9.3.2025 | 18:11
Minn eigin bekkur, afmælishugs og sjávarflóðin
Aldeilis annirnar hérna megin síðustu vikurnar. Þreföld vinna á við það sem hafði verið, hvorki meira né vinna, en um hálfþrjú í dag, eftir yfirlestur og álitsgerð (pro bono) datt allt í dúnalogn. Nema þvottavélin malar á baðinu, kettirnar mala uppi í skáp og það er tiltölulega fínt hér í skýjahöllinni svo húsverkir eru ekki aðkallandi.
Eins og flestir aðdáendur mínir (bloggvinir) ættu að vita jókst öll hreyfing mín til mikilla muna eftir að ég fór að vinna, eða úr um 740 skrefum á dag upp í um og yfir 4.000 sem er margföldun, ef algebran mín úr landsprófi klikkar ekki. Og það stórsér á mér að auki! Ég tek vissulega mikið magn af vítamíni hvern morgun sem hvetur líka til hopps og skopps. Annars bara vá, hvað ég hef verið vítamínsnauð allt mitt líf ... ég finn gríðarlega mikinn mun á mér upp á orku og gleði og letiskort ... Hef reynt að passa upp á hollustu í mat en eftir að elsku stráksi flutti frá mér fyrir tæpu ári hef ég sennilega ekki verið eins holl og áður fyrst ég finn svona mikinn mun á mér núna. Rúmfötin sem ég sef með núna voru straujuð af mér ... þvílíkur er krafturinn. Hver straujar nú til dags?
Já, vinnan gleypti mig algjörlega og síðustu viku vaknaði ég fyrir allar aldir, stökk út í strætó um hálfníu og byrjaði að kenna klukkan tíu. Þá pása, síðan aðstoðarkennsla frá eitt til þrjú. Á þriðjudegi og miðvikudegi bættist svo við minn eigin bekkur ... minn fyrsti hér í borginni, kvöldkennslan hefst 17.30 og stendur til 19.45. Hversu spennandi! Hef fengið frábæra þjálfun og eins og mér þykir nú gaman að tala, hef ég lært að segja bara orðin sem nemendur mínir skilja - og bæta svo hægt og rólega við nýjum. Öllum mætt þar sem þeir eru staddir og það virkar ótrúlega vel.
Ég er ekki góð í að muna nöfn og hef aldrei verið svo ég greip til þess ráðs að láta mitt fólk skrifa nafn sitt á blað og hafa á borðinu fyrir framan sig, þannig fer ég að því að muna nöfnin. Samstarfsmaður minn opnaði dyrnar eitt augnablik og kíkti inn í stofuna hjá mér á þriðjudaginn og sagði svo að þetta hefði verið eins og á fundi hjá Sameinuðu þjóðununum. Ekki slæmt.
Strætóreynsla síðustu vikna hefur eflt mig, þroskað og víkkað sjóndeildarhringinn til mikilla muna. Ég hef prófað að taka leið 16 líka héðan í Höfðatorg og uppskorið meira sjávarútsýni og komist mun nær athafnasvæðinu í Sundaborg en ég gæti með litla kíkinum mínum. Um daginn bilaði bjöllukerfið í leið 15 (Höfðatorg-Grensásvegur), farþegar þurftu að hrópa: Viltu stoppa næst! og glaður bílstjórinn hrópaði: Skal gert! Einmitt í þeirri ferð hitti ég sellebrittí í strætó, sjálfa Kolbrúnu Bergþórsdóttur, á leið til vinnu, en allir sem þetta blogg lesa vita að hún hóf feril sinn hjá undirritaðri, sem gagnrífandi í bókmenntaþætti á Aðalstöðunni í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Svo rændi Dagsljós á Rúv henni frá mér, jafnvel Pressan og Helgarpósturinn líka og svo koll af kolli þar til Mogginn og Kiljan náðu að sitja ein að henni. Ég man hvað ég var hrifin þegar hún hafði flutt sinn fyrsta pistil. Mig minnir að í honum hafi hún fjallað um nýútkomnu bókina Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur.
Afmælisundirbúningur stendur sem hæst en Reykjavíkurveisla stráksa verður haldin um næstu helgi, hann er orðinn 21 árs ... Í hús er komið Ritzkex og gos, í boði systur minnar. Hún hjálpaði mér, þessi elska, að raða bókhaldinu fyrir endurskoðandann í gær og ég var svo þakklát að ég játaði fyrir henni að hafa fyrr um daginn falið ansi vandlega í búrskáp hennar lítinn rúsínupakka ... ég setti hann ofan í tóman hálstöflupoka ... nú á ég hálsbrjóstsykur í talsverðu magni á botninum á töskunni minni (hvern mola vissulega innpakkaðan) ... Hún keypti karton um daginn (af litlum rúsínupökkum) svo ég verð að fara ansi vel í gegnum allt hjá mér eftir afmælisveislu stráksa, því þá gefst henni fyrsta tækifærið til að pynta mig. Veit ekki hvort hún trúði því að ég hafi flutt héðan úr skýjahöll og væri með leynilegt heimilisfang en hún komst svo sem ekkert í heimsókn lengi, lengi vegna anna okkar beggja í vinnu. En þessari styrjöld er hvergi nærri lokið.
Myndin sýnir átakanleikann (það er orð) við að finna pakka í töskunni sinni, pakka sem var svo vel falinn að hann hafði, miðað við útlit hans, hossast með mér mánuðum saman. Einnig sést glitta í bláa hálsbrjóstsykurspokann sem var nýttur til nýjustu hefnda. Peningaveskið er gamalt og merkt Búnaðarbankanum. Leðurvettlingana (Tösku- og hanskabúðin) fékk ég í jólagjöf snemma á þessari öld, eða fyrir rúmlega tuttugu árum (lúffur að utanverðu, hlýir fingravettlingar að innan).
Ég hélt með Áslaugu Örnu ... af súpergóðri ástæðu. Eftir að fóstursonur minn, stráksi, lýsti því yfir að honum fyndist hún gullfalleg fór allt að rúlla. Það náði hámarki þegar við stráksi ásamt Ingu fórum saman í útgáfuhóf bókar sem Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir skrifuðu saman - og þar var Áslaug ásamt fleirum úr ríkisstjórninni. Hlédrægni mín varð til þess að ég gerði ekkert ... nema væla í Höllu frænku um hvað það væri nú gaman að fá mynd af þeim saman ... en Halla hvatti mig eindregið til að svífa á Áslaugu Örnu. Ég gerði það og hún tók beiðni minni um mynd afar vel ... þótt það hafi kannski ekki beint gert hana að tengdadóttur minni hlýnaði mér virkilega um hjartarætur vegna ljúfra viðbragða hennar. Myndin af þeim saman hangir uppi á vegg heima hjá stráksa, ásamt myndum af honum og fleira frægu fólki ... Páli Óskari, Herra Hnetusmjöri, Gunnari Helgasyni, Katrínu Jakobsdóttur (við sama tækifæri), Lalla töframanni ... ég gleymi eflaust einhverjum. Keppinautur Áslaugar á landsfundi sýndi 11 ára fötluðum samlanda stráksa míns enga miskunn á sínum tíma, úr landi skyldi hann fara ... svo valið á Áslaugu Örnu var ekki erfitt - ekki að ég hafi verið með kosningarétt þar. Litlu hlutirnir ... eru svo kannski ekki svo litlir. MYNDIN sýnir nýlega mynd af stráksa, með enn einu sellebrittíinu, henni elsku Evu frænku. Sæt saman, hefði Séð og heyrt orðað það en stráksi heldur mikið upp á Evu frænku sína.
Ég ólst upp á Akranesi, bjó þar frá 2 ára til 12, að verða 13 ára. Síðan flutti ég aftur á Skagann og bjó þar árin 1978-1982 með langfyrsta eiginmanni mínum, lengst af í húsi við hafið, á Vesturgötunni (sjá mynd). Einar sonur minn fæddist 1980 á Sjúkrahúsi Akraness þegar við bjuggum þarna. Við fluttum þaðan haustið 1982 en einu og hálfu ári seinna kom ansi hreint brjálað veður sem orsakaði sjávarflóð - Presthúsabrautin fór á kaf og mér skilst að nýir eigendur hússins míns á Skaganum hafi lent í flóði ... kjallarinn fylltist víst af sjó og verr hefði farið ef þau hefðu ekki verið búin að setja nýja glugga því öldurnar gengu þarna yfir. Ég var fegin því að hafa ekki búið þarna á þeim tíma en auðvitað hefði verið upplifun að verða vitni að látunum. Það er hægt að dást að náttúruöflunum þótt þau séu stundum grimm. Svo flutti ég í þriðja sinn á elsku Skagann minn árið 2006, eins og bloggvinirnir vita, og átján árum seinna aftur í bæinn. Það var nánast eins og við manninn mælt, það kom aftur svona brjálað veður, að þessu sinni nokkrum mánuðum síðar, með tilheyrandi látum í sjónum, allt á floti, skemmdir og leiðindi.
Ég hef séð ótal myndir af skemmdunum en ekki eitt einasta vídeó á feisbúkk frá látunum sjálfum á meðan þetta stóð yfir, er með ótalmarga fb-vini en enginn sem bjó við svona læti í hafinu sá ástæðu til að mynda, eða birta - sem er furðulegt.
Sá bara magnað myndband frá Reynisfjöru þar sem sjórinn gekk alla leið að bílastæðinu þar, og fólk átti fótum sínum og bílum fjör að launa. Ef ég væri ögn tæknivæddari myndi ég birta þetta myndband hér ... en ég gat bara deilt því á feisbúkk.
MYND: Vona að Óli Palli fyrirgefi mér ránið á myndinni, en hann gekk um Skagann norðanverðan eftir lætin og myndaði skemmdirnar - tók þessa mynd af gamla húsinu mínu. Hann hefur staðið á göngustígnum og snúið baki í hafið. Vinstra megin á húsinu er eins og sólstofa en var áður gluggalaus bílskúr sem ég notaði til að hengja upp þvott í, fékk útiloftið en þvotturinn var varinn fyrir regni og snjó. Veit ekki hvort kjallarinn fylltist af sjó nú í ár, eins og þarna 1984, en það er alveg spurning. Geggjað hús en þegar það var flutt á þennan stað var stofan að sjálfsögðu látin snúa í suður ... svo aðeins eldhúsið og gangurinn upp stigann voru með sjávarútsýni ... Mögulega búið að breyta húsinu mikið, það er miklu fallegra núna en það var á níunda áratugnum.
Neil Armstrong was the first person to land on the moon.
Neil Armstrong backwards is Gnorts, Mr. Alien! Sjá mynd ...
Nick Mason, trommarinn hjá Pink Floyd, er víst 81 árs í dag, ef marka má eina aðdáendasíðu PF. Veit ekki hversu mikið er að marka. Hversu oft hef ég ekki séð: Nú á Ian Anderson í Jethro Tull afmæli í dag ... á hinum ýmsu tímum. Ég veit nefnilega að hann fæddist þann 10. ágúst, daginn sem ég átti að fæðast, en kom 12. í staðinn til að Guðríður amma og Ian Anderson fengju að hafa sinn dag í friði.
Verst samt hversu fáir heimsfrægir eiga sama afmælisdag og ég. Hilda systir á sama dag og Keith Richards, Mía systir sama dag og Þorgeir Ástvaldsson, Anna vinkona sama dag og Angelina Jolie, Borghildur sama dag og Herdís Hallvarðsdóttir í Grýlunum og Michael Jackson og svo framvegis. Ég ætti svo sem auðvitað að vera kát og sætta mig við afmælissystkini mín; forsetaframbjóðandann Ásdísi Rán, lögmanninn Svein Andra og leikkonuna Halldóru Geirharðsdóttur, trúfélagið Krossinn og stöðumæla í Reykjavík.
Ian Fleming, höfundur James Bond-bókanna, lést á sex ára afmælisdaginn minn, og nákvæmlega þann sama dag lagði ungur leikari af stað frá Írlandi og stefndi á frægð og frama ... sjálfur Pierce Brosnan, ef marka má fyrrum kennara minn í HÍ. Jú, svo verður almyrkvi á sólu á afmælinu mínu 2026 og ég verð að fara að sanka að mér sólmyrkvagleraugum og styrkja svalirnar hérna - ef afmælisgestir mínir kunna að meta það skemmtiatriði sem ég hafði mikið fyrir að útvega, sólmyrkva er erfitt að redda en ég hef unnið að þessu í þrjú ár!
Ég gúglaði til öryggis, Nick Mason átti 81 árs afmæli 27. jan. sl. en ekki í dag. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hann fara á kostum ... og hinar elskurnar. Ég græt enn reiðitárum yfir því að hafa þurft að bíða í áratugi eftir því að sjá þá (takk, YouTube) en smávegis sárabót að Anna vinkona hafi séð Pink Floyd í Hyde Park um árið að flytja, að mig minnir, Atom Heart Mother ... Þetta þótti mikil sýrutónlist á sínum tíma (spyrjið bara Bjarna Dag), en það þarf engin hugbreytandi efni til að dá þá og elska, eins og ég gerði frá fyrstu hlustun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. mars 2025
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 21
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 304
- Frá upphafi: 1519725
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 252
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni