2.9.2024 | 00:30
Hraðar breytingar, Oasis-hremmingar og nafnasamkeppni
Núna klukkan 22.12 náði ég að klára verkefnið mikla sem hélt mér heima alla helgina, og senda það. Geggjað, það lá á því sem gerði mig stressaða en það náðist að klára. Ekki glæpsamlegt verk en samt er tenging.
Verð að viðurkenna að ég er enn svolítið skelfd yfir því hvað allt gerist hratt þessa dagana. Áður en ég veit af verð ég flutt í 104 Reykjavík með um það bil þrjá fjórðu af dótinu mínu, nýja íbúðin er um 75 fermetrar og ég vil alls ekki hafa ofhlaðið, þá er erfiðara að halda öllu fínu. Margir hafa giskað á Álfheima, Ljósheima og nýja Vogahverfið ... en, ef allt gengur upp verður ekki svo langt fyrir mig að fara á Klepp, fara í Sundahöfn og ... haldið ykkur, í vínbúð! Ég kom út úr skápnum sem bindindiskona fyrir nokkrum misserum af því það er svo langt fyrir mig að fara í ríkið á Akranesi. Á þó ekki von á miklum breytingum þar, kaffi er alltaf langbest. En gamli Mikligarður er þarna ekkert svo langt frá, og fullt af góðum búðum þar sem er ómetanlegt fyrir bíllausa kerlu.
Mér skilst að hússtjórn himnaríkishússins sé í losti (ýkt) yfir því að missa riddarann sinn úr stjórninni og ég er svolítið kvíðin að missa þær (formann og gjaldkera) og flytja í mun stærra hús ... og já, það er húsið með dagsetningunum (á yfirlýsingu húsfélags) sem varð fyrir valinu hjá mér, afmælisdegi mínum og afmælisdögum mæðgnanna sem komu með mér að skoða. Skemmtileg tilviljun en stjórnaði kaupunum að sjálfsögðu ekki, þetta var bara íbúðin sem hentaði mér best þótt hinar væru fínar líka.
Skelegg ung kona sem ég tek mikið mark á, sagði við mig í afmælinu mínu 12. ágúst sl.: Nú þarf að taka íbúðamálin föstum tökum, Gurrí, skoða íbúðir í bænum og endilega fara út fyrir 200 Kópavog til að fjölga möguleikum á því að þú finnir réttu íbúðina. Ég tek mikið mark á henni og hef gert síðan hún var ákveðið barn og það jókst bara þegar ég hóf háskólanám á fertugsaldri þegar hún gaf hún mér nokkur góð ráð sem nýttust mér ótrúlega vel. Sko, kauptu svona marglaga möppu fyrir hvert fag og þá geturðu sett alla pappíra á réttan stað, var eitt ráðið og ekki það sísta. Hún skipulagði nám mitt sem sagt og nú var komið að húsnæðismálunum. Ýmislegt, eins og dauði elsku Kela míns, tafði þetta aðeins, en þann 29. ágúst, á afmælisdegi Michaels Jackson, Herdísar Hallvarðs og Borghildar vinkonu, héldum við í skoðunarferðina sem bar þann árangur að ég er 99% búin að kaupa íbúð. Ég er jafnvel að hugsa um að biðja þessa ungu konu að finna handa mér góðan mann (sem kann að meta þungarokk, er góður að elda, fyndinn og skemmtilegur, ógeðslega sætur og fleira og fleira ... kannski bara nóg að hann andi. Kröfur eru bara fyrir aumingja.)
Það þarf ekki að ferðast mikið um lendur Internetsins til að sjá hversu mikil áhrif ég hef. Nú hef ég um hríð barist fyrir verra veðri, dásamað rigningu og rok, vegsamað kulda og garra og aðeins hatast við hálku en það er eðlilegt. Svo virðist sem þjóðin hafi tekið við sér og sér það jákvæða við gular og rauðar viðvaranir, lægðir, stórrigningar og önnur flottheit. Ég er hér með tvö dæmi, annað frá konu í Garðabæjarsýslu og hitt frá karli hér á Skaganum. Tek mark á þeim báðum og finnst dásamleg tilhugsun að ég hafi svona mikil áhrif. (Þessi bloggbútur er í boði Veðurstofu Íslands, eða ætti auðvitað að vera það).
Hef verið spurð um líðan kattanna minna, Krumma og Mosa, eftir að Keli dó. Þeir sofa mjög mikið og hafa ekkert sérstaklega góða matarlyst. Blautmatur sem þeir allir þrír voru brjálaðir í, þornar bara á diskunum og endar í mávsgoggi, og kisunammmi er ekkert svo sérstakt þessa dagana. Engin leið að fá þá til að elta leiserpunkt. Mosi hefur vælt voða mikið í dag. Ég vona að þeir taki gleði sína bráðum, ég sakna Kela voða mikið og þeir greinilega líka. Enda var hann dásamlegur karakter.
Einhverjir vinir og vandamenn hafa staðið í ströngu síðustu daga við að reyna að kaupa miða á Oasis-tónleikana á næsta ári. Ég var meira Blur en Óasis í gamla daga (kannski af því að Damon er Íslandsvinur hinn mesti) en hef færst til síðustu árin. Fannst ótrúlega skemmtileg og fróðleg heimildamyndin um Oasis sem ég sá á RÚV, minnir mig, fyrir nokkrum misserum. Er með eitt lag á einum Youtube-listanum mínum frá hvorri hljómsveit, Park Life og Don´t look back in Anger, þetta er svona best of-listi, en samt ansi hreint undarleg blanda margvíslegra laga úr öllum áttum. Meira að segja Dolly Parton er þarna en ekki kjafta í þungarokksvini mína. Þú ert númer 376 þúsund og eitthvað í röðinni, er bara eðlilegt í þessari klikkuðu leit að miðum (sjá mynd). Vona bara innilega að mitt fólk fái miða, þessa fokdýru miða. Vinkona mín fór með karli og sonum til Bandaríkjanna nýlega og sá í leiðinni flotta tónleika með Smashing Pumpkins og Green Day ... hljómsveitum sem ég dáði undir aldamótin og geri alveg enn. Er með When I come around með Green Day en vantar Smashing P-lag á listann minn, Ava Adore, verður sennilega fyrir valinu, hélt svo mikið upp á það. Minnir að sonur minn hafi gefið mér plötuna (cd) í afmælis- eða jólagjöf á sínum tíma.
Næstu tónleikar: Skálmöld 1. nóv. og svo jólatónleikar rétt fyrir jól. Jafnvel tvennir jólatónleikar ... Hljómeyki og Góðir grannar saman er eitthvað sem virkar spennandi. Það verður greinilega nóg að gera eftir flutninga.
Já, og þetta blogg heitir Sögur úr himnaríki - þar sem ég flyt á 6. hæð er ekkert endilega nauðsynlegt að skipta um nafn ... en kannski gaman ... Fréttir ofanfrá, Sögur úr efra ... þigg ýmsar hugmyndir með miklum þökkum. Vegleg verðlaun? Kannski. Eða jú, finn eitthvað flott í verðlaun fyrir besta nafnið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. september 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 832
- Frá upphafi: 1515927
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 705
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni