24.9.2025 | 00:15
Kattamál, ekki-lakkrís og ný matarkista ...
Bráðskemmtilegur kaffihússhittingur nýlega með skemmtilegu fólki og ýmislegt fyndið um alls konar látið fjúka. Nú hefði verið gott að skrifa enn lífsreynslusögurnar í Vikuna ... gamansögurnar fannst mér alltaf skemmtilegast að fá. Ég var svo óþolandi, t.d. ef einhver sagði mér eitthvað þá spurði ég hvort ég mætti nota söguna, myndi breyta nöfnum og ýmsu svo ekki þekktist - og það var yfirleitt ekkert mál.
Einu sinni var hringt frá miklu ríkisbákni, Ríkisskattstjóra, minnir mig, út af einni djúsí lífsreynslusögu. Sú sem hringdi hafði haldið að þær væru allar tilbúningur en ákvað samt að prófa, en ég gat, eftir eitt símtal við þann sem sagði mér söguna (og hélt ranglega að ekki yrði hlustað á hann ef hann léti yfirvöld vita af vissum glæp, hélt reyndar að hér væri um siðlaust en löglegt dæmi að ræða), fékk ég samþykki og gat sagt ríkisbatteríinu frekari deili á vonda karlinum í sögunni. Mig grunar að þau hafi vitað allt um hann þótt ekkert væri látið uppi, fannst alla vega að þetta hefði ekki komið á óvart.
En alla vega, ein örstutt kaffihússhittingssagan er um voða fínan og flottan karl úr Garðabænum sem gegndi fínu og flottu embætti. Hann var að kveðja húsráðendur eftir sérlega glæsilegt matarboð með flottasta fólkinu í bænum og þegar hann var klæða sig í fína fokdýra frakkann sinn í anddyrinu rak hann augun í glæsilega marmara- eða kristalsskál fulla af lakkrís. Hann tók nokkra bita og skellti upp í sig og áttaði sig þá á því að þetta var ekki lakkrís, heldur sérlegar plasthlífar (svartar) til að setja undir hælinn á hælaháum skóm til að hlífa parketinu ... Konan hans hefur víst ekki getað hætt að hlæja.
Ótrúlegir læknadagar framundan ... þótt allir hér séu heilbrigðir (eftir bestu vitneskju) en skv. rafrænu dagbókinni minni í gemsanum verður mikið um að vera. Á morgun fer einn íbúinn hér í efra til tannlæknis. Næsta dag fer ég til heimilislæknis, í tíma sem ég pantaði snemma í júlí og fékk í lok sept.. Þarf víst vottorð um andlegt og líkamlegt heilbrigði til að fá að blogga hér, skilst mér - eða fá að búa í þessu dýrlega fjölbýlishúsi - eða fá að kenna í besta skóla í heimi ... eða fá leyfi til að fóstra barn. Síðar sama morgun fá kettirnir mínir dýralækni heim (Comfort Vet, enskur dýralæknir og litháískur dýralæknir), lúxus sem kattardýr mín hafa ekki fengið í áratugi, eða síðan Dagfinnur á Skólavörðustíg bauð upp á slíkt þegar ég átti Fjólu og Támínu og bjó á Hringbraut. Þeir Krummi og Mosi eru alheilbrigðir, held ég, en mér finnst öryggi í því að láta tékka á þeim. Krummi (14) var 4 mánaða síðast þegar hann fór til dýralæknis og sennilega fór Mosi (11) síðast 2016 eða 2017. Hann flutti til mín þegar Einar dó í byrjun árs 2018. Þeir eru mjög heilbrigðir innikettir, en fyrst þessi þjónusta er í boði finnst mér sjálfsagt að nota hana, láta kíkja á þá árlega - oftar ef eitthvað virðist ama að.
Mynd: Krummi og Mosi á Akranesárunum, 3. janúar 2022, þarna nákvæmlega fjögur ár síðan Mosi flutti til mín. (Hætt með heimasímann.)
Ég fór í Hagkaup í Skeifunni eftir kennslu í kvöld, til að kaupa eitthvað mjúkt undir tönn - vegna yfirvofandi tanntöku eins íbúans hér, skyr, hollustudrykki, bananabrauð ... mér datt svo sem ekkert mikið fleira í hug en drengurinn er alsæll með innkaupin (alla vega súkkulaðiskyrið). Verslunarstjórinn lá í körfu sinni við innganginn og leyfði mér náðarsamlegast að klappa sér, af því að ég blikkaði hann, eða lygndi aftur augunum framan í hann. Það er kattamál sem merkir: Ást og friður, félagi! Fékk blikk á móti en ekkert hjartnæmt annað, enda mest klappaði köttur landsins þótt víðar væri leitað.
Ég prófaði hér heima annað kattamál sem ég hafði séð á Instagram, og á að líkja eftir kalli læðu á kettlingana sína. Mehhh ehhhh ... og hafa ehhh-ið í hærri tóntegund, eins og me-ið í C og ehh-ið upp í F eða G, jafnvel hærra. Mínir kettir eru mögulega of gamlir því þeir horfa bara forviða á mig þegar ég reyni þetta á meðan kettirnir í myndbandinu koma hlaupandi. Möguleiki samt að sá sem setti Istagram-myndbandið inn hafi vanið sína ketti á að hlýða þessu kalli og gefið þeim rækjur og rjóma fyrir.
Ég er farin að venjast því að búa ekki alein með köttunum. Ýmsir kostir fylgja, m.a. sá að það er alltaf heitur og hollur kvöldmatur og ég passa mig rosavel að kaupa ekki sælgæti enda alltaf nógu södd af mat til að þurfa ekki eitthvað fljótlegt til að ná upp blóðsykri í hvelli ... Það er eins og bölvun fylgi sælgæti sem ég kaupi ... "til að eiga með kaffinu ef skyldu nú koma gestir ..." ég klára það nánast alltaf í hvelli, alein!
Galli? Eina tónlistin sem ég kvelst bæði andlega og líkamlega yfir, sálartónlist, er farin að heyrast hér nokkuð reglulega en af því að elskan hún Laufey okkar heyrist líka, slaknar á taugum mínum inn á milli. Ég kvarta alls ekki, reyni bara að muna að lífið er ekki dans á rósum. Muna, muna! En má, samkvæmt lögum, kalla hvaða væl sem er tónlist?
Nemendur mínir lærðu m.a. orðið hlusta í kvöld ... og gátu skilið sem aukabónus hvað var að hlusta á músík. Þau vita nú að ég er rokkhundur og það er einn nemandinn líka, ég gladdist mjög yfir Nirvana- og Pink Floyd-áhuga hans, Eminem, Wu Tang Clan og Pixies en hinir nemendur mínir hafa misst allt álit á mér (og honum). Ég sem ætlaði að segja þeim allt um Skálmöld!
Ég hef minnst á það áður hér, eða á dásamlega fólkið í næsta húsi við mig á Akranesi sem fannst ég svo mjó (eina fólkið í öllum heiminum) og var því alltaf að færa mér mat (elsku dásamlegu Fatima og Hassan). Það voru ekki bara góðar hitaeiningar, heldur hlýjaði þetta ekkert smávegis um hjartaræturnar. Þetta hús hér í 104 Kleppur (ohh, hvað ég vildi að mamma væri enn að vinna á Kleppi og gæti skroppið í kaffi til mín) er að breytast í allsherjar matarkistu, held ég. Um hádegisbil í dag mætti ein dásemdin með hálft nýbakað súrdeigsbrauð, verulega gott! Um miðjan dag mætti svo önnur elska með dall fullan af gómsætum steiktum fiski og kartöflum. Það mættu víst frekar fáir í mat þar sem hún er að vinna og matráðskonan grátbað starfsfólkið í eldhúsinu að taka með sér mat til að sporna við matarsóun (mávarnir eru líka farnir til Afríku). Þessi dásemd nr. 2 ætlaði að taka fisk fyrir sig og manninn sinn en tárvot matráðs sagði: taktu meira, taktu meira ... sem þýddi að þetta heimili hér hefur verið pakksatt í allan dag og kvöld og svo í hádeginu á morgun! Væri meira en til í að vera í fæði þarna, svo vel smakkaðist fiskurinn - en það er víst sjaldnast afgangur í boði. Algjör heppni fyrir mig hvað mættu fáir í mat í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 24. september 2025
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 33
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 645
- Frá upphafi: 1533931
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 506
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni