13.3.2025 | 19:19
Rómantík á stoppistöð og spár um gos
Spennandi stefnumót kl. 14 í gær ... en vissulega ekki rómantískt. Ég kann afar vel við konur en kýs allt ástarkjaftæði frekra með sætum körlum, eins og bloggvinirnir ættu að vita. Þetta var nú bara viðtal, spjall við blaðakonu og við höfðum það gott á kaffihúsi í miðborginni, sötruðum ágætis kaffi.
Tólfan mín (strætó) sem stoppar hér á hlaðinu (hinum megin við Sæbraut) fer alla leið niður í bæ, þessi elska, og ég á svo mikið eftir að nýta mér það! Borgarskvísan sem ég er að verða ... aftur. Spjallið var skemmtilegt og gekk vel en svo kom spurningin: Má ég spyrja þig um son þinn sem dó í bílslysi? Þetta var óvænt og kom mér alveg í opna skjöldu - en hefði auðvitað ekki átt að gera það. Og hvernig brást klakadrottningin af Töffaravegi í Dramahaturshreppi við þessari spurningu? Jú, hún fór að skæla sem kom henni sjálfri virkilega á óvart. Blaðakonan var dásemd og ég jafnaði mig fljótt. Sjúkk að kaffihúsið var nánast autt, einn gestur (áhugalaus um allt nema tölvuna sína) úti í horni.
Hélt að sár sem hefði haft sjö ár til að gróa (mynda skán) gæti ekki rifnað svona upp ... Ég hafði nú samt gott af þessu og þetta fékk mig líka til að hugsa. Það bregst auðvitað enginn eins við ástvinamissi og það er nánast ekkert sem hægt er að kalla rangt eða rétt í sorgarferli, skilst mér. Ég bjó í vel vernduðu umhverfi á Skaganum þar til í október sl. og allir sem ég umgekkst vissu hvað hafði gerst og ég fékk engar erfiðar eða óvæntar spurningar. (Reyndar í Costco, fyrir um sex árum, frá gamalli samstarfskonu: Og hvað er svo að frétta af stráknum þínum? Henni brá illa við svar mitt, og þetta eyðilagði sennilega daginn fyrir okkur báðum).
Ég hef aldrei haft þörf fyrir að tala mikið um Einar og missinn, einhverra hluta vegna, sem er kannski rangt ... eða ekki. Svo fékk ég spurningu í vinnunni í gær inni á kaffistofu: Átt þú börn? Ég var ekki búin að jafna mig eftir hitt en með pókerandlit minntist ég á stráksa, fóstursoninn til sjö ára, og kettina sem börnin mín ... enda finnst mér eldhress og fjörugur vinnustaður ekki rétti staðurinn til að tala um svona hluti.
Samt er þetta eitthvað sem ég þarf að búa mig undir fyrst ég er ekki lengur í vernduðu umhverfi. Og hefðu árin sjö ekki átt að búa til aðeins sterkari skjöld en þetta? Best að spyrja einhvern af sálfræðingunum í ættinni. Kannski beit ég of fast á jaxlinn of fljótt ... og drekkti mér í vinnu að auki ... Ég hef samt fundið mikinn mun til hins betra, með hverju árinu.
Í dag var ekki vinna, ég kenni á þri., mið. og fös. þessa vikuna, en mögulega alla virka daga frá og með næstu viku. Kommer i ljus.
Fór nú samt á vinnuslóðir um miðjan dag því nuddarinn minn (síðan fyrir um 25 árum) er með aðstöðu þar núna. Hún var alveg jafnstórkostleg og mig minnti, kvaddi mig með: Mundu svo eftir að drekka nóg og hvíla þig. Það tekur á að fara í fyrsta nuddtímann, skilst mér. Svo hrósaði hún mér ógurlega fyrir að vera svona vel á mig komin (lítið notuð), engir nýir liðir eða líffæri, bara eldspræk þrátt fyrir lélegt bak frá unglingsaldri. Hún fékk heilar 50 krónur í þjórfé frá mér fyrir falleg orð í minn garð.
Rómantík dagsins:
Þar sem ég beið eftir fimmunni rétt hjá Glæsibæ fór maður á mínum aldri að spjalla við mig ... á ensku. Það var eins og heil ferð hefði dottið út (leið 5) því ég stóð þarna í korter þótt skýlið segði að vagninn kæmi eftir eina mínútu. Ég tjáði honum eftir smáspjall að ég ætti, starfs míns vegna, að reyna frekar að kenna honum íslensku en þá kom í ljós að hann er íslenskur, hefur bara verið búsettur í Bandaríkjunum síðustu áratugi og finnst íslenska þjóðin aðeins mælandi á enska tungu. Hann bjó í Seattle, New York, L.A. ... bara um allt.
Hann var staddur á Íslandi vegna andláts föður síns. Hann sagðist heyra enskuna út um allt, ekki síst í Ölveri þar sem hann heldur sig mikið (ég sleppti því að segja honum að brúðkaupsveislan mín, þegar ég giftist langfyrsta eiginmanni mínum, hafi verið haldin þar) ... já, honum líst ekkert á Ísland, finnst stjórnmálin ömurleg, ekkert nema sjálftökuflokkar, ekkert hugsað um almenning, hann yrði þeirri stundu fegnastur þegar hann kæmist aftur út.
Skilst að Trump sé viðkvæmt umræðuefni hjá sumum svo ég kunni ekki við að spyrja hvort hann væri ekki að fara úr öskunni í eldinn, en maðuirinn kvaðst þó elska Ísland, eins og við gerum nú flest. Svo settist hann fyrir framan mig í strætó, og þegar ég fór út í Höfðatorgi, óskaði ég honum alls hins besta. Þetta er það næsta sem ég hef komist rómantík um langa hríð. Langtíma einsemd kennir manni að slaka á kröfum. Ölver hringdi ansi mörgum bjöllum ... en það var nú samt engin vínlykt af honum. Svo gæti hann alveg verið vélsagarmorðingi þarna westra, flytur kannski á milli fylkja þegar FBI er komið á slóð hans? Stoppistöðin á Suðurlandsbraut við Glæsibæ leynir aldeilis á sér.
Skemmtilegi harðlokaði og fá- en góðmenni fb-hópurinn minn; áhugafólk um jarðskjálfta (ekki aðdáendur þeirra samt), eldgos, jarðfræði og annað slíkt, vildi (eða einn í hópnum) að við spáðum fyrir um komandi gos, hvenær það kæmi. Nú hafa sérfræðingar (alla vega einn) sagt að það gjósi innan þriggja daga. Ég spái því að það byrji að gjósa klukkan 18.37 á laugardaginn, ein í hópnum nefnir sunnudag eða mánudag og einn segir það komi í fyrramálið og jafnvel á tánni (sem er þá væntanlega staðsetningin) og það jók heldur betur spennuna. Hvenær á maður að ná að sofa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. mars 2025
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 368
- Sl. sólarhring: 381
- Sl. viku: 950
- Frá upphafi: 1520494
Annað
- Innlit í dag: 315
- Innlit sl. viku: 812
- Gestir í dag: 296
- IP-tölur í dag: 289
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni