15.1.2025 | 23:10
Smiðsraunir, lampagleði og kaffiástir
Vinkonuhittingar eru frekar tíðir eftir að ég flutti í bæinn ... núna tvo daga í röð var ég sótt í vinnuna af vinkonum. Í gær fórum við tvær í kaffi hingað heim en í dag skelltum við okkur, hinar tvær, í Te og kaffi í Borgartúni. Dásamlegur staður í Borgartúninu og verulega nærandi samverustundir þar sem umræðuefnin dekkuðu nánast allt á milli himins og jarðar.
Te og kaffi er í miklu uppáhaldi, ekki bara af því að þar er gott kaffi og meðlæti, heldur er opnunartíminn hagstæður þeim sem vilja hittast yfir kaffibolla eftir vinnu. Ansi mörg kaffihús loka klukkan fjögur og vilja meina að of fáir mæti eftir þann tíma, of dýrt að halda starfsfólki á yfirvinnukaupi fyrir kannski fáa gesti. Við vinkonurnar sátum reyndar til rúmlega fimm í dag og staðurinn sem er ekki lítill, var fullur af kaffielskandi fólki.
Eflaust er þessi snemmlokun covid-árunum um að kenna að einhverju leyti - en það gleður kaffihjarta mitt mikið að einhverjir góðir staðir séu opnir lengur ... sem minnir mig á að elsku Súfistinn í Hafnarfirði skellir endanlega í lás núna bara á morgun eða hinn. Fínustu kaffiminningar þaðan. Tók alla vega tvö viðtöl þar fyrir Vikuna áður fyrr, góður friður á efri hæðinni til að spjalla og kaffið auðvitað ferlega gott ... og terturnar, maður minn!
Hirðsmiður Skýjahallarinnar mætti stundvíslega klukkan 9.34 í gærmorgun - eftir að hafa gert íbúa á rangri hæð rúmrusk. Sá harðneitaði því að einhver Gurrí byggi þar. Verkefnin urðu fimm en ekki fjögur og eitt sérlega tímafrekt svo ég varð að skilja smiðinn eftir og hlaupa út í strætó til að komast í vinnuna á réttum tíma. Stundvísi er minn helsti galli ... ég er manneskjan sem mætti í partíin klukkan níu ef partíið átti að byrja þá. Restin af fólkinu mættti svo um tíuleytið í fyrsta lagi. Sýnist nýi vinnuveitandinn ekkert fúll þótt ég mæti hálftíma of snemma, það stendur þannig á strætó og ekkert mál að setjast niður yfir kaffibolla og spjalla. Ég vinn sem leiðbeinandi í íslenskuskóla fyrir útlendinga sem er ótrúlega skemmtilegt og alveg frábær skóli.
Tímafreka verkefni smiðsins: Það reyndist vera að setja hærri fætur undir sófann minn úr Dorma. Fæturnir fengust í Jysk (takk, elsku Ellen frænka, fyrir að finna þá fyrir mig, ég var svo viss um að það fengjust ekki aukafætur á sófa ...). Sófinn hækkaði um þrjá eða fjóra sentimetra ... en það kostaði líka tár, bros og takkaskó, eins og við segjum það upp á íslensku. Þegar við snerum sófanum við, til að koma honum á lappirnar nýju, var ég svo mikill eymingi að ná ekki að lyfta honum nóg, svo hægri afturfóturinn hreinlega brotnaði. Smiðurinn ákvað að skjótast í Jysk í Skeifunni og kaupa nýja - en þurfti að bíða í 20 mínútur fyrir utan, ekki opnað fyrr en klukkan 11! Hver hefði trúað því? Svo kom hann til baka, skrúfaði splunkunýkeypta fótinn (í öðrum lit en hinir) undir á meðan ég blikkaði elsku litháísku grannkonuna til að hjálpa okkur við að lyfta. Hún lyfti sófanum ein með smiðnum, sagði mér bara að slaka á, enda sterk kona, og nú er sófinn kominn í rétta hæð fyrir mig. Hnén eru ekki lengur uppi í höku á mér þegar ég sit þar, heldur er allt beint og fínt og ég svíf á fætur þegar ég þarf að standa upp. Munar öllu að fá þessa litlu hækkun ...
Mynd: Þarna sjást smiðurinn og eftirlitskötturinn hugumstjóri (Mosi) að koma nýjum fæti undir sófann svo hann verði nothæfur. Kannski fer ég að nenna að horfa á sjónvarpið núna. Ótrúlega margar þáttaraðir sem ég hef ekki séð ... m.a. Vigdís, Verbúðin, Game of Thrones ... ég veit, ég er hryllileg. Ein af fáum sem sá ekki sýningarnar Níu líf (Bubba) og Elly. Vona að þær hafi verið teknar upp og verði sýndar í sjónvarpi um páska eða jól.
Hann var um þrjár mínútur að koma fatahenginu upp. Þriðja tilraunin og sú sem heppnaðist. Ég sagði honum að ég skildi ekkert í þessu, að t.d. þroskaþjálfinn sem hefði reynt fyrst ætti nú samt að hafa gott lag á þrjóskum vegg með þessa menntun ... en hann hafi vissulega verið með afleita borvél. Harði veggurinn vafðist þó ekkert fyrir smiðnum og borvélinni hans (mini-loftpressa?).
Smiðurinn vildi meina að textinn í Stuðmannalaginu: Hvað er svona merkilegt við það ... að bora í vegg? væri ein allra mesta fölsun tónlistarsögunnar ever, því það væri heilmikið mál að bora í vegg og gera það vel. Það vissu smiðir. Ég trúi honum algjörlega og hef misst allt álit á Grýlunum sem sungu lagið ... nema auðvitað elsku Herdísi minni, fyrrum kórfélaga með meiru, sem ég hlusta daglega á í strætó. Næsta stopp er Höfðatorg ... osfrv.
Fatahengið (frá Jysk) er ljómandi fínt og ég sagði smiðnum að ég myndi eflaust bara hengja mína yfirhöfn þar og kannski tvo, þrjá trefla, bjóða frekar gestum að hengja af þeim inn í skáp því þetta væri ekki svo sterklegt. Þetta fatahengi þolir sko alveg 200 kíló, sagði hann hneykslaður ... svo ég er hætt við að vera með fjöldatakmarkanir í næsta afmæli.
Ég þarf samt að kaupa spartl og fylla upp í göt fyrri tilrauna (lélegra borvéla) og sækja málningu niður í geymslu og gera vegginn fínan, alla vega fyrir næstu jól. Svo er ég komin með vissa vatnslitamynd á betri stað, hún var ekki í flútti við aðrar myndir ... og það er líka komin rúllugardína í herbergið mitt. Nú ætti ég að geta sofið vel í komandi miðnætursól. Fimmta verkefnið var að laga læsinguna á hurðinni fram á gang, hann var losaralegur og ég alltaf hrædd um að ég myndi standa með hurðarhúninn í höndunum þegar ég væri að loka og drífa mig í vinnuna.
Mynd af fatahengi: Lengst til vinstri sést langi trefillinn sem ég heklaði um árið úr plötulopa. Hann er það hlýjasta og dásamlegasta sem til er og í raun er ég steinhætt við að hekla mér eiginmann.
Vinkonan sem rændi mér í dag í Skeifunni og flutti mig sérlega viljuga á kaffihús kom í leiðinni með ljómandi flottan appelsínugulan lampa handa mér - sem passar vel í eldhúsið (og bara hvar sem er). Það vantaði meiri birtu þar, hún vissi af löngun minni í lampa þangað, ég er birtusjúk, ekki síst eftir búsetuna í bjarta himnaríki, en hef svo sem alltaf verið það, alin upp á heimili þar sem þótti eðlilegt að væri sem oftast og mest dregið fyrir svo enginn sæi inn (arg) ... mér fannst þetta lokun á lífið og nöldraði endalaust yfir því (og geri enn sums staðar). Þá voru í tísku þykkar og miklar gardínur ... og frekar þykkir stórisar undir. Hér í Skýjahöllinni eru gardínur bara til skrauts, hanga til hliðar á stóra glugganum í stofunni, hvítar og nánast gegnsæar en samt gott að hafa þær og draga tímabundið fyrir ef sólin er með dólg. Ef ég þarf að striplast (mjög sjaldan, ég er dama) slekk ég bara ljósin. Væri samt spennandi að fá sérsveitina aftur í heimsókn.
Mynd: Appelsínuguli lampinn virkar svolítið skakkur á myndinni, afsakið, er búin að laga það, hann stóð ofan á snúrunni.
Kathleen Dehmlow - minningargrein (lauslega þýdd)
Kathleen Dehmlow (Schunk) fæddist 19. mars 1938. Foreldrar hennar voru Josep og Gertrude Schunk frá Wabasso.
Hún giftist Dennis Dehmlow í St. Anne-kirkjunni í Wabasso árið 1957 og eignaðist með honum börnin Ginu og Jay.
Árið 1962 varð hún ófrísk eftir mág sinn, Lyle Dehmlow og flutti til Kanada. Hún yfirgaf börn sín, Ginu og Jay, sem voru alin upp af foreldrum hennar, Gertrude og Joseph Schunk.
Hún lést 31. maí 2018 í Springfield og þarf nú að standa skil á gjörðum sínum fyrir æðri dómstól. Hennar verður ekki saknað af Ginu og Jay sem vita að veröldin er betri staður án hennar.
---
Spilað 850 milljón sinnum á Spotify, segir Facebook um lagið The Sound of Silence með Disturbed. Kemur ekki á óvart:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. janúar 2025
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 31
- Sl. sólarhring: 138
- Sl. viku: 1121
- Frá upphafi: 1515126
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 972
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni