsungið vinahjón mín hér í næstu blokk sem færa mér mat minnst vikulega og þau eiga tvo stráka. Yfirleitt eldar hann og hún kemur - og í gær þegar hún mætti með mat færði hún mér boðsmiða í kleinukaffi fyrir ömmur og afa. Ég telst vera Gurrí amma hjá eldri syni þeirra og að sjálfsögðu þáði ég boðið. Yngri drengurinn er bara sjö mánaða en hann lærir innan tíðar að segja amma ...
Myndin sýnir litla boðsmiðann - og fyrir ofan hann má sjá dýrðarinnar matinn (pabbinn elskar chili og eftir nokkra góða skammta frá honum af sterkum mat hef ég öðlast eins konar drekahæfileika. Kveðja, mannlega eldvarpan í himnaríki.
Alveg er það merkilegt hvað við Íslendingar, sætindaþjóðin mikla, smitum marga af sykuræðinu, eins og minn kæra ömmudreng, sem kemur í sumarkaffi til mín á morgun ásamt foreldrum og litlabróður. Vissulega hafa þau tekið upp ýmsa íslenska siði en ég átti ekki von á þegar ég hvíslaði að honum í ömmukaffinu á meðan ég lagaði vaðmálstreyju hans: Hvað á ég nú að gefa þér á morgun, snáðinn minn? Pönnukökur með kandíssykri, kleinur, flatkökur með hangikjöti og hamsatólg, vöfflur með súru slátri og rófusöppu?
Svona taldi ég nú upp alls konar þjóðlegt góðmeti sem sjálfsagt er að halda að öllum sem eru svo hugrakkir að þora að flytja hingað til lands elds og ísa, hárra vaxta, Norðmannaþjónkunar ... svo fátt sé talið.
Drengurinn er vissulega alveg vitlaus í kleinur, veit ég eftir reynslu dagsins, en hann hvíslaði nú samt: Mig langar í donuts! Svo ég staulaðist (fóturinn samt skárri) út í bakarí eftir að ömmukaffinu lauk. Fann þennan ljómandi fína ferkantaða kleinu"hring" en féll að auki fyrir sumarlegri jarðarberjatertu sem ég hef lúmskan grun um að sé útgáfa af þessari sjúklega góðu, kókosmjölsbotn og jarðarberjarjómi á milli. Ég er ekki að plata með ferkantaða kleinuhringinn, þetta er mjög flott hjá Kallabakaríi, vekur mikla lukku.
Mynd 2: Ömmustrákurinn sæti. Mjög, mjög sjaldgæf mynd af sjálfri mér sem ég bið ykkur um að vera ekkert að pæla mikið í, en mér hefur tekist að halda mér afar unglegri með því að leyfa ekki myndatökur síðustu misserin og birta bara gamlar myndir af mér á Facebook til að fólk segir Sæta spæta, þegar ég þarf á peppi að halda ...
Bara þessi göngutúr út í leikskóla - og svo ögn lengra út í bakarí og ekki endilega stysta leiðin heim ... og ég setti met í skrefafjölda, 2.000 fleiri skref í dag en í gær, ég er líka gjörsamlega örmagna og get kannski, mögulega, varla þó staðið upp úr skrifborðsstólnum undir miðnætti ... annað kvöld. Gott að súrtunnan er undir skrifborðinu og slátrið síðan í fyrra orðið svo girnilega morkið að ekki þarf að tyggja það eða melta.
Sumardagurinn fyrsti er víst á morgun - ansi margt sem bendir til þess núna - en aldrei í æsku minni. Ég kíkti á veðurappið áður en ég fór út í dag og sá mér til hryllings að það voru 11°C og enn vetur. Ég yrði að fara í aðra yfirhöfn, því þykka heimskautaúlpan gæti skaðað heilsu mína alvarlega í svona hita. Ég blótaði upphátt og áttaði mig svo á því að ég hafði gert það í þessari snjöllu röð og alveg óvart: A-D-H-D, mjög gamaldags íslenskt blót sem endaði á -ull.
En ég hunskaðist inn í herbergið mitt og gramsaði í einum skápnum þar til ég fann þynnri jakka, samt allt of hlýjan. Það þynnsta og kaldasta sem ég á er regnkápa (samt stundum óheyrilega hlý) og sú er göldrótt. Ég gekk í henni hálft sumar og það rigndi ekkert allan tímann, mjög vandræðalegt fyrir mig, vantaði bara regnhlífina. Bændur í Árnessýslum höfðu loks samband og báðust vægðar, grasið þyrfti vætu. Þá fór ég í þessa eldgömlu flík sem hefur allt of lengi (sex-sjö ár) virkað sem vor-, haust og sumaryfirhöfn. Jakkinn er styttri en ég hefði kosið og minnir talsvert mikið á Cartman-jakkann minn (sjá mynd 3) sem ég átti í gamla daga og var silfurlitaður, þá hlýtur mér að hafa verið sama um útlitið. Gleymi alltaf að kaupa mér almennilegan vor-haust-sumar-jakka. Vó, vor-haust-sumar ... er VHS. Nú fékk ég gæsahúð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 24. apríl 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 35
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 731
- Frá upphafi: 1517311
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni