28.3.2025 | 00:29
Stóru markaðsmistökin ... kaffispjall og draumur um uppistand
Nýlega fékk ég upphringingu frá góðgerðasamtökum sem ég væri alveg til í að styðja ef ég væri ekki með fullt af öðrum sem ég tími alls ekki að hætta að styðja (m.a. SÁA, Kvennaathvarfið og björgunarsveitirnar) og tek þá stefnu að bæta ekki við þau samtök sem fyrir eru því ég er eiginlega bara í einni til tveimur vinnum um þessar mundir.
Er þetta Guðríður?
Já, það er hún.
Já, sæl, Guðríður. Mig langar að spyrja þig, Guðríður, hvort þú hafir áhuga á að styrkja okkur (....) um smáupphæð á mánuði, Guðríður? Hvað segir þú um það, Guðríður?
Ég er reyndar í strætó núna á leið til vinnu, nánast hvíslaði ég því ég þoli ekki þegar fólk talar hátt í síma á almannafæri.
Viltu, Guðríður, að ég hringi í þig seinna? Hvenær mætti bjóða þér að fá símtal, Guðríður?
Úff, held að þú þurfir ekki að hringja aftur, ég styrki það mörg samtök að ég get ekki bætt við mig, alla vega í bili.
Segum það, takk fyrir, Guðríður.
Sleppti ég því að styrkja samtökin vegna þessa hræðilega misskilnings sem ríkir um að allt fólk elski að heyra nafn sitt nefnt á fimm sekúndna fresti? Nei, alls ekki, ég varð samt rosalega pirruð út í þann sem hringdi yfir þessu nafnabulli og enn pirraðri út í forríka markaðsfræðinginn sem hefur talið svo mörgum fyrirtækjum trú um þetta virki og fengið vel greitt fyrir. Ég þekki ekki eina einustu manneskju sem ekki verður smávegis pirruð á svona símtölum, sérstaklega vegna þess hvað hringjandinn hjakkar endalaust á nafni þess sem fær símtalið.
Systir mín lenti í svipuðu fyrir skömmu, önnur samtök, og hún vildi endilega styrkja það um fimm þúsund krónur í eitt skipti - en var sagt að það yrði að vera mánaðarleg greiðsla, kannski bara tvö þúsund krónur á mánuði? Skiljanlega er betra að fá 24 þúsund á ári en skitinn fimmþúsundkall ... en systir mín gaf sig ekki, þrátt fyrir að fá að heyra fagurt nafn sitt mjög oft í frekar stuttu símtalinu. Hún er með heimasíma, eins og aðrir gamlingjar (djók) og það er tryllingslega mikið sótt að slíkum risaeðlum sem eru sennilega svo ruglaðar að þær gefa og gefa öllum samtökum sem eru svo sæt að hringja og rjúfa þannig félagslega einangrun sem þetta fólk býr væntanlega við, ef markaðsfræðin lýgur ekki. Döhhhh ... Ég sleppti mínum heimasíma ekki fyrr en ég flutti í bæinn en hafði aðeins notað hann til að hringja í gemsann minn ef ég fann hann ekki, og taka á móti söfnunarsímtölum ... Þeim fækkaði mjög við að hætta með 552-1039-númerið mitt síðan 1986. Vissulega ókeypis að hafa hann en fyrst hann gekk fyrir rafmagni og var ekki öryggistæki eins og áður (landlína á útleið, eða farin), hafði ég ekkert að gera við hann.
Steingerður almáttugur kom eftir hádegið og ég stökk upp átta tröppur og tók lyftuna, til að láta hana ekki bíða. Við ætluðum á kaffihús. Fljótlegt var að fara niður í Borgartún, tveir fínir staðir þar ... en ekkert bílastæði var að fá hjá Te og kaffi svo við ókum ögn lengra og ætluðum í Kaffitár en það var búið að loka þar, sem var gert 1. mars sl.. Man að ég fór þangað einn daginn eftir vinnu, þegar ég vann bara til þrjú, en varð að drekka kaffið á ljóshraða því lokað var klukkan fjögur. Held að það hafi ekki verið sérlega sniðug ákvörðun (að loka svona snemma) því mörgum finnst notalegt að hittast yfir góðu kaffi og kökusneið eftir vinnu. Sakní sakn á elsku Höfðatorg.
Við enduðum á Kaffi Mílanó í Skeifunni og fengum þar fínasta kaffi og meððí. Þjónustan algjörlega til fyrirmyndar, eigandinn hljóp um allt og gætti þess að vel færi um viðskiptavinina, ég fékk of heitan latte og hann bjargaði því í hvelli. Eitt sinn heyrði ég að þar væri lokað klukkan fjögur sem hentaði mér illa og því kaus ég að fara ekki þangað ... en það er ekki rétt, það er víst klukkan fimm sem er allt annað og betra, hentar mér alla vega mjög vel. Ég sá vinnustaðinn minn út um gluggann og á eftir að verða fastakúnni þarna. Virkilega gaman að sjá þarna stórt og flott málverk eftir Bjarna Þór, stórlistamann Akraness, og svo töluðum við eigandinn fallega um Ástu hans Bjarna sem við elskum greinilega bæði ... og auðvitað Bjarna líka!
Hún vinkona mín vinnur hjá Samhjálp sem eru sannarlega góð samtök sem bjarga mörgum, og hún sagði mér að Kaffistofan þeirra gengi vel, og ekki síst vegna þess að hælisleitendur, af ýmsum trúarbrögðum, vinna sjálfboðavinnu þar í miklum mæli, til að borga Íslandi til baka. Ég hef heyrt að eitthvað svipað sé í gangi hjá Hjálpræðishernum og alveg pottþétt víðar. Mér finnst að það megi vekja meiri athygli á þessu, allt of margt fólk sem trúir því að allt flóttafólk fái bætur og nenni ekkert að gera. (Núverandi ríkisstjórn virðist meira að segja vera á móti flóttafólki, ef marka má nýlegar fréttir! Ég er í losti, ef rétt er. Treysti á stjórnarandstöðuna að mótmæla harðlega.)
Auðvitað er alltaf þannig fólk innan um, fólk sem nennir ekki að vinna ... en muna ekki allir eftir því þegar tugir Íslendinga fengu frímerki á rassinn og voru sendir heim frá Danmörku um árið, búnir að vera jafnvel áratugum saman með frítt húsnæði og uppihald þar? Man að þegar ég skildi við allra fyrsta eiginmann minn fékk ég þá ráðleggingu að flytja með soninn til Köben og lifa þar góðu lífi án þess að þurfa að lyfta litla fingri. Það hugnaðist mér (vinnualkanum) ekki og ég var sögð heimsk fyrir vikið.
Eftir bráðskemmtilegt spjall og gott kaffi var stutt gangan út að Bláu húsunum en hirðnuddarinn minn er með stofu í einu þeirra. Hún sá til þess að allir vöðvar, sinar, innyfli og bein fengju meðferð. Sjúkranuddarar eru svakalega sterkir ... hún þarf ekki að biðja nokkurn um að skrúfa lok af krukkum heima hjá sér (stráksi sá orðið um það í himnaríki síðustu árin sem hann bjó hjá mér).
Mér líður rosalega vel núna og býst við að sofa eins og vært ungbarn í nótt, það gerðist nefnilega síðast þegar ég fór í nudd til hennar. Og ég vaknaði með bros á vör, að springa úr vellíðan.
Það fyrirfinnst nánast allt í Skeifunni en mér hefur ekki tekist að finna úrsmið þar eða í grenndinni. Það vantar batterí í úrið mitt og mér líður eins og unglingi, alltaf að kíkja á gemsann (m.a. til að missa ekki af strætó í vinnuna).
Fínn og stórskemmtilegur samstarfsmaður minn, Stefán Ingvar, verður með uppistand núna 10. apríl nk. og ætlar að sigra atvinnulífið (spennt að vita hvað hann eigi við með því). Mig langar svo svakalega mikið að mæta. Óttast mest að finna engan til að fara með mér (ég þekki nánast eingöngu ótrúlega upptekið fólk). Man að ég nötraði yfir þessu sama varðandi tónleika Skálmaldar í nóv. í fyrra - í Hörpu. Þá þurfti ég að hella mér í mikil heilabrot ... fólkið mitt ekki bara upptekið, heldur hafði sumt ferlegan tónlistarsmekk. Hvern þekkti ég sem var vitlaus í sjúklega gott þungarokk og myndi njóta þess að tárast með mér yfir dýrðinni? Fann fyrir rest eina sem átti þrítugsafmæli daginn áður en ég keypti miðana og hún gargaði af gleði yfir afmælisgjöfinni sem var síðan afhent 11 mánuðum seinna. Við sátum á besta stað því ég keypti miðana svo snemma!
Nú er að finna vin eða vandamann sem hefur gaman af því að hlæja. Held að allt mitt fólk uppfylli það og meira til. Vissulega sá ég í hillingum áður en ég flutti í bæinn að ég yrði alltaf að menningast eitthvað og gera skemmtilega hluti, endalaust fjör, en veruleikinn varð nú annar. Oftast er það ég sem er sökudólgurinn, þreytt og nenni engu eftir langan vinnudag ... vinn bara þrjú kvöld í viku núna, til kl. 19.45, komin heim kl. 20 ef ég fæ far, og er ekki endilega til í mikið djamm á eftir. Orkan víðs fjarri. En ég mun leggja heilann í bleyti og vona það besta. Þetta er á fimmtudagskvöldi, þá á ég frí og er til í allt. Því miður á ég ekki frí á miðvikudagskvöldum en þá er ægilega flottur bókaklúbbur í gangi í einu bókasafni borgarinnar, ég myndi ganga í hann ef hann væri t.d. á fimmtudögum ... en þá kæmist ég ekki á uppistandið! Vandlifað stundum.
Á laugardaginn er svo annar kaffihússhittingur vikunnar með vinkonu. Ó, hvað ég hlakka til. Er búin að safna upp ýmsu sem ég þarf að tala um við hana og get varla beðið eftir að heyra hvað hefur á daga hennar drifið undanfarið. Hún kemst pottþétt ekki með mér á uppistandið því fimmtudagar eru mestu annadagar hennar og langt fram á kvöld. Ég myndi taka minn athyglissjúka kött, Mosa, með mér ef ég héldi að það mætti og að hann hefði húmor. Hann hefur á margvíslegan hátt truflað bloggun mína hér í kvöld með því meðal annars að koma sér fyrir beint fyrir framan skjáinn, nánast ofan á lyklaborðinu (sjá átakanlega mynd), væla og skæla ... en hann er samt æði og ég fyrirgef honum allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. mars 2025
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 21
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 881
- Frá upphafi: 1522883
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 798
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni