30.8.2024 | 22:30
Annir, jólahúmor og ... tilboði tekið
Annasöm helgi fram undan ...svo vægt sé til orða tekið, verkefni sem þarf að klárast hratt og vel svo ég verð að sleppa því að skreppa á opnun vinkonu á myndlistarsýningu í miðborginni á morgun og barnaafmæli hjá litlum frænda í Kópamaros á sunnudag. Ekki skrítið að ég þurfi að flytja í bæinn, svo mikið að gera sunnan rörs. Annars var sjórinn minn svo glæsilegur í dag að mig langar helst til að taka hann með mér suður, eins og hann leggur sig. Ég seldi hann ekki með himnaríki svo sjáum til.
Myndin er tekin frá Nýju blokkinni á Höfðabraut og sýnir himnaríki og sjóinn minn.
Með smáoggulitlum fyrirvara gerði ég tilboð í eina af íbúðunum sem ég skoðaði í gær og það var samþykkt. Þannig að ég er 99% að verða eigandi að ágætri íbúð í Reykjavík, hún er vissulega á útjaðri gamalgróins hverfis ... og getið nú. Frábæra Guðný, hönnuðurinn sem gerði himnaríki svo fínt, ætlar að teikna upp eldhús fyrir mig á nýja staðnum, það gamla er orðið lúið en það nýja verður eflaust "bara" Ikea og reynt að halda kostnaði í algjöru lágmarki en fyrst mála og flytja inn, svo melta hlutina. Smiður í klani fjölskyldu minnar mun gera svalirnar kattheldar svo Mosi fari sér ekki að voða, hann flaug út um eldhúsgluggann hér um árið en varð ekki meint af, "nýja himnaríkið" (vantar nýtt nafn á bloggið?) er enn hærra uppi svo ég verð að passa hann einstaklega vel. Hann hefur ekkert fjarlægðaskyn, virðist vera, eða er bara glanni með þettareddast-heilkennið. Fyrri eigandi sagði fasteignasalanum að dýrahald væri leyft og það væru meira að segja hundar í húsinu. Það eru svo góðar fréttir, hundar gera allt betra. Geri ekki á milli katta og hunda, það þarf nefnilega ekki að vera annaðhvort fyrir kisur eða hunda ...
Önnur sýrlenska fjölskyldan mín ætlar að hjálpa mér við að pakka og losa mig við dót í Búkollu og á haugana, ef þarf, ásamt því að flytja, á meðan hin fjölskyldan sér um að gefa mér að borða ansi hreint reglulega, síðast nú í kvöld (sjá mynd af ömmustrákunum mínum). Íslenskan er tekin alvarlega á því heimili ... nema ég þurfti að benda húsmóðurinni á að það væri betra að segja TEPPI en tippi (ég nota viljandi ekki Y til að sjokkera ekki prúða bloggvini), jafnvel nota orðið motta ... Hún gargaði úr hlátri þegar ég þýddi dónaskapinn, og bætti um betur, sagðist hafa gert viss mistök í innkaupaferð nýlega þar sem hún kallaði köku kúk, voðalega góð kúka, sagði hún víst við gleði viðstaddra. Hún er algjör snillingur, bara búin með Íslensku I en fer í Íslensku II fljótlega ... kostar bara 52 þúsund ... og nei, þau borga allt sjálf, öfugt við það sem sumir segja. Ég væri að fara að kenna henni og fleiri yndum ef höfuðborgin hefði ekki togað svona fast í mig, samt sorglegt, það er svo gaman að kenna útlendingum íslensku.
Ég læri líka heilmikið af þeim og tala nú nánast öll tungumál heims. Huggulegi Spánverjinn á ónefndri bensínstöð sunnan rörs, næstum grét í gær þegar ég þakkaði honum fyrir viðskiptin á flottri spænsku ... gracias. Takk, elsku Venesúelafólk fyrir að kenna mér að segja takk á spænsku. Ég hef líka komist ansi langt á því að segja sjú tem við Frakka (ég elska þig), Sjúkran, habíbí við arabískt fólk (takk, elskan), Ich liebe Dich við Þjóðverja (ég elska þig) og hissi við Finna (lyfta). Tungumálakunnátta er algjör nauðsyn þegar heimurinn er orðinn svona lítill og allra þjóða kvikindi lífga upp á land og þjóð og bjarga manni án efa frá bæði innræktun og endalausum skyrhræringi.
Ég hef aldrei nennt á jólatónleika, bara alls ekki, nema með Kór Langholtskirkju lengi vel á meðan ég bjó í bænum. Söng auðvitað með kórnum um hríð og fór svo áfram á jólasöngvana eftir að ég var hætt. Geggjaðir tónleikar sem gáfu gott í hjartað svo ég keypti flottari jólagjafir en ella. Jú, annars, ég sá einu sinni Palla og Monicu í Háteigskirkju ... sem var mjög hátíðlegt og flott.
Mér finnst húmor eitt það allra mikilvægasta í lífinu og ég hef á tilfinningunni að tónleikar Friðriks Ómars og co séu óbærilega fyndnir - og músíkin flott líka. Við Hilda systir ætlum að fara 21. des, á afmælisdegi Löllu vinkonu og Frank Zappa. Vetrarsólstöður eru kl. 9.19 um morguninn. Vitringaranir þrír; Friðrik, Jógvan og Eyþór Ingi, einnig Selma Björns, Salka Sól og Regína Ósk ... held að þetta geti ekki klikkað, æðisleg öll.
Ég er enn hálfmóðguð út í Storytel út af sögunni um Atlas, æ, þarna systurnar sjö-bækurnar fyrir að biðja okkur grunlausu lestrarhestana ekki afsökunar, okkur sem vorum byrjuð á henni en þvinguð skyndilega og án skýringa í þriggja vikna pásu-dæmið, og því hjakkast ég enn (helsátt þó) í gömlu frábæru sögunum um Martin Beck, lögreglufulltrúa í Stokkhólmi. Ég ætlaði aðeins að hvíla mig á ofbeldinu þar, hún er nefnilega frekar rosaleg sú sem ég er með núna, Maður uppi á þaki, en ég fór kannski úr öskunni í eldinn um tíma (sjá þessa bleiku), las eiginlega bara byrjunina samt ... fór svo aftur í sjöwall & wahlöö en tók bara fyrir eyrun þegar lýsingar á kennslu mannsins (þess myrta) þegar hann var í hernum, á því hvernig eigi að drepa, verða hroðalegar, ég hef náð að hlífa sál minni nokkuð vel með því að neita að hlusta, og hef því ekki hugmynd um allan skepnuskap myrta mannsins og vil ekki vita. Hélt að ég væri bara viðkvæm þegar kemur að dýrum í skáldsögum, ekki mönnum, en ég ber greinilega einhverjar tilfinningar til skáldaðs mannfólks líka. Hin bókin (bleika) sem ég kíkti aðeins í ber heiti sem hefur sjokkerað alla mína ættingja og jafnvel ógnað tilveru þeirra, að þeirra mati. Það ríkir víst einskær feginleiki yfir því að ég komist ekki í afmælið á sunnudaginn í Kópavogi, en ég frétti reyndar af krísufundi sem var haldinn vegna fyrirhugaðra flutninga minna í bæinn eftir rétt rúman mánuð! Leyfi ykkur að fylgjast með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 30. ágúst 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 696
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 563
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni