26.1.2007 | 17:26
Grillaðar spákonur í hádeginu
Við ræddum um spákonur í hádeginu, enda var lasagna (og pítsur) í matinn. Í ljós kom að enginn karlanna við borðið hafði farið til spákonu, þeir viðurkenndu heiðarlega að þeir þyrðu hreinlega ekki að láta spákonu segja eitthvað mögulega leiðinlegt. Konurnar höfðu nokkrar farið og reynslusögur þeirra voru misjafnar. Ég sagði þeim frá því þegar ég fór til árulesara fyrir mörgum árum.
Konan bað mig um vinnuskipti en ég þótti ágætur tarotlesari einu sinni, kunni á spilin en ekki með vott af miðilshæfileikum eða löngun til að sjá lengra en nef mitt nær. Þegar ég var búin tók hún við.
Eina sem ég man af þessu er að konan sagðist aldrei hafa séð jafnmikið af gulum litum í kringum nokkra manneskju áður. En gaman, sagði ég, en það sem ég heyrði var: Hún þarf örugglega á uppörvun að halda þessi, best að segja eitthvað fallegt við hana. Ekki það að mér finnist ég vitlaus, onei, ég er Þingeyingur aftur í ættir og sem slík veit ég að ég er klár ... og best. Þingeyingar eru taldir afar montnir sem er þvílíkt bull sem ég afsannaði með því að segja engum frá þessu með gulu áruna mína. Árukonan var fremur þekkt á þessum tíma og mjög vinsæl.
Ekki leið á löngu þar til vinkonur og frænkur sögðu mér frá ferðum sínum til konunnar og ekki brást það að allar höfðu þær svo mikið af gulum litum í kringum sig að árukonan hafði aldrei séð annað eins ... Ég gat ekki hugsað mér að skemma gleði þeirra, þær þurftu greinilega pepp, enda ekki Þingeyingar.

Æi, ég er löngu hætt að nenna til spákvenna. Mér er í raun alveg sama hvort það er draumaprins í kortunum, happdrættisvinningur í farvatninu eða hvort ég hafi verið herðatré eða handrið í fyrra lífi.
Ég var einu sinni pínd á fyrirlestur þar sem fyrirlesarinn hélt því fram að einn skjólstæðinga sinna hefði verið lækur í fyrra lífi!!!Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 80
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 214
- Frá upphafi: 1529988
Annað
- Innlit í dag: 66
- Innlit sl. viku: 182
- Gestir í dag: 63
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Mest um vert er að lifa þessu blessaða lífi LIFANDI og gera sem best úr öllu. Lífið hefur upp á svo margt skemmtilegt að bjóða og hvort sem við höfum verið mosar í fyrra lífi eða annað þá .... horfa fram á veginn og muna að vandamálin eru dulbúin tækifæri! Skemmtilegt samt að spá í stráka og spekulera í hvað maður eigi að borða um helgina (etthvað grennandi) .....
www.zordis.com, 26.1.2007 kl. 17:48
Iss; Fá ekki allir sömu rulluna sem fara til spákonu... Ferðalag framundan og breytingar á næsta leiti! Fór til spákonu þegar ég var um tvítugt og hún sagði mér að þegar ég gifti mig yrði svakalega mikið af fólki í brúðkaupinu mínu, ég ætti eftir að eiga 3 stráka og eina stelpu. Um leið og hún nefndi giftinguna fattaði ég hvað ég var vitlaus að láta plata mig út í þetta. Vissi (var amk nokkuð viss) þá að ég myndi ekki gifta mig. Ég á tvær dætur. Strákarnir þrír hafa greinilega farið á betri stað :)
Heiða B. Heiðars, 26.1.2007 kl. 19:17
grillaðar spákonur í snakk takk
Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 22:30
Gerðu ekki grín af fólki sem hefur verið fagurt landslag eða lækjaspræna í fyrra lífi. Sjálf var ég stafafura og lauk lífinu sem illa skreytt jólatré hjá frekar ófríðri fjölskyldu á Hellu.
kikka (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 11:25
Sumar spákonur eru alls engar spákonur. Það eru bara kellingar sem spá og spekúlera út í loftið. En svo eru hinar. Úúúúúúú.....rammgöldróttar og sjá í gegnum holt og hæðir og hvort viðskiptavinurinn hafi verið fiskur eða fjósapúki í fyrra lífi. Annars finnst mér best að spá fyrir sjálri mér því þá get ég raðið öllu. Man eftir einni sem spáði svo illa og ljótu að ég var í marga daga að jafna mig eftir þá hörmungarspá. Þannig spákonum á auðvitað bara að breyta í froska og fela spilin þeirra. Annars er eins spámær í miklu uppáhaldi hjá mér því hún sér alltaf allt geggjað og gott í lífi mínu. Eins og ég sé aðalpersónan í Dallas, rík fögur, fræg og frygðarfull. Með draumaprins í bandi. Og henni má alls ekki breyta í neitt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.