12.4.2025 | 14:07
Blekking en samt ekki og notaleg sófabreyting
Uppistandið í fyrradag var bráðskemmtilegt og við Ólöf nutum þess að hlæja nánast stöðugt í klukkutíma. Við sátum frekar aftarlega því allt var nærri orðið fullt þegar við mættum, en ég borgaði þúsundkalli meira fyrir miðann til að fá bestu sæti ...
Þú hefur verið blekkt, sagði eitt skyldmenni uppistandarans, það eru engin bestu eða verstu sæti hér. Ég ákvað að taka þessu sem aukabrandara (ég var tekin!) en svo þegar ég kom út eftir skemmtunina, hitti ég samstarfsfólk sem tjáði mér (já, ég furðaði mig á þessu við þau) að ódýrari miðarnir hefðu verið fyrir námsmenn og aldraða. Þar sem ég uppfylli hvorugt var þetta hárrétt verðlagning, og ekki einu sinni há fyrir svona góða skemmtun.
Held að uppistand sé uppáhaldsdjammið mitt ... Er enn afar þakklát RÚV fyrir að birta slíkt í sjónvarpinu fyrir þarsíðustu áramót, Snjólaug er sjúklega fyndin og þau öll bara sem fórna sér svona fyrir okkur hin. Ólöf fór á barinn á Sykursalnum og splæsti á okkur appelsíni og kitt-katti sem hefði varla þurft því einn brandarinn, sá langsætasti, var að undir hverjum stól leyndist Mars-súkkulaði. Ég er svo heiðarleg að eini lausi stóllinn í salnum, við borðið okkar Ólafar, er enn með Mars-súkkulagði límt undir setunni.
Ég var svo yfirfull af orku og krafti eftir skemmtunina að ég fór að breyta í stofunni heima hjá mér. Já, ég veit, sumir segja að breytingaþörf á heimili tengist skorti á kynlífi, en ég er svo sem ekki neinn síbreytari, sannarlega ekki. Ég prófaði að færa sófann undir gluggann (hef gott bil samt út af ofninum) og hér eru fyrir- og eftir-myndir. Gætti þess að taka ykkur á sálfræðinni, að hafa dagsbirtu á eftir-myndinni og flottan kött í forgrunni til að ykkur þyki breytingin miklu flottari. Sko, stofan minnkar svolítið sjónrænt við þetta svo ef ég set íbúðina á sölu (ef ég vinn í happdrætti og kemst í fokdýran Kópavog - er samt mjög ánægð hér) mun ég færa sófann aftur svo hann standi við vegginn vinstra megin. Stofan er örlítið notalegri svona, finnst mér og meira bjóðandi: Komdu og sestu, Gurrí mín, láttu fara vel um þig, sæta beib, svona eins og stofur segja.
Eftir brjálað hámhorf mitt á Ludwig (mæli með) um síðustu helgi áttaði ég mig á því að stofan var ekki hönnuð fyrir slíkt gláp, eða uppröðun húsgagnanna (sjá fyrir-mynd, t.v.), eiginlega meira fyrir virðulega setu í þægilegum sófa með tebolla í annarri og eitthvað fínt skoskt kex í hinni, jafnvel skonsu með hleyptum rjóma og sultu. Hálsrígur var nefnilega ein uppskeran af glápinu svo annaðhvort þurfti að færa sófann svo hægt væri að liggja í honum við áhorf eða halda áfram sjónvarpsforðun minni sem hefur staðið í nokkur ár. Ég var oggulítið farin að óttast að ég notaði Storytel eins og dóp, væri orðin háð því að láta róandi rödd (með lágmarksleiklestri) leiða mig um lífið í leiðslu í gegnum húsverk, strætóferðir og slíkt. Fokkings lífið yrði að halda áfram, og hvað er hversdagslegra en að henda sér í sófa á kvöldin og horfa á sjónvarpsþætti? Ég spurði Kópavogs-systur mína síðast þegar ég var í heimsókn hjá henni: Hvað á ég svo að horfa á?
Ég gafst reyndar alltaf upp á öllu (nema Twenty Four) þegar seríum sumra ágætra þátta fór að fjölga ... Eins og til dæmis Prison Break, þar var lopinn aldeilis teygður, skilst mér, ég gafst upp strax í upphafi fyrsta þáttar í seríu tvö. Ég hafði líka orðið fyrir ákveðnu áfalli þegar ég ætlaði að horfa á girnilega seríu, tónlistarþætti með uppáhaldshljómsveitinni minni, Skálmöld í Sherwood, hélt að þetta væru heimildaþættir, vandlega músíkskreyttir ... en nei, þetta var lögguþáttasería sem tengist ekki þungarokki á nokkurn hátt, held ég. Hrmpf ...
Það sem systir mín lagði til að ég horfði á var:
RÚV
- Skálmöld í Sherwood
- Undir yfirborðið (úkraínskir spennuþættir)
- Hamingjudalur
- Sekúndur
- Leynibruggið (eitthvað fyrir okkur stráksa um páskana)
Stöð 2
- Moonflowers Murders
- Sullivans Crossing
- True Detective (sá fyrstu þáttaröðina, hún var æði)
- Coma sem er sennilega á Sjónvarpi Símans en við systur höfðum ekki tíma til að hanga lengur yfir sjónvarpsþáttaleit sem ég skráði samviskusamlega í gemsann minn, svo SSímans bíður betri tíma. Ég er einmitt með Premium hjá þeim ... svo er ég með Netflix líka og Disney plus og Amason Prime ... Hef ég kannski ekki tíma til að stunda atvinnu?
Í dag hefði ástkær sonur minn, Einar, orðið 45 ára, sem er eiginlega hálfundarleg tilhugsun fyrir móður sem er sjálf ekki mikið eldri en það ... en hver telur svo sem árin? Þessi dagur vekur alltaf upp mun fleiri tilfinningar en dánardagurinn (3. jan. 2018) og hefur verið frekar erfiður síðustu árin. Mér finnst gott að verja honum í eitthvað allt annað en hátíðarhöld og læti til að minnast hans og ætla í dag að leggjast yfir góða þáttaröð í sjónvarpinu - jafnvel góða bíómynd ef ég dett niður á einhverja. Fæ mér góðan kaffibolla honum til heiðurs, en hann átti sameiginlegt með mér að finnast kaffi besti drykkurinn. Einar var sjálfur algjör sjónvarps-kall og hafði sérlega gaman af því að fylgjast með náttúrulífsþáttum um villt dýr, helst kattardýr af ýmsu tagi, og styrkti ýmis samtök sem vernduðu dýr í útrýmingarhættu. Hann nærði í sér flughræðsluna með því að horfa á þætti um flugslys og hafði líka gaman af því að fylgjast með spennuþáttum og Tottenham spila í enska en ég ætla að velja einhverja slíka þáttaröð. Ég get ekki horft á náttúrulífsþætti því það er alltaf einhver saklaus sem deyr í þeim og svo segir Attenborough þegar ljónið rífur í sig sæta bamba: Svona er hringrás lífsins ...
Nú eru kattahatarar* farnir af stað á Facebook vegna hreiðurgerðar fuglanna. Ef mínir kettir væru útikettir myndi ég auðvitað halda þeim inni á varptíma en bæði hrafninn og mávurinn eru ungum hættulegri en heimiliskettir. Ég hef bjargað fugli lifandi úr kattarkjafti og Míró var í fýlu við mig í heilan klukkutíma á eftir ...
*Kattahatrið sem ég tala um felst alls ekki í umhyggju fólks fyrir fuglum, heldur í orðum á borð við: Þá eru þessi ógeðslegu kvikindi (kettir) komnir á kreik ... bla bla ... gott að ég náði ekki ógeðinu sem reyndi að ná fuglinum ... osfrv.
Sumir sem hata ketti og elska fugla hata samt máva (ég var alin upp við að maður ætti að hata þá en sonur minn breytti þeirri skoðun minni algjörlega), borða kjúkling, önd og rjúpu ...
Samsettu myndirnar sýna ungan Krumma, Hrafnkel Einarsson, á öxl dýravinarins Einars sem fór aldrei í "dýr-greinarálit", og hin sýnir sama kött í fanginu (andlitinu) á mér fyrr í dag, en Krummi nálgast nú ört fermingaraldurinn (14 ára). Ég skellti þessum myndum á Facebook í dag en gat því miður ekki notað fleiri tölustafi og þannig birt aldur minn. Veit ekki hvað Musk og Trump eru að hugsa með því að breyta Fb svona ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 12. apríl 2025
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 119
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 531
- Frá upphafi: 1524108
Annað
- Innlit í dag: 92
- Innlit sl. viku: 446
- Gestir í dag: 90
- IP-tölur í dag: 86
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni