28.8.2025 | 00:55
Raunir þeirra þriflegu og sjónvarpsþættir satans
Sumarleyfi stendur enn yfir í einni vinnunni minni og vinnualkinn kvelst örlítið yfir því. Vissulega var farið í búðarferð í dag sem var svo mikil innspýting inn í hagkerfið að vextir lækka sennilega strax í fyrramálið.
Varð margs vísari á menningarnótt, eða hvert hún teygir sig, alveg strax um morguninn þegar mikil öskur heyrðust inn um gluggann hjá mér. Ég gladdist nú fljótt þegar ég sá að Reykjavíkurmaraþonið var nánast á hlaðinu hjá mér og öskrin voru ekki vegna skelfingar, heldur til hvatningar. Ég ákvað að blunda ögn lengur og svaf óvart alveg til eitt, sem hefur ekki gerst síðan ég var unglingur. Hafði ætlað mér að vera stödd á Hlemmi kl. 13 og kíkja á sérsveitina, vini mína síðan í desember þegar þeir kíktu hingað, sællar minningar. Það var einhvern veginn úr mér allur vindur, mér fannst dagurinn búinn, steingleymdi því auðvitað að hann var nótt, og ákvað að gera ekki neitt. Þótt ég telji mig vera intróvert á margan hátt, einrænan snilling í að muna póstnúmer, svo fátt eitt sé talið, fannst mér asnalegt að fara ein niður í bæ.
Ég náttúrlega bjó á Akranesi í næstum 20 ár og á meðan þurftu vinir mínir og vandamenn að venjast breyttu landslagi. Ég prófaði reyndar að hringja í einn ættingja ... Ha nei, sérsveitin kl. 13? Ég er að fara að hitta vinkonur mínar þá! Og þarna uppgötvaði ég að ýmislegt (allt) hafði breyst í fjarveru minni - vinirnir orðnir að ömmum og öfum, sumir (flestir) búnir að missa áhugann á djammi (miðborgarrölt á menningarnótt) og ýmsar fyrningar átt sér stað. Að ári mun ég sennilega vera búin að finna einhvern (fyrirvari er svo vanmetinn) sem nennir með mér að skoða aðstöðu sérsveitar Ríkislögreglustjóra, ganga niður Laugaveginn, kíkja jafnvel í vöfflukaffi einhvers staðar og taka svo strætó heim. Ég var að vinna nánast allan daginn (nóttina, afsakið), og lét vekjarann í gemsanum hringja kl. 22. Var spennt að vita hvort ég sæi flugeldasýninguna ... og já, ég gerði það, út um gluggann á dyngju minni. Þvílík heppni að hafa keypt íbúð á þessum stað. Óttaðist mest að stóra blokkin rétt hjá byrgði mér sýn, en ég slapp við að upphugsa ráð til að losa mig við hana, hún kemur reyndar í veg fyrir að ég sjái upp á Skaga. Akrafjallið er ágætis sárabót en það er þó fallegra frá Akranesi séð, alveg eins og Esjan er fallegri frá mér séð en frá Skaganum, finnst mér. Svo held ég reyndar að sérsveitin sé með aðstöðu einhvers staðar í Sundahöfn, sem er nánast hér á hlaðinu, það væri eftir öllu. Það koma grunsamlega oft dularfullir svartir jeppar á fullri ferð og með lögguljós þaðan og upp á Sæbraut, stundum nokkrir í einu og þá veit ég að einhver hefur stolið hraðbanka.
Samsetta myndin hér að ofan sýnir að báðir stórviðburðir menningarnætur sjást héðan. Ég horfi bara á verðið á íbúðinni minni hækka!
Ég hangi stundum á Instagram fyrir svefninn og í sumum tilfellum er það nokkuð svæfandi, róandi og notalegt. Ekki þó alltaf. Ein sem ég fylgist með þar mælti með heilsueflandi Insta-reikningi, höfuð, herðar, toppur, tær, eitthvað slíkt heitir það. Mér leist aldeilis vel á, enda áhugakona um góða heilsu, og gerðist fylgjandi. Gott væri að sjá hvaða olíur væru heilsuspillandi og annað slíkt. Mikil urðu vonbrigði mín og svekkelsið algjört þegar ég sá að stjórnendur þar telja að covid-bóluefni séu hættulegur þáttur í meintri versnandi heilsu okkar. Það væri sannað! Nefndu aukna tíðni banvænna krabbameina. Að við þekktum eflaust öll einhvern á besta aldri sem hefði dáið skyndilega úr því meini. Ég veit reyndar um þrjá sem hafa farið á síðustu misserum, EN tvö þeirra létu ekki bólusetja sig og töluðu gegn covid-bólusetningum á samfélagsmiðlum. Það pirraði mig líka að sjá þarna að covid hafi verið frekar ómerkileg sótt, nánast bara kvef, og það hafi verið sannað (sá engar sannanir fyrir þessu) að bara þau sem voru veik fyrir hafi dáið úr covid. Ég, vissulega margbólusett og samt enn á lífi, afvinaði þessa síðu og taldi upp á fimmtíu og tvær milljónir áður en pirringurinn loksins hvarf.
Heimur versnandi fer, ekki einu sinni þéttvaxnir flugfarþegar fá að vera í friði! ;) Nú ætlar visst flugfélag að neyða þriflegt fólk til að kaupa tvö sæti. Sem væri í lagi ef flugfélögin væru ekki þekkt fyrir að svíkja fólk sem keypti sér sæti hlið við hlið, t.d. foreldri og barn saman eða hjón saman, borgaði sér fyrir það en fengi svo ekki.
Hvað ef þéttvaxin manneskja myndi borga fyrir tvö sæti en lenti svo í því að annað væri 14B og hitt 33F?
Við systur skruppum í IKEA í dag. Ef ég kemst til læknis til að fá vottorð um heilbrigði, gæti fjölgað um einn á heimilinu. Læknirinn aflýsti tímanum sem ég hef beðið eftir í tvo mánuði svo ég þarf nýjan. Panta á morgun, þarf vonandi ekki að bíða í aðra tvo mánuði. Ég fjárfesti í ýmsu svefnherbergisvænu ... skoðaði kommóður og rúm - svona ef ég finn ekki notað. Fæ lánað rúm til að byrja með, 90 x 200, og langar að leita í Góða hirðinum að notaðri kommóðu sem lítið fer fyrir en með ágætt geymslupláss samt. Ég tók með mér tommustokk og mældi sitt af hverju ... ekkert að marka þessar mælingar hjá þessu Ikea-fólki (djók). Þarna fer nú aldeilis kona með konum, hvíslaði mannfjöldinn þegar ég mældi.
Þarf að hrósa IKEA fyrir góðan prófarkalestur á skiltum og miðum.
Langt síðan ég hef kíkt á kannanir á fb ... hér er ein:
Sjónvarpsþáttur sem þú ert neydd/ur til að horfa á í helvíti!
Það komu mörg, mörg, mörgþúsund svör en langsamlega flestir völdu efstu tvo þættina ... ég fór ekki yfir allt svo sem og ég sá bara Star Trek nefnt einu sinni ... en það er auðvitað nóg til að komast á listann.
Lærlingurinn (The Apprentice)
The Kardashians
Dr. Phil Show
Friends
Love Island
Star Trek
The Nanny
Real Housewives
How I meeet your Mother
The Walking Dead
Homeland
Jerry Springer
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. ágúst 2025
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 23
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 320
- Frá upphafi: 1532306
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 269
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni