17.5.2024 | 22:07
Tölur, ónýt nöfn og vondar bíómyndir
Sennilega hefst eldgos á morgun á Reykjanesskaga. Það hefur nefnilega gerst nokkuð reglulega þegar ég skrepp í bæinn að það fari að gjósa. Úkraínski kattahvíslarinn minn á annarri hæð hefur bjargað málum svo sem og tekið ljósmyndir. Svo er nákvæmlega enginn skilningur ríkjandi hjá viðkomandi sem ég heimsæki á morgun, á því sem fréttnæmt er, enda ekki útsýni nema rétt yfir Esjuna, það gamla fjallshró, heiman frá viðkomandi sem skilur heldur ekki stórfengleikann við HM og EM í fótbolta og nauðsyn þess að vera nálægt sjónvarpi í heilan mánuð annað hvert ár. En það er önnur saga.
Ég fór með drengsa í Landsbankann aftur - og þar var sama frábæra þjónustan og um daginn. Hann skellti sér í bæinn á eftir með strætó. Eftir það átti ég stefnumót við stráksa, hann losnar aldrei við mig, og saman nutum við ómetanlegrar hjálpsemi í bæði Omnis og Íslandsbanka, það er gott að búa á Akranesi. Stráksi blikkaði mig og ég fór auðvitað í vissa búð með honum og keypti Langa-Jón og tepakka (stráksi hlýtur að vera með bresk gen) og saman sátum við svo saman í klukkutíma í himnaríki og höfðum það náðugt, hann með te, ég með kaffi. Þegar hann síðan hoppaði út í strætó með bréfpoka frá mér til að henda í pappa-plasttunnuna í leiðinni, fór ég að hugsa um hversu mikið liðugri ég er orðin eftir að hann flutti frá mér. Ég þarf nefnilega að sjá um allar hneigingar og beygingar vegna kattanna, taka upp kattagubb og allt dót sem kettirnir henda niður á gólf, og mér líður núna eins og ég sé orðin 28 ára aftur, á aðeins einum og hálfum mánuði, fyrir utan vissa hásin. Of mikil hjálp getur greinilega verið óholl - það á ýmsum sviðum. Eins gott að ég var ekki lögst í kör ... nú fær hann aldrei aftur að hjálpa mér við þetta.
Ég fann ekki Galdraskjóðuna, mína stórkostlegu bók um margvíslega samkvæmisleiki, tarot, tölur, drauma, Feng Shui og alls konar skemmtilegt, bókina sem mér skildist að hefði ekkert selst en hefur samt verið algjörlega ófáanleg lengi vel! Alla vega að sögn unga mannsins sem hringdi í mig í fyrra til að vita hvort ég ætti aukaeintak fyrir sig, sagðist svo ætla að taka hana á bókasafni og ljósrita hana ... skil hann vel, þetta er meistaraverk ... sem ég sem sagt fann ekki heima, heldur þurfti að gúgla þessar upplýsingar um tölur sem hlytu að hafa breyst eftir viðbótarnafnið sem ég fékk mér á dögunum ... Hefði kannski átt að benda honum á Bókabúð Forlagsins, ótrúlega mikið úrval þar.
Fann (á íslensku) upplýsingar með gúgli um tölur og talnaspeki og samkvæmt þeim breyttist aðaltalan mín (?) úr 8 í 7 með því að bæta Hrefnu-nafninu við. Forlagatalan er líka 7, (fæðingardagur og ár) Svo til að fá einstaklingstöluna legg ég saman tölurnar úr G u r r í (7+3+9+9+9=37 ... sem styttist í 1 (3+7=10 ... 1+0=1) og sú tala er víst tala ljónsins, mergjuð tilviljun. Síðan þurfti að finna hjartatöluna (leggja saman útkomuna úr sérhljóðum nafna minna og föðurnafns (kom talan 2) og svo var það yfirbragðstalan sem fékkst úr samhljóðunum (talan 4).
... ég veit því miður ekkert hvað er átt við með hjartatölu, yfirbragðstölu eða einstaklingstölu og legg til almennilegt gúgl.
Stafirnir A, J, S og Æ eru með töluna 1, B K T Ö með 2, C L U með 3, D M V með 4, E N W með 5, F O X með 6, G P Y með 7, H Q Z með 8 og I R Þ með 9. Maður gefur hverjum staf nafns síns rétt númer og leggur svo saman eftir kúnstarinnar reglum og styttir svo niður í eina tölu. O er sama o Ó, I og Í osfrv.
Dæmi: Kona kölluð Lísa, þá eru tölurnar 3+9+1+1= 14, stytt: 5 - ferðalög, orka, sköpun ... Einstaklingstalan hennar er 5.
Þau sem nenna að ráðast í að reikna þetta fá þá örstutt um hverja tölu, eða mjög stytt:
1. Kraftmikil tala, tákn einingar og heildar, einnig upphafs, stjörnumerki ljón, litir appelsínugulur, gulur og gylltur.
2. Tvíhyggja, samhljómur, samvinna, tengist krabbanum, litur: pastellitir.
3. Vor, frjósemi, vöxtur, nýtt upphaf, fjölskylda, tala töfra, merki bogmanns, litir gráfjólublár og fjólublár.
4. Tala höfuðátta og árstíðanna, tengd steingeit, litir dökkgrár og svartur. (vinnutala mikil, hef ég heyrt)
5. Frelsi, orka, sköpun, ferðalög. Tvíburi og meyja, ljósir litir.
6. Ást, umhyggja, ábyrgðartilfinning, jafnvægi. Naut og vog, litir: ljósblár, blágrænn og grænn.
7. Heillatala, sjálfskoðun, töfrar, tengist fiskamerki, litir eru allir grænir og ljósblágrænn.
8. Sterk tala, tengist efnisheiminum, forlögum og óendanleika, stjörnumerki steingeit, litir dökkgrár og svartur.
9. Tala alheims, hugsjónir, heimspeki, fullkomnun, mikil heillatala. Hrútur og sporðdreki, liturinn er rauður.
Ég er að hlusta á Storytel-bók eftir íslenskan mann, nýkomin er bók 2 frá honum um sama fólk, held ég, svo ég dreif mig í að byrja á fyrri bókinni ... um gamla konu, nýflutta á dvalarheimili og hefur eitthvað hræðilegt á samviskunni, eitthvað sem gerðist í gamla daga. Sennilega spennubók, ég er ekki komin svo langt ... ég er alla vega orðin MJÖG hrædd við að eldast og fara á dvalarheimili. Það er BARA gamaldags matur á boðstólum þar. Fólkið tárast af gleði yfir kjötsúpu, sætsúpu, gellum ... Ég spyr mig bara, með óttablik í augum, mun eitthvað hafa breyst þegar kemur að mér - eða get ég treyst því að matarsmekkur minn umturnist á þessum árum sem ég á eftir fram að dvaló?
Ég stend mig að því að hraðspóla yfir vonda bóndann þegar hann gerir sig líklegan til að hefna sín á yrðlingum (horfi ekki á náttúrulífsþætti af svipaðri ástæðu). Alveg spurning hvort ég geti hlustað mikið meira, mikið mælt með henni en óraunverulegar bækur eru betri, finnst mér, fjöldamorðingjar sem drykkfellt lögreglufólk gómar loksins ... það er róandi af því að blóðið er bara tómatsósa í þeim.
Mynd: Þangað leitar kötturinn sem hann er heitastur ...
Það gerist víst bara í klámmyndum að iðnaðarmaður komi um leið og þú óskar eftir honum.
Skil ekki þetta trend í vinnunni hjá okkur, þegar fólk setur nafn á matinn í ísskápnum. Í dag borðaði ég túnfisksamloku sem hét Linda!
God, fb-vinur minn spyr núna út í nöfn: Hvaða mannsnöfn eru núna algjörlega ónothæf (ónýt)? Erlend síða, eins og sést.
Ken
Jesus
Adolf
Donald
Todd
Karen
(Hvað með Todd? Skil hin nöfnin en ekki Todd)
- - - - - - -
Og ...
Nefndu bíómynd sem þér finnst vond og enginn gæti sannfært þig um hið gagnstæða. Margir höfðu skoðun og sumir rökstuddu hana:
Guðfaðirinn, of löng, ég sofnaði
Titanic, skil ekki hvernig nokkrum getur fundist hún góð
The Rocky Horror Picture Show
The Big Lebowski
Avatar
Gone with the wind og Grease
Elf, fyrirgefðu, mamma, ef þú sérð þetta
Sound of Music
Pulp Fiction
Forrest Gump, algjör gubbmynd, líka Being There
The Wedding Singer
Lost in Translation, tveir tímar sem ég fæ aldrei aftur
50 shades of grey
Allar með Chevy Chase
Step Brothers, afsakið öll
The Notebook
... og fullt af öðrum alveg ágætum myndum! Titanic er þó ekki í uppáhaldi hjá mér, mig langar heldur ekki til að sjá Notebook aftur, eða Avatar. En kommon, Sound of Music, Pulp Fiction, Godfather?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. maí 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 25
- Sl. sólarhring: 79
- Sl. viku: 721
- Frá upphafi: 1517301
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 582
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni