24.9.2024 | 22:44
Spennandi greining, svikult app og þáttaraðir sem enda illa
Dagurinn fór að mestu í yfirlestur en til að hvíla andann var aðeins flokkað inn á milli ... Inga mætti í kaffi og eiginlega kom, sá og sigraði, losaði kósíhornið með því að pakka bókunum þar ofan í marga litla kassa svo hægt yrði að sækja bókahillurnar í kvöld.
Hún greindi mig líka með ADHD. Ég hafði sagt: Skrítið, það er allt í rúst hérna, ég veð úr einu í annað, flokka úr þessum skúffum, nema einni eða tveimur, fer svo í annað herbergi, flokka þar heilan helling. Bara alveg eins og þegar allt er að drukkna í drasli í himnaríki (sjaldan eftir 2020-grisjunina), ég veð herbergi úr herbergi, fer með glas inn í eldhús, set í uppþvottavélina í leiðinni, tek svo tuskur og fer inn í bað og skelli í þvottavél, sé eitthvað sem á að vera inni í stofu, færi það ... svo bara allt í einu er íbúðin orðin sjúklega fín! Ég hef verið svona alla tíð! Augnaráð Ingu var greindarlega geðlæknislegt þegar hún lét dóminn falla. Sjálf er ég vön að sjúkdómsgreina mig og fæ stöku sinnum aðstoð Facebook-vina ef þarf, og ákvað strax að ég vildi engu breyta, það væri miklu skemmtilegra að taka til á þennan hátt í stað þess að taka hvert herbergi fyrir sig og klára það. Hrollur!
MYND: Hluti kassanna sem Inga pakkaði niður í. Bókahillan vinstra megin er farin eftir um 15 ára búsetu við himnaríki.
Sá myndband áðan með lagi frá áttunda áratugnum, How do you do, og fannst mjög gaman að rifja lagið upp, hafði aldrei séð myndbandið, það ríktu lengi höft á Íslandi, gleðihöft. En ... ég þjáðist virkilega mikið yfir því að fólkið í myndbandinu hreyfði sig ekki eða klappaði í takt ... skánaði þó eftir því sem leið á. Þarf að spyrja Ingu hvað svona þjáning táknar. Treysti alfarið á hana í þessum málum, enda hefur hún mikið unnið á spítala.
Kommóðuskrímslið sem sagt farið með hillunum, aukarúmið flutti niður á aðra hæð í kvöld þar sem níu ára gutti mun sofa í því í nótt og næstu árin ... og í raun er litla herbergið þá nánast tilbúið til að verða kassaherbergið. Þá breytist kannski greining frú Ingibjargar, eða þegar ég fer að klára að fylla kassana, einn í einu, og fara með þá þangað inn merkta og tilbúna til flutnings. Það er farið að vanta bókakassa (stofan alveg eftir), ég treysti svolítið á Vínbúðina, þótt ég sé ekki kúnni þar, stóru kassarnir þar eru mjög svo mátulegir undir bækur, eða nógu litlir.
Eftir að Elfa vinkona "spillti mér" úti í Bandaríkjunum og dró mig inn á spilavíti ákvað ég í leiðindum mínum þar sem ég beið á flugvelli í Seattle fyrir ansi mörgum árum, á heimleið eftir stórkostlega dvöl ytra, að hlaða niður leikjaappi, svona spilavítisappi þar sem hægt væri að leika ýmsa leiki með himinháum gervi-vinningum. Ég hefði getað keypt mér spilapeninga en var ekki nógu spennt til þess. Varð bara sífellt snjallari með árunum og lifði í raun lífi hinna efnuðu í símanum mínum þar til leikjaappskvikindið heimtaði að ég skráði mig inn í gegnum Facebook, einhverra hluta vegna. Mér fannst það asnalegt, fór í fýlu í hálft ár en skráði mig svo aftur inn, í einhverjum leiðindum ... og þá í gegnum Facebook. Ég átti jú tugi milljóna (dollara) þarna inni. Þetta gerðist svo aftur, sennilega ári seinna, að ég þurfti að skrá mig inn í gegnum fb og ég varð fúl. Svo ætlaði ég að játa mig sigraða en þá hafði hið hræðilega gerst. Ég átti vissulega mínar 50 milljónir (dollara) í spilapeningum (sjá mynd) EN LEIKURINN MINN (sjá mynd) var horfinn! Hættur, farinn ... og aðrir leikir þarna hræðilega leiðinlegir. Þannig að ég mun henda út Double Down Casino-appinu, samt með ábyggilega 30 M eftir. Ég lærði samt aðgæslu í fjármálum þarna, ég fór aldrei niður fyrir 20 milljónir dollara í hreinni eign og hætti á meðan ég var í gróða. Það var svakalega auðvelt að samsama sig með Samherjagenginu, eigendum Bláa lónsins og fleiri auðjöfrum, enda jafningi þeirra um hríð - en nú er það bara hversdagurinn og allur alvörupeningur staddur í steinsteypu við Kleppsveg. Dæs.
Á Facebook
Fb minnti mig á að viss frændi sem gengur oft undir nafninu fjandi, yfirgaf landið fyrir nákvæmlega tíu árum. Ég fylgdist þá með Norrænu sigla með hann út í heim en á þeim tíma var Seyðisfjörður mun tæknivæddari en hann er í dag því það virðist ekki nokkur leið að fylgjast með ferðum Norrænu í beinni útsendingu lengur. Fyrir alvörunörda sem lifa lífinu stundum í gegnum vefmyndavélar (allir Íslendingar þegar koma eldgos) er þetta mikil afturför. Þetta er eiginlega grátlegt því nú get ég aðeins fylgst með ferðum Norrænu í gegnum MarineTraffic-síðuna og það krefst ofurmannlegs ímyndunarafls.
Myndin sýnir hið fagra færeyska skip Norrænu sigla hratt út úr Seyðisfirði með fjanda innanborðs en nú er ekki nokkur leið að fá að sjá svona fegurð (skipið, kaupstaðinn, fjanda) í beinni útsendingu. Hrmpf ...
Fb um sjónvarpsþætti:
Þáttaröð sem endaði svo illa ... að þú dauðsérð eftir því að hafa eytt svona miklum tíma í að horfa á hana ...
Ansi mörg nefndu Game of Thrones sem gerir mig enn glaðari yfir því að hafa hætt að horfa eftir fyrsta þátt. Ég hætti hreinlega að horfa þegar farið er að teygja lopann í svona þáttum. Hafði gaman af því að horfa á Prison Break, fyrstu þáttaröðina, og Dexter sömuleiðis, eða kannski rúmlega það, líka Lost-bullið. Nú horfi ég bara á Gísla Martein (verð að drífa mig í að horfa á síðasta þátt áður en sá næsti brestur á).
- Game of Thrones.
- The Walking Dead.
- The Crosby Show ...
- How I met your Mother.
- Dallas.
- The Umbrella Academy.
- Designed Survivor.
- Lost.
- Dexter.
- House of Cards.
- Orange is the new Black.
- True Blood.
- Sopranos.
Hér er svo umrætt myndband, góða skemmtun:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2024 | 00:07
Bítlahneisa, bullsögur og meintur bókaplebbi
Heilsan svo miklu betri í dag og ýmislegt afrekað. Stráksi kom í mat (bara snarl) og fór út með ruslið sem var nú aðallega pappírsdót í pappaogplast-tunnuna. Svo þurfti ég að losna við annan Ikea-kassann, eða skúffuna sem hýsti fatið með kattasandinum, hef bara pláss fyrir annan þeirra. Ekki víst að þetta nýtist Villiköttum en vonandi þá einhverjum sjálfboðaliðanum heima því hver vill ekki dulbúa kattasandinn á heimilinu? Sterkur karl og sterkur strákur mættu rétt áðan og þessar elskur ætla að koma aftur og taka kommóðuna sem ég hélt að yrði óviðlosnanlega skrímslið í himnaríki ... og tvær bókahillur sem eiga að fara í Búkollu. Held að kommóðan sé alveg nothæf en skúffurnar eru svolítið stífar. Minnir nú samt á sum húsgögnin sem ég átti á fyrstu árum fyrsta hjónabands míns og var bara fínt.
Mynd: Fínasti dótakassi fyrir börn en nýttur sem einkasalerni fyrir ketti himnaríkis, búið að skera úr á hliðinni til að kisi komist inn. Ætla að taka annan kassann með í bæinn, hef ekki pláss fyrir báða.
Ég sá skrítna frásögn í morgun sem sumt fólk deildi nú samt á feisbúkk um meint sældarlíf hælisleitanda. Einn þeirra vildi læra ritlist hjá Skerjafjarðarskáldinu góða, þeim sem sagði söguna, og tvöfaldaði tilboð sitt þegar skáldið baðst undan því, enda búsettur erlendis.
Hælisleitandinn stefndi á meistaranám í ritlist og að verða rithöfundur. Hann á að hafa búið um nokkra hríð á Íslandi og vitanlega haft ókeypis lögfræðiþjónustu, ókeypis fæði, húsnæði og svo auðvitað vasapeninga frá ríkinu, svo þakklátur fyrir að hafa ekki þurft að greiða fyrir læknisþjónustu eða sálfræðiþjónustu, ókeypis lyf og hann hafði látið gera við allar sínar tennur ókeypis ... það kom líka fram í frásögninni að maðurinn ætti erfitt með að (vildi ekki?) læra málið. Sagan endaði svo á: Helvíti væri gott ef íslenskir ellilífeyrisþegar hefðu sömu kjör og hælisleitendur.
Þetta gæti auðvitað hafa verið skáldleg frásögn af því sem viðkomandi skáld vill meina að sé í gangi, en fólk deilir þessu sem sannleika þótt þetta séu rangfærslur. Sjá hér ögn neðar. Ég færi oft í stílinn sjálf en reyni að níðast ekki á minnihlutahópum í leiðinni.
Samkvæmt Vinnumálastofnun (2023) fær einstaklingur (hælisleitandi) 8.000 kr. á viku, hjón 13.000, fjölskylda með börn aldrei meira en 28.000 á viku. Ekki sérlega há framfærsla í einu dýrasta landi heims. Fólkið fær frítt húsnæði á meðan það bíður afgreiðslu umsóknar sinnar og það þarf að deila herbergi eða íbúð með öðrum, það fær strætókort, læknisþjónustu og börnin fá að ganga í skóla.
Ókeypis tannlæknaþjónustan inniheldur tvo kosti: verkjalyf eða láta draga tönnina úr. Engar viðgerðir leyfðar nema fyrir börn með alvarleg tannvandamál, svo hælisleitandinn laug blákalt að skáldinu.
Saga skáldsins og eldri færsla (sjá mynd) fóru báðar af stað í dag. Ég svaraði á nokkrum stöðum, þótt ég nenni yfirleitt ekki að taka þátt í fb-leiðindum, og fékk þetta svar frá einhverjum Einari Gíslasyni: Þetta rasistaþvaður er barn síns tíma. Þjóðin er að vakna. Jamm, sjálf orðin leið á rasista-orðinu, langar að breyta því í t.d. rassista. Auðvelt að breyta á bréfsefninu. Eins og þegar vinnan mín flutti úr Lynghálsi í Lyngás ... þurfti bara smávegis tippex.
Ef þetta væri þannig að fólk sem leitar hælis hefði það svona miklu betra en við hin, er samt ekki við það að sakast, heldur stjórnvöld sem létu slíkt viðgangast. Það kostaði svo sannarlega mikið fé að taka almennilega á móti Úkraínufólki í þúsundatali en það virðist nú samt heldur betur farið að borga til baka með vinnu og þátttöku í samfélaginu, enda fékk það, ólíkt öðrum hælisleitendum, að fara strax að vinna. Úkraínsk grannkona mín, mikil dugnaðarkona, ætlar að hjálpa mér að flytja, þetta dásemdarkrúsídúlluyndi.
Ég er alls ekki að segja að vinir mínir og vandamenn séu orðnir gamlir og slitnir, bara alls ekki ... ég miða við bakið á mér, eða hvað ég gæti burðast með, þannig að ungir og sprækir útlendingar verða í meirihluta þeirra sem aðstoða við búferlaflutningana eftir 11 daga ... og koma frá Litháen og Úkraínu (og Íslandi) - sá sem ekur mér og hefðarköttunum til Reykjavíkur á flutningsdaginn er frá Sýrlandi. Koma svo, hvar eru Bretar, Grikkir, Pólverjar, Ítalir?
Fimmtíu mest seldu plötur í heimi
Hefði í alvöru haldið að Bítlarnir væru ofar á svona lista, eða Stones, eða Radiohead eða Skálmöld!!! Gaman þó að sjá Nirvana og Eminem.
1. Thriller - Michael Jackson
2. The Dark Side of the Moon - Pink Floyd
3. The Bodyguard - Whitney Houston
4. Grease - Ýmsir flytjendur
5. Led Zeppelin IV - Led Zeppelin
Vó, nr. 2 og 5 ... mæli með!
Bítlarnir eru í 27. sæti með Abbey Road en þar á milli eru Pink Floyd með Vegginn, Dire Straits, Nirvana- EN HEI, ég ákvað að birta bara listann sem er líka miklu skemmtilegra fyrir fólk. Alla vega vil ég skoða mína lista sjálf og velta þeim fyrir mér.
Er mjög hrifin af listum almennt og t.d. í bókaþætti mínum á Aðalstöðinni í gamla daga, þegar Kolla Bergþórs var gagnrífandi þáttarins (og mjög góð), mætti hún oft með skemmtilega lista yfir alls konar bækur sem við gátum svo rætt fram og til baka.
Ég er ekki sérlega góð í gúgli á fjölbreytilegum vinsældalistum en hér er allavega nýjasti Storytel-vinsældalistinn, beint upp úr símanum mínum:
1. Dimma eftir Ragnar Jónasson
2. Atlas: Saga Pa Salt eftir Harry Whittaker og Lucindu Riley
3. Miðillinn eftir Sólveigu Pálsdóttur
4. Í hennar skóm eftir Jojo Moyes
5. Tengdamamman eftir Moa Herngren
6. Fótspor hins illa eftir Birgittu H. Halldórsdóttur
7. Mamma, pabbi, barn eftir Carin Gerhardsen
8. Blóðmjólk eftir Ragnheiði Jónsdóttur
9. Drungi eftir Ragnar Jónasson
10. Utan garðs eftir Unni Lilju Aradóttur
Þetta er ekki beint venjulegur vinsældalisti, heldur sýnir bara hvaða bækur eru nýjastar inn um þessar mundir og þykja girnilegar til lesturs ... held að í árslok komi listi yfir þær bækur sem fengu mesta lesturinn árið 2024. Ég á Tengdamömmuna alveg eftir af þessum lista ...
Fékk heilmiklar skammir (og eflaust verðskuldaðar í huga einhverra) fyrir að mæla með bók (Mýrastúlkunni) sem ég var að lesa og kláraði svo í dag. Að höfundur væri ofmetinn og persónur í bókinni ósympatískar og siðferðilega gjaldþrota ... Æ, þegar mig vantar afþreyingu á meðan ég pakka niður og flokka og alls konar, geri ég þær kröfur að sagan gangi upp, sé spennandi og grípandi og lesarinn góður (bara ekki segja UNGAbarn). Nýt þess alveg að hlusta á alls konar bækur ... ég kvaldist ekki undir Mýrarstúlkunni, miklu frekar yfir framburði lesara í Colin Dexter-bókinni á undan (um Morse), þar sagði lesarinn ekki Oxford upp á íslensku, heldur Oxfuuoooöördt ... sem var bæði kvalafullt og tilgerðarlegt og yfirmáta breski framburðurinn smitaðist stundum yfir á íslensku orðin ... Sú sem er lesari Mýrarstúlkunnar, Elva Ósk, er frábær - góður lesari gerir allar bækur enn betri. Líka þær sem innihalda persónur sem eru siðferðilega gjaldþrota ... Ég er t.d. mikil kaffikerling en í kaffiheiminum þyki ég eflaust vera algjör plebbi því mér þykir vel brennt kaffi mjög gott en er ekkert sérstaklega mikið fyrir lítið brennt - finnst það oft súrt. Eitt allra besta kaffi sem ég hef fengið er þó frá Sonju Grant, 2018-uppskeran af Kólumbíukaffinu ... svo er kaffið frá Valeríu á Grundarfirði rosagott ... mikið bragð og alveg sýrni en samt svo fullkomið ... Í gamla daga: Mokka Sidamo frá Te og kaffi ... og ég man ekki árgerðina, en Kólumbíukaffi frá Kaffitári var algjör dásemd. Man bara að það var prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og Katrín Fjeldsted í framboði og ég aðstoðaði hana á skrifstofunni, hellti m.a. upp á þetta svakalega góða kaffi. Afsakið, missti mig út í kaffispjall.
Þannig að ég er kannski líka bókaplebbi ... Bíð samt spennt eftir fleiri bókum eftir höfund Mýró, en ef hún fer að pirra mig, hætti ég bara að nenna að lesa hana og læt þá sem skammaðist í gær strax vita. Það hefur alveg komið fyrir að ég steinhætti að lesa suma höfunda, þá alveg búin að fá nóg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 24. september 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 831
- Frá upphafi: 1515926
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 704
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni