11.5.2025 | 17:01
Að hella úr sinni andlegu ruslatunnu ... og margt fleira
Vetrarlegur maímánuður veit vonandi á svalt og gott sumar. Ég er spennt að vita hvernig nýja íbúðin á Klepps bregst við lamandi allt að 15 gráðum, hvort ég þurfi að hafa eina eða þrjár viftur í gangi, sofa með lak í stað sængur og slíkt. Svona er að hafa vanið sig á hafa fremur svalt í kringum sig, mér finnst iðulega allt of heitt heima hjá öðrum en þarf stundum að lána gestum mínum aukapeysu, og verstu kuldaskræfunum teppi - en þá er kannski mjög kalt úti og gluggar opnir hjá mér. Himnaríki er með stóra suðurglugga og þar gat hitnað verulega á sumrin því lítið var hægt að hafa alla glugga galopna vegna glæpsamlegrar dirfsku Mosa da cat varðandi stökk af fjórðu hæð án fallhlífar. Svo var rok ekki jafnalgengt og sumir vilja meina sem rugla saman Akranesi og Kjalarnesi (þjóðveginum sko). Stundum lokaði ég Mosa inni í herbergi, reif upp alla glugga og báðar svalir og þá var sannarlega hægt að tala um rétt hitastig, þrátt fyrir sólina.
Nú geta "aldraðir", 55-75 ára fólk, glaðst ósegjanlega, eða þau sem vita ekki hvað þau eiga að gera við alla peningana sína. Nýlega sá ég auglýst háskólanám, sérstaklega ætlað hópnum sem undirbýr nú svokallað þriðja æviskeið sitt. Það mætir einu sinni í viku í tvær annir, ef ég man rétt, og fær fyrirlestra um ýmislegt gagnlegt á borð við hollustu, gervigreind, hreyfingu, heimspeki og annað sem hljómar alveg vel ... en verðmiðinn er ansi hár, eða 750 þúsund krónur á mann ... Ég veit alveg aura minna tal svo ég gúgla bara upplýsingar sem ég tel mig þurfa og fæ Davíð frænda til að kenna mér betur á gervigreind. Þetta nám virkar ekkert leiðinlegt - miðast samt við fólk sem á nóg af peningum og tíma. Þekki konu sem ætlar að "flytja upp í" Háskóla Íslands eftir að hún fer á eftirlaun, en hún vill reyndar meina að endurmenntunin þar sé ansi dýr sem er grautfúlt.
Annað tengt aldri - mjög áríðandi: Á meðan ég er yngri en páfinn, sem ég er, vil ég ekki heyra neitt um öldrun mína í framtíðinni, ekki fyrr en Leó fjórtandi deyr og nýr páfi, þá yngri en ég, tekur við. Vildi bara láta ykkur vita. Við Madonna erum sem sagt báðar yngri en páfinn!
Að skiptast á skoðunum er bara gott og eflaust öllum hollt að eiga sem fjölbreyttastan vinahóp á Facebook til að lokast ekki inni í bergmálshelli. EN ... síðustu árin er eins og bæði fasískar skoðanir og samsæriskenningar hafi fengið byr undir báða vængi um allan heim og falsfréttir flæða yfir allt. Sumt fólk er farið að hella úr sinni andlegu ruslatunnu (eins og gamli íslenskukennarinn minn í Vörðuskóla orðaði það) og verður sífellt háværara og hatursfyllra.
Ein fb-"vinkona" mín er grjóthörð í þessu og hefur tileinkað sér nánast allt sem gengur gegn gildum sem talin voru góð, á borð við mannréttindi, virðingu og það allt. Hún hefur vissulega fullan rétt á því að halda með Ísrael og Rússlandi, að segja hnattræna hlýnun vera bull, að femínistar séu fávitar, og bólusetningar eitur, en það sem stingur mig mest er hatursfullur og andstyggilegur boðskapur hennar um trans fólk (JK Rowling á ekki roð í hana).
Þegar ég verð búin að skrifa þetta blogg ætla ég að afvina hana (þótt fyrr hefði verið) og nokkra helstu fylgjendur hennar sem deila eitrinu, það er þetta eða hætta hreinlega á Facebook en ég tími því ekki. Ég veit af henni og skoðanasystkinum hennar þarna úti en þarf þá ekki að fá eitrið frá þeim beint framan í mig lengur. Held að ég hafi ekkert gott af því að sjá skrif hennar, frekar en aðrir.
Við unnum um tíma á sama vinnustað á síðustu öld, hún var svo klár og flott, fannst mér. Hef ekki séð hana í rúm 30 ár, sem betur fer. Mig hefur oft langað til að svara henni á fb - en veit þó að ég get ekki breytt skoðunum hennar, frekar en hún mínum, svo það besta í stöðunni er að segja bless.
Viss fréttasíða á netinu breiðir líka út hatursáróður, að mínu mati, síðast falsfrétt um níu hælisleitendur, frétt sem enginn fótur var fyrir og það olli mörgum rasistum gífurlegum vonbrigðum ... sama fréttasíða, ef ég man rétt, sagði á sínum tíma að Blóðbankinn vildi ekki blóð úr covid-bólusettum, sem var líka uppspuni frá rótum.
Það er sjálfsagt að virða skoðanir annarra, ég skil t.d. alveg þau sem óttast aukaverkanir af lyfjum. Þótt ég hafi án hiks látið bólusetja mig við covid, reyni ég samt að forðast lyf eftir bestu getu og hef sem betur fer getað gert það í gegnum tíðina.
Síðustu árin hef ég reynt af alefli að sneiða hjá öllu sem veldur mér streitu, ég tók þá ákvörðun eftir að sonur minn dó. Liður í því er að forðast hatur og illdeilur, meðal annars á samfélagsmiðlum.
Sumt af þessu sem ég forðast er frekar asnalegt að gera, eins og að sleppa því að horfa á of spennandi bíómyndir, eða lesa slíkar bækur sem eru bæði hroðalega blóðuguar og heiftarlega spennandi ... ég höndla það hreinlega ekki lengur. Held mig mest við krúttlegar glæpasögur, svona kósíkrimma, og ljúft ástarkjaftæði, og mun eflaust gera það ef ég tek upp á því að fara að horfa meira á sjónvarp. Ég var eiginlega hætt öllu sjónvarpsglápi, og samt áskrifandi að Netflix og fleiri veitum. Ætla nú samt að segja upp Netflix og Disney plús, sem ég horfi aldrei á.
Get reyndar montað mig af því að hafa nýlega hámhorft á tvær ansi hreint skemmtilegar seríur. Það eru Ludwig og Háskalegur lokakafli (Magpie Murders) báðar á RÚV. Mæli hástöfum með.
Mæli líka með glæpasögunni hennar Nönnu Rögnvaldar, Þegar sannleikurinn sefur, sem ég las í fyrra þegar hún kom út en hlustaði á þegar hún kom á hljóðbók nýlega. Virkilega skemmtileg og vel skrifuð. Hlakka til að lesa framhaldið.
Í vissri bjúgleysistilraun sem ég ákvað að gera í gær með því að vera í algjörri sófaleti og slökun við lestur og orðaleit, með fæturna uppi á þykkum púða, og um kvöldið horfði ég á mynd í sjónvarpinu. Myndin var afar sorgleg og fjallaði um dauðvona föður sem leitaði að góðri fósturfjölskyldu (með vitund og vilja bresku Barnaverndarinnar) fyrir fimm ára son sinn. Byggt á sannsögulegu en samt alltílæ. Mamma grét úr sér augun fyrir áratugum síðan yfir bíómyndinni um tíu barna dauðvona móðurina sem leitaði að góðum heimilum fyrir öll tíu börnin og tókst það. Ég slökkti þegar myndin um föðurinn var búin og fór að lesa, enn með fætur uppi á þykkum púða. Fór svo í fótanudd-dæmi í hálftíma. Vaknaði í morgun með ansi hreint mjóa ökkla. Sjónvarpsgláp gegn bjúg!
Mæðradagurinn er í dag og hér er mynd af okkur mömmu saman, ásamt pabba í hlutverki sérstaks burðarmanns. Myndin var tekin í Stykkishólmi fyrir nokkrum árum, en þar bjó ég frá 2 mánaða aldri (fædd í Reykjavík) til tveggja ára en þá lá leiðin upp á Skaga þar sem við bjuggum næstu tíu árin.
Litla ljóshærða krúttið á myndinni sýnir hversu blöndun Þingeyinga og Skagfirðinga heppnast iðulega stórkostlega vel ... Dass af Eyjafirði, Rangárvöllum og Reykjavík skaðaði aldeilis ekki heldur.
Óska öllum mæðrum innilega til hamingju með daginn.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Að lokum:
- Chuck Norris getur sagt "Eyjafjallajökull" aftur á bak.
- Nasistar gáfust upp daginn eftir að Chuck Norris fæddist.
- Chuck Norris can walk away ...
- Chuck Norris getur búið til spýtu með því að nudda saman tveimur eldum.
- Chuck Norris getur sofið í átta tíma á 30 mínútum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. maí 2025
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 79
- Sl. sólarhring: 217
- Sl. viku: 579
- Frá upphafi: 1526736
Annað
- Innlit í dag: 69
- Innlit sl. viku: 486
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni