30.9.2024 | 22:47
Skilningsleysi yfir harmsögu og ferlegar flutningaáhyggur
Aumingjaskapurinn var allsráðandi þegar ég mætti stundvíslega til tannsa í dag. Hélt að gönguferðin þangað myndi verða hressandi og bætandi en aldeilis ekki. Hóstinn hefur lagast en ekki nóg, flökurleiki bætti ekki úr heldur og hvern langar að gubba á tannlækninn sinn eftir æsilegt hóstakast í miðri tanntöku? Ekki mig. Svo ég borgaði bara skrópsektina og dreif mig heim með strætó. Næsti tími tuttugasta og eitthvað október, eins gott að hviður á Kjalarnesi hleypti mér á Skagann með strætó. Maður slítur sig ekki svo auðveldlega frá tannlækninum sínum, hárgreiðslumeistaranum og öðru góðu hér í þessum dæmalaust yndislega bæ ... Var að hugsa um að kveðja kaupmannshjónin í Einarsbúð á heimleiðinni en var svo skynsöm að hringja fyrst og veit núna hvaða tími dagsins er bestur til að hitta á þau og knúsa í ræmur.
Leið síðan ögn betur eftir að hafa lagt mig með æsispennandi bók til að hlusta á: Síðasti hlekkurinn heitir hún, eftir Fredrik T. Olsson. Búin með tíu klukkutíma, bara átta eftir. Var reyndar byrjuð á algjörri dásemd: Þessir djöfulsins karlar en ætla að geyma mér hana þar til líf mitt er orðið stresslaust, ekkert: Næ ég að pakka öllu fyrir laugardag? Næ ég að kaupa ísskáp og fá á Kleppsveginn fyrir laugardag? Kemur flutningabíllinn örugglega? Sofa burðarmennirnir yfir sig? Verður pínulitla lyftan biluð? Er möguleiki á því að Skálmöld aflýsi tónleikunum 1. nóv.? Er eldavélin með spanhellum? Plís, ekki span!
Ég hefði getað fengið nýju íbúðina afhenta í dag, degi fyrr sem sagt, en sagði seljanda sem hafði samband í gærkvöldi að það væri því miður of seint að aflýsa tannlæknatímanum í dag og allt væri miðað við fyrsta október. Stráksi kíkti svo í heimsókn eftir vinnu og borðaði upphitaðan skyndirétt á meðan ég snæddi dásamlegan sýrlenskan mat frá elsku Fatimu minni. Fyrir hádegi hafði fulltrúi hinnar sýrlensku fjölskyldunnar minnar mætt og aðstoðað mig við að pakka. Hún tók niður gardínurnar í stofunni sem nýttust sérdeilis vel til að vefja utan um gömlu eldhúsklukkurnar en ég hætti við að þvo gardínurnar hér á Skaga. Held að ég nýti frekar iðnaðarvélarnar í nýja húsinu. Ég á allt of mikið dót, allt of mikið af öllu, samt búin að losa mig við heilan helling.
Facebook, ó, Facebook
Facebook rifjaði upp í dag að fyrir nákvæmlega 14 árum opnaði ég mig og sagði strætóvini mínum harmsögu lífs míns á leiðinni frá Mosó til Reykjavíkur. Kaldur og staðinn hafragrautur og súrtunna með næstum ársgömlu slátri komu við sögu. Ég hefði haldið að ég fengi stuðning vina og vandamanna á Facebook þar sem ég sagði frá þessu en aldeilis ekki:
Óli: Það losar um munnvatn.
Nanna: Alveg væri ég til í ársgamalt súrt slátur núna. En hafragrauturinn þyrfti helst að vera nýr.
Einar strætóvinur: Já, ég er enn með tárin í augunum eftir að hafa hlustað á Harmsögu ævi minnar, eftir Gurrí í strætó í morgun. Annars táraðist ég líka vegna þess að þetta var sennilega síðasta strætóferðin mín með henni. Ég á eftir að sakna allra strætófélaganna.
Borghildur: Þetta er herramannsmatur og ekki orð um það meir.
Hulda Björk: Vildi óska þess að ég ætti ársgamla tunnu. Mmmm
Hilda: Tja, misjafn er smekkur manna, súrt slátur er viðbjóður ... (smekkkona hún systir mín)
Guðrún: Súrmeti er góðmeti .. æi, nú fer ég að hlakka svo til þorrans, nú á mig eftir að dreyma súrmeti í alla nótt!
Ekki furða þótt dvalarheimilin breytist lítið í matarmálum, þegar tiltölulega ungt fólk hefur svona ... fornan smekk. ;)
Góður íslenskur gamaldags matur: Hangikjöt, uppstúf, laufabrauð, flatkökur, pönnukökur, kjötsúpa, slátur (ekki súrt), rófustappa, kleinur ... (ég borða kannski ekki hrátt hakk eins og sumir þjóðernismenn en er alls ekki landráðakona)
Ef þú gætir fjarlægt eitthvað eitt úr heiminum til að gera hann betri, hvað yrði það?
Græðgi.
Mannkynið.
Sjálfselsku.
Moskítóflugur.
Pedófíla.
Trump.
Harris.
MAGA.
Vinnustaðinn minn.
Hvar á ég að byrja?
Glæpi.
Sjúkdóma.
Hatur.
Kóngulær.
Kynþáttahatur.
Síonisma.
Alkóhól.
Hungur.
Stríð.
Pólitík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 30. september 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 832
- Frá upphafi: 1515927
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 705
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni