14.5.2024 | 22:40
Fyrir neðan allar hillur ...
Ein af ótalmörgum frænkum mínum hringdi í mig í morgun og hnussaði fúl yfir hinu splunkunýja millinafni mínu, hún ávítaði mig líka fyrir að hafa ekki sagt henni, svo hún gæti varað mig við, frá þessu áður en ég birti þetta í málgagninu, eins og hún kallar mitt heilaga blogg.
Er ég eina manneskjan sem sé í gegnum þetta útspil þitt? sagði hún hæðnislega.
Hjartað herti á sér. Hvað áttu við?
Það getur ekki verið tilviljun að dóttir fasteignasalans þíns heiti Hrefna, er það? Hvað heldurðu að þú fáir út úr þessu smjaðri? Nafnbreyting er nú, væna mín, eins og tattú sem þú losnar aldrei við? Hefurðu ekki kynnt þér grjótharðar reglur Þjóðskrár?
Þú ert viti þínu fjær, sagði ég.
Spegill, sagði hún róandi og bætti við: Heldurðu virkilega að hann hækki verðið á himnaríki fyrir þig? Eða láti breyta brunabótamatinu, það er reyndar of lágt miðað við endurbæturnar um árið? Að hann bjóði kannski sellebrittís á Opið hús hjá þér? Býr ekki Skálmöld á Skaganum? Uppáhaldsöskuraparnir þínir? Alla vega einn þeirra? Það væri árangursríkara að láta leka út að Jason Statham sé á leiðinni til landsins og renni hýru auga til himnaríkis, eitthvað slíkt, hélt Þrúða frænka áfram og áhugi minn kviknaði. Ég hef verið skotin í Jason í mörg ár. Hann er í ljónsmerkinu, eins og ég, og ekkert svo mörg ár á milli okkar. Við gætum fengið okkur hraðbát fyrir framan (ég myndi auðvitað ekki flytja út þegar hann flytti inn), ég keypti aukalega landhelgi með himnaríki þarna 2006, bygging bryggju og bátaskýlis leyfileg, en mögulega þyrftum við að flytja íþróttavöllinn. Og af því að við Jason yrðum svo umsetin gæti ég þurft að takmarka aðgang fólks að Langasandi, ja, eða kannski ekki. Jason virkar mjög alþýðlegur og hann myndi kolfalla fyrir Skagamönnum eins og svo margir. Honum fyndist örugglega áhugavert að Fast8 (Fast and the furious 8) hafi verið tekin upp hér á hlaðinu. Þetta getur bara ekki klikkað.
Einn fb-vinur heitir God og kemur oft með krefjandi spurningar til okkar aðdáendanna.
Ein nýleg er:
Geimverur lenda á jörðinni. Hvaða persóna ætti, að þínu mati, að hitta þær fyrir hönd mannkyns?
Svörin voru mörg og vinsælustu persónurnar voru þessar:
Jack Black
Dolly Parton, auðvitað
Keanu Reeves
Sir David Attenborought
Trump (myndu verja degi með honum og aldrei koma aftur)
Dalai Lama
Chuck Norris, til öryggis
Jimmy Carter og Willie Nelson.
- - - - - - -
Svo var einhver að rifja upp fyndin og bjöguð orðatiltæki með aðstoð þeirra sem skrifuðu komment - og ég stal miskunnarlaust nokkrum góðum fyrir þau sem eru ekki á Facebook en búa yfir þeim þroska að lesa blogg:
- Mér er ekkert að landbúnaði.
- Mér rann kalt vatn milli þils og veggjar.
- Eins og skrattinn úr sauðalæknum.
- Sjaldan launar kálfur ofbeldi.
- Það veit ég sem allt veit.
- Að vera á undan sinni framtíð.
- Margur er ríkari en hann er.
- Ég biðst fyrirlitningar.
- Get bara ekki brotið odd af ofbeldi mínu.
- Eins og naut á mannvirki.
- Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur (svo rétttt).
- Fyrir neðan allar hillur.
- Eins og draugur úr heiðskíru lofti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. maí 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 25
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 721
- Frá upphafi: 1517301
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 582
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni